Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 22
28. september 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Miklar öfgar í allri umræðunni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segir algerlega vanhugsað hjá ríkisstjórninni að slíta aðildar viðræðunum við ESB. Hún er í nýju starfi innan Samtaka atvinnulífsins og kveðst frjálsari þar en í landsmálapólitíkinni. Þorgerður telur konur harðar dæmdar á þingi en karla og kveðst tilfinningavera en vonar að það nýtist henni í Ísland Got Talent. Nýju starfi fylgir allt-af eftirvænting en líka pínulítill kvíða-hnútur. Þótt ég hafi reynslu á ákveðnum sviðum er ekki eins og ég hafi höndlað heiminn allan. Það mætir manni alltaf eitthvað nýtt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi menntamála- ráðherra, sem er í nýrri stöðu sem forstöðumaður mennta- og nýsköp- unar innan Samtaka atvinnulífsins. Hún kveðst kunna mjög vel við sig. „Það sem ég fann strax fyrsta dag- inn og skiptir mig miklu máli er að hér er gott fólk, kraftmikið og ekki skoðanalaust. Svo er haldið vel utan um hlutina, sem er mikilvægt upp á alla skipulagningu og stefnumótun.“ Var þessi staða búin til fyrir þig? „Nei, en hún er meðal þeirra breytinga sem fylgja nýju fólki með nýjar áherslur sem nú er við stjórn SA. Mér finnst frábært að þessi samtök, sem hafa mikilvæga rödd í íslensku samfélagi, ætli að leggja aukna áherslu á mennta- og nýsköpunarmál. Þá er ég ekki að segja að ekki hafi verið unnið vel að þeim áður. Hér er dýrmæt þekking á sviði menntamála hjá þeim starfs- mönnum sem fyrir eru. Stór þáttur í starfi samtakanna er að veita fyrir- tækjunum greiðan aðgang að því að mennta starfsmennina sína enda er hagur fyrirtækja að hafa ánægða starfsmenn með aukna þekkingu og hæfni. En nú á að hnykkja frek- ar á stefnu og skoðun samtakanna á þessu sviði. Staðan var ekki búin til fyrir mig en ég er mjög þakklát fyrir að leitað var til mín.“ Hverjar eru stærstu áskoranirn- ar í menntamálum, að þínu mati? „Höfum í huga að árið 2008, eftir ríflega fimm ára vinnu og mikil samskipti við sveitarfélög, kennara- samtökin og Heimili og skóla, var lögð fram ný skólastefna, með aukn- um sveigjanleika milli skólastiga, nýrri nálgun í kennaramenntun, efl- ingu iðn- og starfsmennta, minnk- un brottfalls í framhaldsskólum og auknum kröfur til háskóla. Flest- ir gengu í takt. Síðan varð hrunið og nýja ríkisstjórnin ákvað að slá breytingunum á frest, sem ég tel að hafi verið mistök því uppstokkunar er þörf. Samtök atvinnulífsins hafa ályktað um árabil um að stytta eigi nám til stúdentsprófs, hvort sem það er gert í gegnum grunnskólann eða framhaldsskólann. Þau vilja einnig gera auknar kröfur til kennsluhátta, rekstrar og rannsókna. Við verðum alltaf að vera á tánum þegar kemur að menntamálum, rannsóknum og nýsköpun. Ég vil líka draga fram, af því ég var að gagnrýna vinstri- stjórnina, að hún gerði margt gott á sviði nýsköpunarmála, með betra skattalegu umhverfi fyrir litlu frumkvöðlafyrirtækin sem hafa alveg ótrúlegan sköpunarkraft og hugmyndir sem manni finnst verða að njóta framgangs. En þá komum við að gjaldeyrishöftunum, sem í dag eru helsti Þrándur í Götu frum- kvöðlastarfsemi á landinu. Það er