Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 16
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Lestrarhátíð í Reykjavík er ár legur viðburður og verður í ár helguð borgar ljóðum,“ segir Kristín Viðars- dóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíð- ina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóð- línur utan á og inni í strætó, í strætó- skýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgar- stjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver við- burðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmennta- borgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóð- línur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrar hatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvef- ina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmennta- borgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkur- borg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp. fridrikab@frettabladid.is Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa Lestrarhátíðin Ljóð í leiðinni hefst í dag. Þemað í ár er borgarljóð og verður ljóðum og ljóð- línum meðal annars komið fyrir á strætisvögnum og í biðskýlum, opnað ljóðakort af Reykja- vík, gefi n út ljóðabók og fl eira og fl eira. Almenningur er hvattur til að taka virkan þátt. LJÓÐ Í LEIÐINNI „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Bókmenntaborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elsku dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, SÓLVEIG REYNISDÓTTIR Brekkuási 5, Hafnarfirði, sem lést 24. september, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 2. október kl. 15.00. Dóra S. Guðmundsdóttir Eyjólfur Reynisson Guðbjörg S. Sigurz Sigrún Reynisdóttir og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA ENGILRÁÐ ALEXANDERSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg, áður Efstasundi 77, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 28. september. Þröstur G. M. Eyjólfsson Karen Jónsdóttir Inga Dóra Eyjólfsdóttir Alexander F. Eyjólfsson Hjördís Sveinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELENA RAKEL MAGNÚSDÓTTIR Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi, þriðjudaginn 24. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Katrín Markúsdóttir Pétur Th. Pétursson María Markúsdóttir Sigtryggur Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARIN MAGNÚSSON er látin. Útförin verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi fimmtu daginn 3. október klukkan 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Karinar er bent á minningarsjóð líknardeildar Landspítalans Kópavogi. Orri Ólafur Magnússon Áslaug Emma Magnússon Tatjana og Rudolf Zens og barnabörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIEMSEN lyfjafræðingur Svöluhrauni 12, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 28. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 8. október næstkomandi kl. 15.00. Auður Snorradóttir Guðmundur Siemsen Hrund Ottósdóttir Snorri Siemsen Jón Kjartan Ágústsson Rósa Siemsen Jóhann David Barðason Anna Sigríður Siemsen og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SJAFNAR ÞÓRARINSDÓTTUR Hrísmóum 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar Landspítalans. Óli Kr. Jónsson Jón Þór Ólason Ragna Soffia Jóhannsdóttir Gústav Óli Jónsson Edda Líf Jónsdóttir Bjartur Þór Jónsson Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR frá Öngulsstöðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Furuhlíðar, Dvalarheimilinu Hlíð, fyrir einstaka umönnun. Sigurgeir Halldórsson börn, tengdabörn og fjölskyldur. Kvennaskólinn í Reykjavík var settur í fyrsta skipti þennan mánaðardag árið 1874. Hann er einn af elstu skólum landsins. Fyrsti skólastjóri Kvenna- skólans var Þóra Melsteð. Hún var stofnandi skólans, ásamt manni sínum, Páli Melsteð. Upphaflega var Kvenna- skólinn til húsa á heimili þeirra hjóna við Austurvöll. Árið 1878 létu þau rífa húsið og byggðu nýtt og stærra hús á sama stað á eigin kostnað en árið 1909 flutti skólinn í eigið húsnæði að Fríkirkjuvegi 9. Eins og nafnið gefur til kynna var Kvennaskólinn eingöngu fyrir stúlkur og framan af var töluverð áhersla lögð á fatasaum, handavinnu og teikningu í skólanum. Þannig var það fyrstu öldina sem hann starfaði en haustið 1977 hóf fyrsti pilturinn þar nám. ÞETTA GERÐIST: 1. OKTÓBER 1874 Kvennaskólinn tók til starfa HEFÐ Peysufatadagurinn er fastur liður í félagslífi Kvennaskólans. MERKISATBURÐIR 1933 Ásta Magnúsdóttir verður fyrst kvenna til að gegna opin- beru embætti á Íslandi er hún er skipuð ríkisféhirðir. 1947 Tekin er upp skömmtun á ýmsum varningi, eins og korn- vöru, kaffi, sykri, búsáhöldum og hreinlætisvörum, til að spara gjaldeyri. 1955 Fyrsta kjörbúðin er opnuð í Reykjavík, Liverpool í Austur- stræti. 1979 Mesta sólarhringsúrkoma hér á landi mælist á Kvískerjum í Öræfum, 243 millimetrar á einum sólarhring. 1981 Ökumenn og far- þegar í framsæti bif- reiða eru skyldaðir til að spenna öryggisbeltin við akstur. 2003 Eyririnn er lagður niður og ein króna verð- ur minnsta gjaldmiðils- eining á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.