Fréttablaðið - 06.09.2013, Qupperneq 63
FÖSTUDAGUR 6. september 2013 | MENNING | 43
Kate Moss, Naomi Campbell og Kylie Minogue
voru fengnar til þess að endurhanna Adidas-
skó til styrktar Stonewall-góðgerðasam-
tökunum. Samtökin, sem eru bresk, beita sér
fyrir því að safna fé fyrir sam- og tvíkynhneigt
fólk í Bretlandi. Samtökin fengu Moss, Camp-
bell og Minogue til liðs við sig í ár og eiga þær
að endurhanna strigaskó frá Adidas. Þær fá
allar upprunalega útgáfu af Adidas-skóm, sem
þær síðan endurhanna hver á sinn hátt. Hver
hönnun verður svo seld á uppboði og rennur
allur ágóði óskertur til Stonewall-samtakanna.
Það eru fleiri frægir sem leggja samtökunum lið
en söngvararnir Boy George og Sir Elton John
koma einnig að söfnuninni.
Fyrirsætur ljá hjálparhönd
Moss og Campbell endurhanna Adidas-skó til styrktar sam-og tvíkynhneigðum.
STYRKJA GOTT
MÁLEFNI Kate
Moss, Naomi
Campbell og Kylie
Minogue leggja
sitt af mörkum
fyrir Stonewall-
góðgerðasamtökin
og safna fé fyrir
sam- og tvíkyn-
hneigða í Bret-
landi.
NORDICPHOTOS/GETTY
Bandaríski körfuknattleiksmað-
urinn Lamar Odom er farinn í
meðferð vegna vímuefnavanda
síns. „Hann er búinn að átta sig
á því að hann þarf hjálp,“ hefur
tímaritið People eftir heimildar-
manni sínum.
Odom hefur mikið verið í
umræðunni undanfarna daga
sökum vímuefnavanda síns og
var meðal annars tekinn við
ölvunarakstur á dögunum. Fjöl-
miðlar telja að vímuefnavandi
Odoms hafi eyðilagt hjóna-
band hans og raunveruleika-
stjörnunnar Khloe Kardashian
en þau hafa ekki sést opinber-
lega saman síðan í júní.
Lamar Odom
í meðferð
LEITAR HJÁLPAR Körfuknattleiks-
maðurinn Lamar Odom er farinn í
me ðferð. NORDICPHOTOS/GETTY
Ný heimildarmynd um Jimi
Hendrix verður gefin út þann
fimmta nóvember næstkomandi,
ásamt upptöku af tónleikum frá
átjánda maí 1968 sem The Jimi
Hendrix Experience flutti á The
Miami Pop Festival. Upptakan
hefur aldrei verið gefin út fyrr.
Heimildarmyndin mun bera
nafnið Jimi Hendrix: Hear My
Train A Comin‘ og verður meðal
annars sýnd sem hluti af mynda-
röðinni The American Masters á
PBS-sjónvarpsstöðinni í Banda-
ríkjunum. Myndinni er leikstýrt
af Bob Smeaton, sem leikstýrði
einnig myndum á borð við The
Beatles Anthropology og Festival
Express. - ósk
Heimildar-
mynd um
Hendrix
GÍTARSNILLINGUR Jimi Hendrix samdi
lög á borð við Purple Haze.
Hin kynþokkafulla leikkona Sofia Verg-
ara úr þáttunum Modern Family er hæst
launaða leikkonan í bandarísku sjónvarpi.
Þetta er annað árið í röð sem kólumbíska
leikkonan trónir á toppi þessa lista. Sofia
vann sér inn 30 milljónir dollara á síðasta
ári samkvæmt tímaritinu Forbes. Á eftir
Sofiu koma leikkonurnar Mariska Har-
gitay úr Law and Order og Kaley Cuoco
úr Big Bang Theory en þær þénuðu báðar
um ellefu milljónir dollara á síðasta ári.
Athygli vekur að systurnar Kourtney, Kim
og Khloe Kardashian úr þáttunum Keeping
Up With The Kardashian eru í fjórða sæti
listans með um tíu milljónir dollara.
Vergara hæst launuð
Vann sér inn 30 milljónir dollara á síðasta ári.
HÆST LAUNUÐ Sofia Vergara
úr Modern Family er hæst
launaða leikkonan í bandarísku
sjónvarpi. NORDICPHOTOS/GETTY