gríðarlega stórt og mikilvægt mál fyrir okkur til lengri og skemmri tíma að unnið verði hratt og örugg- lega á höftunum. Að hætta viðræð- unum við Evrópusambandið er hér ekki hjálplegt né það að skýr fram- tíðarstefna í peningamálum er ekki í augnsýn. Það hefði síðan verið smart hjá ríkisstjórninni að taka því fagn- andi að fara í sameiginlega og faglega skýrsluúttekt á stöðunni í viðræðunum með aðilum vinnu- markaðarins í stað þess að slá í útrétta hönd þeirra og viðleitni til uppbyggilegrar umræðu. Ég var Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is nú að vona að þessi ríkisstjórn tæki ekki upp slagsmálaþráð gömlu ríkis- stjórnarinnar við þessa mikilvægu aðila því hagsmunir allra liggja fremur saman en í sundur.“ Pólitíkin skemmtilegust Hefðir þú viljað halda áfram í lands- málapólitíkinni? „Ég dreg ekki dul á það að hún er það skemmtilegasta sem ég hef gert fram að þessu. Ég átti dýrmætan tíma í henni með ótrúlega skemmtilegu fólki sem er vinir mínir og ég held sambandi við. Ég kynntist líka fólki sem mig langar að gleyma. Pólitíkin er að mínu mati vanmetið fyrirbæri en mér finnst vont að sjá suma ein- staklinga í henni verða fyrir óvæg- inni umræðu sem þeir eiga ekkert endilega skilið. Enn sárara er að sjá á eftir fólki úr pólitík með bullandi hæfileika eins og Gísli Marteinn. Það er eitthvað að ef Sjálfstæðis- flokkurinn leyfir ekki fleiri en eina skoðun, hvað þá umræðu á tiltekn- um sviðum. Hin breiða skírskotun flokksins í gegnum söguna verður þá einhvern veginn svo víðs fjarri.“ Þú fékkst nú aldeilis að finna fyrir umræðunni eftir hrun og það var umsátur um heimilið þitt. Hvernig leið þér þá og hvernig líður þér með þá reynslu? „Þetta er tími sem er liðinn. Hann var erfiður og hann var sár en það þýðir ekki að dvelja of mikið við hann. Það á samt eftir að gera hann upp. Eitt er að skoða aðdraganda hrunsins, sem var nauðsynlegt. Hitt er að skoða eftirfylgnina og hvort við Íslend- ingar séum stoltir af öllu því sem við gerðum þá. Efst í mínum huga þar er svívirðan með lands dóminn. Þar var pólitíkin í sinni ljótustu mynd að mínu mati. Hvernig hún birtist í ákveðinni friðþægingu af hálfu þeirra sem tóku við. Ég fæ kökk í hálsinn þegar ég hugsa um þetta. Þetta var erfiður tími og hann mátti alveg vera það fyrir okkur sem höfðum staðið í pólitíkinni. Ég er alls ekki að hlífa okkur. En hann var ekki endilega sanngjarn. Uppgjörið mun koma einn daginn. En ég er bara stödd á öðrum stað núna, komin í nýtt starf þar sem ég fæ tækifæri til að styðja við góð mál í þágu atvinnulífsins sem ríkis stjórnin er að berjast fyrir, nú eða stjórnar andstaðan. Ég er mun frjálsari en á þingi. Ég þarf ekki lengur að taka tillit til þeirra sjón- armiða sem ég var ekki sammála innan flokksins míns en samþykkti með stóru heildar myndina í huga. Ég hef alltaf treyst á að fyrirmynd- arríkið væri þetta opna og umburð- arlynda samfélag, sem byggði á frjálsum alþjóð legum markaði, frelsi í viðskiptum og trúna á ein- staklinginn. Mér finnst ekkert endi- lega þau baráttumál vera á oddin- um þegar pólitíkin er annars vegar, ekki einu sinni hjá þeim flokki sem ég hef alltaf treyst og styð enn.