Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 2
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Magnea, þýðir eitthvað að kenna fólki að þýða? „Það þýðir ekki annað en að reyna því án þýðenda væri tilveran alveg þýðingarlaus.“ Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi er for- maður Bandalags þýðenda og túlka sem stóð fyrir dagskrá í Háskóla Íslands í gær. Þar var meðal annars reynt að svara þeirri spurningu hvort hægt sé að kenna þýðingar. SKÓLAMÁL Lengra verður ekki kom- ist í niðurskurði til Mennta skólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru fram- lög, alls um 54 þúsund á nem- anda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætl- aðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldr- ar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi forn- máladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þess- ara þátta heldur þvert á móti saum- að enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi mál- efnalegar skýringar á því.“ Borgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismun- un felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nem- endur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármun- um sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónust- unni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðug- leika að stríða.“ thorgils@frettabladid.is MR-ingar segja ekki hægt að skera meira Formenn foreldrafélags og skólanefndar Menntaskólans í Reykjavík deila á að framlög til skólans hafi lækkað síðustu ár. Rektor segir að hagræðing komi niður á starfi skólans. Fjárlagafrumvarp fyrir 2014 verður kynnt á Alþingi í dag. Menntaskólinn í Reykjavík fær lægsta fjárframlag allra framhaldsskóla þegar litið er til upphæðar á hvern nemanda. Framhaldsskólinn á Laugum fær hæst framlag. Fjárframlög á nemanda (þús. kr.): 2009 2012 2013 Menntaskólinn í Reykjavík 576 551 545* Verzlunarskóli Íslands 623 638 660 Menntaskólinn á Akureyri 670 690 713 Verkmenntaskóli Austurlands 1.134 1.293 1.322 Framhaldsskólinn á Laugum 1.236 1.484 1.574 *Heildarframlag til MR árið 2013 nam 599.000 á hvern nemanda, en það ár kemur inn framlag vegna húsnæðiskostnaðar, sem nemur 54.000 krónum á nemanda. Sílækkandi framlög til MR EKKI VERÐI SKORIÐ MEIRA NIÐUR Formenn foreldrafélags og skólanefndar MR, ásamt rektor, deila á niðurskurð í framlögum til skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORGAR ÞÓR EINARSSON ALÞINGI Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það skýran vilja allra hlutaðeigandi að álver Norðuráls í Helguvík taki sem fyrst til starfa. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrir spurn Oddnýjar G. Harðardóttur alþingismanns um álversframkvæmdir í Helguvík. Þar segir að iðnaðarráðherra hafi á undan förnum mánuðum fundað með flest- um þeim aðilum sem tengjast verkefninu, þar á meðal fulltrúum orkufyrirtækjanna, og að ráðherra ætli að beita sér fyrir fram- gangi verkefnisins. „Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við hefur iðnaðarráðherra lýst mjög skýrt yfir stuðningi við byggingu álvers í Helguvík og hafa stjórnarflokkarnir talað einni röddu í því máli. Er þar um grundvallarbreytingu að ræða frá því sem var í tíð fyrri ríkis- stjórnar,“ segir í svari ráðherra. Ragnheiður segir Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, stefna ótrautt að byggingu álversins. „Ríkisstjórnin mun styðja við þau áform af heilum hug og gera allt sem í hennar valdi stendur til að verkefnið geti orðið að veruleika,“ segir iðnaðarráðherra. - hg Iðnaðarráðherra segir Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, stefna ótrautt að byggingu álvers: Segir mikinn stuðning við álver í Helguvík HELGUVÍK Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, stefnir enn að byggingu álvers í