Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 4
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
LEIÐRÉTTING
Í grein Fréttablaðsins í gær um tvær
nýjar sýningar í Listasafni Íslands var
ranglega farið með staðreyndir í fyrir-
sögn. Sýningarnar tvær, Kees Visser og
Leiðangur 2011, eru í Listasafni Íslands
en ekki Listasafni ASÍ eins og stóð í
fyrirsögn.
HAFNARFJÖRÐUR Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, segir það ekki á
færi bæjaryfirvalda að þvinga
Landsnet til að taka strax niður
háspennulínu og tengivirki við
Vallahverfi.
Í Fréttablaðinu sagði íbúi
í Vallahverfi mikið ónæði af
háspennulínunni og tengivirki
við hverfið. Íbúarnir væru ósáttir
við að brotthvarfi mannvirkjanna
hefði verið frestað allt til ársins
2020. Samkvæmt samningi hefðu
línurnar átt að vera farnar á árinu
2011.
„Að sjálfsögðu erum við sam-
mála íbúunum að það er alveg
óþolandi að þessar línur séu ekki
farnar eins og samkomulagið upp-
haflega við Landsnet frá 2009
gerði ráð fyrir,“ segir Guðrún.
„En samkvæmt skýrum fyrir-
vörum í samkomulaginu hefðu
línurnar geta staðið þar til þær
væru ónýtar.“
Bæjaryfirvöld fóru fram á við-
auka við samkomulagið þegar
þróunin á raforkumarkaði varð
ekki eins og að var stefnt. „Í við-
aukanum eru föst tímamörk og
mælt fyrir að Landsnet byrji í
síðasta lagi að taka þetta niður
árið 2016. Hins vegar, ef raforku-
frekar framkvæmdir fara fyrr í
gang, þá fari línan fyrr. Við erum
því búin að ljúka allri okkar vinnu
og það stendur ekkert á Hafnar-
firði,“ segir bæjarstjórinn.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir
ljóst að það sé „algjörlega á ábyrgð
meirihluta Samfylkingar og VG í
bæjarstjórn og svo fyrrverandi
ríkisstjórnar sömu flokka“ að
tímamörk um brottnám raflínanna
hafi ekki staðist. Rio Tinto Alcan
hafi boðist til að leggja raflín-
urnar í jörð ef álverið í Straums-
vík hefði fengið að stækka. „En
málið var sett í íbúakosningu árið
2007, algjörlega á ábyrgð þessara
flokka,“ segir Rósa.
Síðan segir Rósa að samkomu-
lagið við Landsnet frá árinu 2009
hafi ekki haldið þar sem ríkis-
stjórn Samfylkingar og VG hafi
beitt sér mjög gegn uppbyggingu
orkufreks iðnaðar. Ekki hafi verið
fjárhagslegar forsendur fyrir
brottflutningi línanna.
„Auðvitað vildi maður að bæjar-
stjórnin gæti beitt sér fyrir því að
samkomulagið verði endurskoðað
svo hægt verði að efna þau loforð
sem íbúum á þessu svæði voru
gefin fyrir mörgum árum og áður
en frekari uppbygging á svæðinu
fer fram. En líklega er það um
seinan nema með gríðarlegum til-
kostnaði fyrir bæinn,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir. gar@frettabladid.is
Háspennulína ekki á
valdi Hafnarfjarðar
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að ef ekki væri fyrir nýjan viðauka við samkomulag
við Landsnet gæti fyrirtækið látið háspennulínur við Vallahverfi standa þar til þær
ónýtast. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks segir Samfylkingu og VG „algjörlega ábyrg“.
VALLAHVERFI Háspennulínur við Vallahverfi verða ekki teknar niður í bráð þótt
þær angri íbúana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FLATEYRI
Leikfélag í sjálfboðavinnu
Meðlimir Leikfélags Flateyrar vilja að
framkvæmdum við Félagsheimilið á
Flateyri verði lokið sem fyrst og bjóðast
til að leggja af mörkum sjálfboðavinnu
svo megi verða.
DANMÖRK Danska lögreglan er nú
að prófa nýjan búnað sem skannar
og les númeraplötur bíla á þjóð-
vegum landsins.
Búnaðurinn, sem er komið fyrir
uppi á þaki lögreglubíla, les númer
bíla sem koma á móti og ber saman
við þá sem eru eftirlýstir í kerfi
lögreglunnar. Um er að ræða til-
raunaverkefni til þriggja mánaða
en tilgangurinn með þessu er bæði
að hafa uppi á bílum sem tengjast
glæpum sem hafa verið framdir og
hafa uppi á fólki sem er grunað um
að hafa glæpi í hyggju.
Yfir 400.000 bílnúmer eru í
umferðinni í Danmörku. - þj
Nýtt vopn í baráttunni:
Skanna númer
á vegum úti
RÚSSLAND David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands, segir að
vísindamenn á Porton Down til-
raunastofunni hafi fundið eitur-
efnið sarín í fötum fórnarlamba
efnavopnaárásarinnar í Sýrlandi
21. ágúst síðastliðinn. Þá hafi
eiturefnið einnig fundist á vett-
vangi.
