Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGBólstrun FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20132
Nú höfum við
augastað á
gömlum tekksófa sem
okkur langar að láta
bólstra, klæða í hvítt og
setja marglita hnappa í
bakið.
Fyrirtækið Bólstrarinn byggir á gömlum og traustum grunni enda er það stofn-að árið 1944 og fagnar því 70 ára afmæli
á næsta ári. Gunnar V. Kristmannsson stofn-
aði Bólstrarann á sínum tíma en í dag stýrir
sonur hans, Hafsteinn Gunnarsson, fyrir-
tækinu. „Við höfum sinnt almennri bólstrun
í öll þessi ár. Fólk gerir sér almennt ekki grein
fyrir því að bólstraðir hlutir eru alls staðar í
kringum okkur, til dæmis á heimilum, í fyrir-
tækjum, flugvélum og bílum. Áður fyrr fram-
leiddum við líka húsgögn en það breyttist
þegar Ísland gekk í EFTA. Gæði húsgagna
hafa minnkað mikið undanfarin ár og við
erum því oft að laga nýleg húsgögn. Einnig
erum við mikið að hressa upp á leðurhúsgögn
sem til dæmis eru upplituð og komin á tíma.“
Hjá fyrirtækinu vinna sex manns, allir hoknir
af reynslu að sögn Hafsteins. „Hér vinna ein-
ungis fagmenn enda tekur að minnsta kosti
sex ár að verða góður bólstrari. Margir halda
að þetta sé bara föndur en svo er alls ekki, til
þess þarf langa þjálfun.“
Mörg þekkt merki
Að sögn Hafsteins hefur bólstrun og klæðn-
ing húsgagna aukist hérlendis undanfarin ár.
„Við finnum vel fyrir því enda hækkuðu hús-
gögn mikið í verði eftir hrun. Bæði vill fólk
laga húsgögnin sín og svo er húsgagnamark-
aðurinn á Íslandi svolítið einsleitur. Því koma
líka margir til okkar og klæða upp gömul hús-
gögn, sérstaklega í „sixties“ stíl.
Algengast er að Bólstrarinn sjái um
bólstrun stóla og sófa en einnig sjá starfs-
menn fyrirtækisins um að sérsmíða húsgögn.
„Við höfum undanfarið sér smíðað mikið af
húsgögnum fyrir nýja veitingastaði, hótel,
gistiheimili og einstaklinga. Það er miklu
dýrara að láta sérsmíða fyrir sig erlendis
og því komum við sterkir inn þar. Um leið
vinnum við mikið með ungum arkitektum
sem margir hafa lært erlendis.“
Bólstrarinn flytur inn fjölda áklæða frá
mörgum af þekktustu framleiðendum Evr-
ópu, til dæmis Romo Fabricks, Kirkby Design
og Villa Nova. „Það eru eðlilega tísku sveiflur
í áklæðum eins og öðru, bæði hvað varðar
liti og áferð. Undanfarið hafa viðskipta vinir
okkar frekar valið áklæði fram yfir
leður enda mikið um leðurhús-
gögn alls staðar. Margir eru því
að skipta yfir í bjarta og fallega liti
á áklæðum í stað svarta og hvíta lit-
arins sem fylgir flestum leðurhús-
gögnum.“
Gluggatjaldaefni og veggfóður
Fyrirtækið hefur einnig um langt
skeið selt gluggatjaldaefni og vegg-
fóður. Hafsteinn segir sölu gluggatjalda
hafa aukist talsvert undanfarin ár, sér-
staklega á þunnu gardínuefni. „Við bjóð-
um einnig upp á gott úrval af veggfóðri en
þau eru líka að verða algengari á heimilum
og fyrirtækjum landsins. Þá er ekki endi-
lega verið að þekja allt rýmið með
veggfóðri heldur bara einn vegg.
Þar eru margir að leita í hlýleik-
ann aftur í stað steypunnar.“
Á heimasíðu Bólstrarans,
www.bolstrarinn.is, má finna
ótal sýnishorn af áklæðum,
gluggatjöldum og veggfóðri. „Fólk
getur byrjað þar og skoðað hvað er
í boði. Síðan er upplagt að koma við
hjá okkur og fá sýnishorn með heim
áður en pantað er. Yfirleitt tekur ferlið
minna en viku, frá því áklæði er pantað og
þar til það kemur í hús. Við eigum mörg
þúsund sýnishorn af áklæðum og því þarf
enginn að hafa eins lit. Einnig flytjum við
inn úrval af leðri í ólíkum litum og með
ólíka áferð.“
Þekking á
gömlum grunni
Í næstum sjö áratugi hefur Bólstrarinn sinnt almennri bólstrun
hér á landi. Fyrirtækið selur einnig mikið úrval gluggatjaldaefna
og veggfóðurs. Starfsmenn Bólstrarans búa yfir mikilli þekkingu
og reynslu sem skilar sér í úrvals vöru til viðskiptavina.
„Hér vinna einungis fagmenn enda tekur að minnsta
kosti sex ár að verða góður bólstrari,“ segir Hafsteinn
Gunnarsson hjá Bólstraranum. MYND/GVA
Við sönkuðum að okkur gömlum borðstofu-stólum á bland.is og
létum bólstra þá og klæða
hvern í sínum litnum hjá
Bólstraranum á Langholts-
vegi. Þá fundum við gamlan
hægindastól í Góða hirðinum
sem fékk sömu meðferð. Nú
höfum við augastað á gömlum
tekksófa sem okkur langar að
láta bólstra og klæða í hvítt og
setja marglita hnappa í bakið.“
Elva segir að þau Guð-
mundur séu litaglöð og þess
vegna hafi þau ákveðið að
hafa borðstofustólana hvern í
sínum lit. „Það var settur nýr
svampur í þá alla og þeir svo
yfirdekktir með leðurlíki. Það
er ótrúlega slitsterkt og flestir
sjá engan mun á því og ekta
leðri.“
Sessan og bakið á hæg-
indastólnum voru líka klædd
með leðurlíki en tvídefni sett
í hliðarnar. „Það var hug-
mynd bólstrarans og kom
mjög vel út. Hann er með
mikið úrval af efnum og
litum og tekur auk þess niður
sérpantanir. Það er því bara
að sleppa hugmyndaf lug-
inu lausu. Þessi tekk húsgögn
halda sér vel og þarf lítið að
eiga við viðinn. Eftir bólstrun
verða þau eins og ný.“
Enginn
borð stofustóll eins
Hjúkrunarfræðingurinn Elva Björk Ragnarsdóttir er mikill fagurkeri og
hefur gaman af því að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf. Hún og
maðurinn hennar, Guðmundur F. Jóhannsson, hafa komist upp á lag með
að láta bólstra gömul tekkhúsgögn og eru himinlifandi yfir útkomunni.
Þennan hægindastól keyptu Elva og Guðmundur, maðurinn hennar, í Góða
hirðinum á 1.500 krónur. Hér er hann eftir yfirhalningu bólstrara.
Elva er óhrædd við að velja
litrík húsgögn. Borðstofu-
stólarnir eru hver í sínum
lit; einn er svartur, annar
hvítur, þriðji fjólublár, fjórði
blár, fimmti rauður og sjötti
grænn.
MYND/PJETUR