Helguvík. DÓMSMÁL Tuttugu og fjögurra ára gamall karl- maður var dæmdur í eins og hálfs árs óskilorðs- bundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var sakfelldur fyrir að ráðast á annan mann í umferðinni nærri Olís í Norðlingaholti með þeim afleiðingum að sá féll í götuna og missti meðvitund. Mennirnir voru að aka frá bifreiðastæði við Olís með fyrirhugaða akstursstefnu austur Norðlinga- braut þegar brotaþoli flautaði „létt“ á hann eins og hann lýsti fyrir dómi. Úr varð að sá dæmdi fór út úr bílnum, þar sem fyrir voru kærasta hans og lítið barn, gekk að bifreið mannsins og fór að ýta eða pota í hann í gegnum rúðuna. Fórnarlambið fór þá út úr bílnum og rifust þeir nokkuð áður en árásarmaðurinn sló síma úr höndum hans og gekk í burtu. Elti brotaþolinn hann þá að bílnum og sló þar í spegil bifreiðarinnar. Vitni lýsa því að þá hafi einhver átök átt sér stað, sem enduðu með því að brotaþolinn féll í götuna og rotaðist. Við það flýði hinn dæmdi og hringdi sjálfur á lögreglu skammt frá. Í niðurstöðu dómsins segir svo: „Má telja mildi að ekki hafi verr farið, en brotaþoli féll á hnakka í mal- bikið og rotaðist. Í stað þess að huga að brotaþola og tryggja öndun hjá honum fór ákærði þegar á brott og yfirgaf brotaþola. Var framferði ákærða þennan dag í alla staði ámælisvert.“ - vg Maður dæmdur í fangelsi eftir að hafa ráðist á karlmann í umferðinni: Þeytti bílflautu og var rotaður OLÍS Árásin átti sér stað skammt frá bensínstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Fyrsta Bleika slaufan, tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum, var afhent í gær í bleika her- berginu í Hörpu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti slaufuna sem í ár er hönnuð og smíðuð af ORR. En slaufan er ekki það eina sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir í október. „Þetta er í fjórtánda sinn sem herferðin er sett í gang,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. „Okkur langaði að hafa nýjan vinkil á herferðinni í ár. Fagna lífinu og þeim sigrum sem hafa náðst.“ Því er nú staðið fyrir bleiku uppboði í bleika herberginu inni á vefsíðu átaksins. Fyrst verður endurkoma Tvíhöfð- atvíeykisins, Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar, boðin upp þann 2. október og í kjölfarið hinir ýmsu hlutir og málefni. „Þetta er hvert öðru skemmtilegra,“ segir Sandra. - nej Árveknisátakið Bleika slaufan með stærra sniði í ár en áður: Bjóða upp endurkomu Tvíhöfða FRAMTÍÐARFÓLKIÐ „Heilbrigðisráðherra nældi fyrstu slaufuna í fulltrúa nemenda úr heilbrigðisvísindum frá HÍ, HR og HA,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. „Þau eru framtíðin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur karlmaður, Helgi Már Barðason, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum í Héraðsdómi Norðurlands eystri í síðustu viku. Helgi Már var meðal annars dæmdur fyrir að hafa haft uppi kynferðislega tilburði og sært blygðunarsemi drengjanna í gegnum netið. Þá mælti hann sér mót með einum af drengjunum og braut alvarlega á honum með þeim afleiðingum að hann hefur átt erfitt uppdráttar síðan. - vg Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Tvö og hálft ár fyrir barnaníð HJÁLPARSTARF „Við viljum vekja athygli á ástandinu sem ríkir innan Sýrlands og hjá flótta- mönnum þar,“ segir Sólveig Ólafs- dóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Nú stendur yfir söfnun fyrir Sýrland, þar sem talið er að yfir fjórar milljónir séu á flótta. Á vef og Facebook-síðu Rauða krossins má finna staðreyndir um ástandið. „Við viljum fá fólk til þess að sýna samstöðu með því að birta myndir af sér á Facebook og skrifa með hugleiðingar um ástandið.“ - nej Söfnunarátak fyrir Sýrland: Fjórar milljónir manna á flótta SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.