“ Já, styður enn? „Já. Ég treysti Bjarna, ég hef unnið með honum og veit hvaða mann hann hefur að geyma. Ég segi við fólk sem er að gagnrýna hann og Sigmund Davíð: Gefið þeim svigrúm, sýnið þeim sanngirni. En þeim verður ekki hlíft ef þeir vinda sér ekki í verk- efnin sem fólk er að kalla eftir. Ég hef trú á þeim þótt þeir hafi gert stór mistök með því að hætta aðildar viðræðum við ESB. Það var heimskulegt og ekki í þágu íslenskra hagsmuna. Ætli það væri ekki tölu- vert hægara að aflétta gjaldeyris- höftunum í samstarfi við Evrópu- sambandið og Alþjóða bankann og fleiri stofnanir en að vera einangr- uð? Nú, eða hafa svigrúm og stuðn- ing við mótun nýrrar peningamála- stefnu. Hvað þýðir það fyrir íslensk heimili eða fyrirtæki að vera 10-12 ár í höftum eins og merkir hagfræð- ingar hafa leitt líkur að? Það er tipl- að á tánum í kringum það hvaða vaxtabyrði íslensk heimili þurfa að þola. Ég var að lesa að herkostnaður við gjaldmiðilinn eins og hann er í dag væri 120-150 milljarðar á ári. Svo lætur fólk eins og það sé bara fínt að slíta aðildarviðræðunum og henda mikilvægum valkosti fyrir okkur út af borðinu. Þetta er bara fáránlegt.“ Hefurðu engar áhyggjur af stöðu sjávarútvegs og landbúnaðar ef Ísland gengur í Evrópusambandið? „Ég er talsmaður öflugs íslensks sjávarútvegs og íslensks land- búnaðar. En ég vil forðast umræð- ur eins og: Annaðhvort ert þú á móti Evrópusambandinu eða þú ert ekki sannur Íslendingur. Annaðhvort viltu landbúnaðarkerfi eins og það er nú eða þú ert á móti bændum. Annaðhvort ertu með flugvellin- um eða á móti allri landsbyggð- inni. Það eru svo miklar öfgar í allri umræðunni. Sjálf hef ég alltaf verið á móti því að færa flugvöllinn en það má alveg hlusta á röksemd- ir hinna sem vilja hann burt. Það er auðvitað fullt af verð mætum í Vatnsmýrinni. Við sem styðjum flugvöll þar verðum að minnsta kosti að geta svarað því hvert við viljum að byggðin þróist á höfuð- borgarsvæðinu og hver eigi að bera kostnaðinn af því. Þessi öfgakennda umræða á öllum málasviðum finnst mér skemma mest í íslensku sam- félagi. Það er allt „annaðhvort eða“. Ég er orðin pínu þreytt á því.“ Önnur krafa til kvenna en karla Nú var Bjarni þátttakandi í vafa- samri fjármálastarfsemi en ÞORGERÐUR KATRÍN „Mér fannst afskaplega vont þegar ég var í ríkisstjórn þegar Sigríður Anna fór úr stjórninni og ég varð ein eftir með sjálfstæðisstrákunum, eins og þeir eru indælir. Hver rödd skiptir svo miklu máli.“ STJÓRNMÁLAMENN Enn sárara er að sjá á eftir fólki úr pólitík með bullandi hæfileika eins og Gísla Marteini. Það er eitthvað að ef Sjálfstæðis- flokkurinn leyfir ekki fleiri en eina skoðun, hvað þá um- ræðu á tilteknum sviðum. GERUM ÖLL MISTÖK Ég hef stundum sagt dómadagsdellu eins og þegar ég sagði blessaða danska sérfræðingnum hjá Merrill Lynch að fara í endurmenntun þegar hann var með ábendingar varð- andi íslenskt efnahagslíf. EVRÓPUSAMBANDIÐ Svo lætur fólk eins og það sé bara fínt að slíta aðildar- viðræðunum og henda mikilvægum valkosti fyrir okkur út af borðinu. Þetta er bara fáránlegt. STAÐA KVENNA Mér finnst skipta máli að hlustað sé á konur á þeirra eigin forsendum og að þær séu ekki alltaf viðhengi einhvers annars. ÞORGERÐUR KATRÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.