Fréttablaðið - 06.09.2013, Qupperneq 50
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30
BÆKUR ★★★ ★★
HEIMSINS BESTI BÆR
Arto Paasilinna
Þýðing: Þórður Skúlason
Skrudda
Finnski rithöfundurinn Arto Paa-
silinna er með skemmtilegri höf-
undum og honum bregst ekki
bogalistin í skáldsögunni Heims-
ins besti bær sem nýlega kom út í
íslenskri þýðingu hjá Skruddu.
Bókin er reyndar frá 1992 og ber
þess nokkur merki. Hnignun hins
vestræna heims hefur ekki gengið
alveg jafn hratt fyrir sig og Paa-
silinna sá fyrir sér á þeim tíma,
þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis
á þessum rúmu tuttugu árum.
Sagan segir frá erki finnanum
Eemeli Toropainen sem sam-
kvæmt síðustu ósk afa síns tekur
sér fyrir hendur að reisa kirkju
nánast úti í óbyggðum. Smám
saman rís svo heilmikil byggð
í kringum kirkjuna og íbúum
fjölgar jafnt og þétt. Þetta er fyr-
irmyndarsamfélag þar sem menn
lifa af landsins gæðum, stunda
vöruskipti og eru almennt til
fáséðrar fyrirmyndar. Annars
staðar í heiminum hallar undan
fæti, New York sekkur í sorp,
þriðja heimsstyrjöldin skellur á
sumarið 2014 og í lok sögu eru það
eiginlega bara íbúarnir í byggð-
inni í kringum óbyggðakirkjuna
sem nokkurn veginn hafa í sig og
á, enda heimsendir nýlega yfir-
staðinn.
Finnsk náttúra leikur stórt hlut-
verk í sögunni og villt dýr koma
mikið við sögu. Sögurnar af björn-
unum þremur gefa ádeilunni á
meðferð mannsins á umhverfi
sínu og óvirðingu hans fyrir nátt-
úrunni aukna vídd, auk þess að
vera dásamlega vel skrifaðar og
skemmtilegar.
Aðall Paasilinna er þó hversu
leiftrandi góður sögumaður hann
er og hversu vænt honum þykir
um persónurnar sem hann skapar.
Eemeli er harður í horn að taka,
þrjóskari en fjandinn sjálfur og
bregst sérlega illa við hvers kyns
átroðningi yfirvalda, en um leið er
hann svo yfirmáta „eðli legur“ og
mannlegur að það er ekki nokkur
leið að láta sér ekki þykja vænt
um hann. Aðrar persónur eru
hver annarri sérstakari og þetta
fyrirmyndarsamfélag morar af
skemmtilegum uppákomum sem
fá lesandann til að veltast um af
hlátri.
Framtíðartryllirinn sem vafið
er inn í söguna af þessum land-
nemum í kringum kirkjuna góðu
er hins vegar mun verr lukkaður.
Það er til dæmis frekar skondið
að lesa um það árið 2013 að fólk
fái engar fréttir því útvarps- og
sjónvarpsstöðvarnar hafi verið
lagðar niður. Framsýni Paasilinna
náði greinilega ekki svo langt að
ímynda sér að internetið yrði
almannagagn.
Leiði maður hins vegar slíka
smámuni hjá sér og einbeiti sér
að frásögninni af hinu óvenjulega
samfélagi sem hún lýsir er sagan
allt í senn bráðskemmtileg, hjart-
næm og hugvíkkandi.
Þýðing Þórðar Skúlasonar
er víst úr sænsku en virkilega
vel unnin, málfarið sérstætt og
skemmtilegt og fyrir íslenskan
lesanda er eiginlega óhugsandi
að þessar persónur gætu talað á
annan veg. Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtileg saga
af enn skemmtilegri persónum, en
líður örlítið fyrir að hafa elst illa eins
og títt er um framtíðarsögur.
Að rækta bæinn sinn
„Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í
hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn,
rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í
Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar
7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi
– sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“
segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt
sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala
um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu
þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppi-
legt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning
opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teikni-
vísindi orðin til!“
Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á
sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru
margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið,
þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar.
„Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem
er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó
er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru
myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars
úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Stroku-
börnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september.
Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni
er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum
dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í
gullinsniðsformið.“
Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki
bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir
sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið
mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En
skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin
haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni
lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“
gun@frettabladid.is
Þetta er óður til blýantsins
Teiknivísindi – sjö níu þrettán er heiti sýningar sem Sigrún Eldjárn opnar á
laugardaginn klukkan þrjú í Listasafni ASÍ að Freyjugötu 41. Þar er margt að sjá.
Í ÁSMUNDARSAL Ég er hér með teikningar sem er raðað upp
eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri
sögu,“ segir Sigrún. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MENNING
Fjölskylduguðsþjónusta,
sunnudaginn 8. september kl. 14
Upphaf barnastarfsins
Barnastarf Fríkirkjunnar í Reykjavík hefst á ný með
fjölskylduguðsþjónustu
sunnudaginn 8. september kl. 14.
Erla Björk Jónsdóttir, guðfræðingur, leiðir stundina.
Fermingarbörn taka þátt.
Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlistina ásamt
Gunnari Gunnarssyni, organista.
Á hverjum sunnudegi í vetur meðan á guðsþjónustu stendur munu
þær Rósa Margrét og Rósmary, umsjónarmenn barnastarfsins,
bjóða börnunum með sér upp á kórloft eða í safnaðarheimilið þar
sem farið verður í leiki, sungið og föndrað.