Forsætisráðherrann sagði frá
þessu þegar hann kom á G20-
fundinn í Rússlandi síðdegis í
gær. Hann segir að vísindamenn
hafi safnað gögnum síðustu
daga og þau renni stoðum undir
að Assad beitti efnavopnum á
borgara sína. Yfir 1.400 manns
létust í árásinni, þar af mörg
börn.
Utanríkismálanefnd öldunga-
deildar Bandaríkjaþings veitti í
fyrradag Barack Obama, forseta
Bandaríkjanna, heimild til hern-
aðaríhlutunar í Sýrlandi. Í næstu
viku mun bæði öldungadeildin og
fulltrúadeildin greiða atkvæði
um beitingu hervalds í Sýrlandi.
Í síðustu viku felldi breska
þingið tillögu Camerons um árás
á Sýrland en forsætisráðherrann
sagði í samtali við breska ríkisút-
varpið í gær að það væri rangt ef
Bandaríkjamenn myndu hika við
að gera árás á landið. „Ég held að
það myndi senda hræðileg skila-
boð til Assads forseta og annarra
einræðisherra í heiminum.“ - bl
David Cameron sagðist hafa ný sönnunargögn um efnavopnaárásina í Sýrlandi:
Bretar fundu sarín í fötum fórnarlamba
FULLVISS David Cameron sagði á fund-
inum í gær að eiturefnið sarín hefði
fundist í fötum fórnarlamba í Sýrlandi.
NORDICPHOTOS/AFP
KENÍA, AP Þingið í Kenía samþykkti
í gær tillögu um að draga sig úr
samstarfi um Alþjóðaglæpadóm-
stólinn í Haag. Mikill meirihluti
þingsins studdi tillöguna en stjórn-
arandstæðingar gengu úr þingsal.
Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur
ákært bæði aðstoðarforseta lands-
ins, William Ruto, og forsetann,
Uhuru Kenyatta, fyrir glæpi
gegn mannkyninu. Þeim hefur
verið gefið að sök að skipuleggja
ofbeldis verk í landinu.
Ruto og Kenyatta hafa þó lýst
því yfir að þeir muni vera sam-
vinnuþýðir við dómstólinn. - eh
Þingmenn í Kenía:
Vilja úr alþjóða-
glæpadómstól
Að sjálfsögðu erum
við sammála
íbúunum að
það er alveg
óþolandi að
þessar línur
séu ekki
farnar …
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri,
sem hefur verið ákærður fyrir að
nema unga stúlku á brott í Vest-
urbænum og brjóta gegn henni
kynferðislega, neitar sök og ber
við minnisleysi. Málið var þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær. Hann huldi sig með teppi
þegar hann mætti fyrir dómara.
Manninum er gert að sök að
hafa þvingað tíu ára stúlku upp í
bíl sinn þegar hún var á leið heim
úr skóla í vor. Talið er að hann
hafi keyrt með hana á afvikinn
stað við borgarmörkin og brotið
gegn henni kynferðislega. Aðal-
meðferð fer fram í október. Þing-
hald verður lokað til að vernda
hagsmuni stúlkunnar. - hþ
Kynferðismál í Vesturbæ:
Neitar að hafa
níðst á stúlku
Í HÉRAÐSDÓMI Í GÆR Maðurinn huldi
sig þegar hann kom í fylgd fangavarða.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í HAAG Uhuru Kenyatta sést hér yfir-
gefa hús Alþjóðaglæpadómstólsins.
Þingið í Kenía samþykkti í gær tillögu
um að landið segði sig frá dómstólnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
904 Íslendingar eiga af-mæli í dag samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands.
Í gær áttu 846 Íslendingar afmæli
og á morgun eiga 862 afmæli.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
3-10 m/s, hvassast NV-til.
BEST AUSTANTIL Í dag og á morgun verður nokkuð bjart og ágætlega hlýtt miðað
við árstíma á austanverðu landinu. Vestanlands verður fremur skýjað í dag og á
morgun hvessir af suðaustri með rigningu síðdegis.
9°
12
m/s
10°
10
m/s
12°
6
m/s
11°
7
m/s
Á morgun
Strekkingur vestantil.
Gildistími korta er um hádegi
11°
8°
11°
11°
10°
Alicante
Aþena
Basel
29°
30°
29°
Berlín
Billund
Frankfurt
24°
23°
28°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
28°
20°
20°
Las Palmas
London
Mallorca
26°
19°
30°
New York
Orlando
Ósló
21°
31°
21°
París
San Francisco
Stokkhólmur
28°
24°
20°
9°
4
m/s
10°
4
m/s
13°
5
m/s
14°
7
m/s
11°
8
m/s
12°
10
m/s
4°
7
m/s
11°
8°
10°
16°
11°
ÚTSAL
A ÚT
S
A Ú
TSALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
LA Ú
TSALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SA
TSALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
Ú SAL
A ÚT
S
ATH. eingöngu í Faxafeni 8
LOKADAGAR
TSÖLUNNAR
lÍs en ku
ALPARNIR
s
20% til 70% afsl.