Í guðsþjónustunni verður kynnt æskulýðsstarf sem fram mun fara
í vetur í Fríkirkjunni í Reykjavík á vegum KFUM & K.
Nánar auglýst síðar.
Barnakór við Tjörnina!
Viltu vera með?
Barnakór Fríkirkjunnar hefur starfsemi sína á ný eftir sumarfrí.
Allir ungir og áhugasamir söngfuglar eru velkomnir og hvattir til að
mæta.
Æft verður á fimmtudögum frá klukkan 16:15-17:15.
Fyrsta æfing verður fimmtudaginn 12. september.
Nánari upplýsingar gefur Álfheiður Björgvinsdóttir kórstjóri
í síma 849-8660 og skrifstofa Fríkirkjunnar í Reykjavík í síma 5527270.
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
Fyrsta verkið sem frumflutt
verður fer í loftið sunnudaginn
29. september,“ segir Viðar Egg-
ertsson, stjórnandi Útvarpsleik-
hússins, spurður hvenær hin
metnaðarfulla vetrardagskrá
hefjist. „Síðan dreifast þessi nýju
verk tiltölulega jafnt yfir vetur-
inn og fram í maí á næsta ári.“
Er ekki Útvarpsleikhúsið undir
þinni stjórn í fararbroddi hvað
varðar það að fá íslenska höf-
unda til að skrifa leikrit? „Það
má segja að við höfum gert það
að aðalmarkmiði Útvarpsleik-
hússins núna á síðari árum að
frumflytja ný íslensk verk,“
segir Viðar. „Við höfum leitað
til höfunda um að skrifa fyrir
þennan miðil, auk þess sem við
höfum verið í mjög gjöfulu sam-
starfi við tvær síðustu Listahá-
tíðir í Reykjavík. Þar hafa verk
verið flutt í sviðsettum leik-
lestrum og síðan hafa höfundar
og leikstjórar fengið svigrúm til
að vinna þau áfram og við frum-
flutt þau veturinn á eftir. Þessi
aðferð hefur gefið mjög góða
raun og verið lærdómsrík fyrir
höfundana og leikstjórana og
skilað okkur tíu athyglisverðum
leikritum, bæði frá nokkrum af
okkar ástsælustu skáldum og
björtustu vonum framtíðarinnar,
ef svo má segja. Og það er rétt
að ekkert íslenskt leikhús frum-
flytur jafn mörg íslensk verk og
Útvarpsleikhúsið, sem er sérlega
ánægjulegt.“
Hátt hlutfall kvenna í flokki
höfunda og leikstjóra vekur
athygli, var það meðvitað átak?
„Já, það hefur hallað á konur í
þessum geira, en það var lítið
mál þegar við settumst niður til
að ákveða til hvaða höfunda við
vildum leita að finna konur til að
skrifa leikrit. Þær sem ég leitaði
til brugðust allar fljótt og vel við
þannig að þetta er bara spurning
um að hafa áhrif á fólk og vekja
áhuga þess á þessum miðli.“
Nýtt fjárhagsár Ríkisútvarps-
ins hefst í september, óttastu að
það verði þyngri róður næsta ár
í ljósi umræðu um niðurskurð
til RÚV? „Við skulum vona að
það verði skilningur á mikil-
vægi Útvarpsleikhússins því þótt
útvarpsleikrit séu dýrasta efnið
sem framleitt er fyrir útvarp er
það ódýrasta leikhús sem til er
og við náum til mun fleiri gesta
en önnur leikhús. Við höfum því
ákveðnu menningarhlutverki að
gegna sem felst í því að vinna
með miðilinn, skoða samtíma
okkar og líf og fá til þess margt
af okkar áhugaverðasta leikhús-
fólki.“
Útvarpsleikhúsið sendir út á
hverjum sunnudegi klukkan 13
og eins og Viðar orðar það: „Það
eru allir velkomnir og hjá okkur
sitja allir í bestu sætum.“
fridrikab@frettabladid.is
Aðalmarkmiðið að
fl ytja ný íslensk verk
Útvarpsleikhúsið frumfl ytur í vetur tíu ný íslensk leikverk, bæði eft ir vel þekkta og
minna þekkta höfunda. Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, segir það
sérlega ánægjulegt að frumfl ytja fl eiri íslensk verk en nokkurt annað leikhús landsins.
■ Best í heimi
eftir Maríu Reyndal í leikstjórn höfundar
■ Árshátíð Vatnsveitunnar
eftir Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Guðmundar Inga Þorvaldssonar
■ Hér
eftir Kristínu Ómarsdóttur í útvarpsleikgerð og leikstjórn Bjarna Jóns-
sonar
■ Páfuglar heimskautanna
eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal
■ Gestabókin
eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar
■ Slysagildran
eftir Steinunni Sigurðardóttur í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur
■ Blinda konan og þjónninn
eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur
■ Lán til góðverka
eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
■ Rökrásin
eftir Ingibjörgu Magnadóttur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur
■ Söngur hrafnanna
eftir Árna Kristjánsson í leikstjórn Viðars Eggertssonar
Tíu ný íslensk leikrit frumflutt
Í FARARBRODDI Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, er stoltur af þeim
árangri sem það hefur náð í að efla nýsköpun í íslenskri leikritun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM