Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEILBRIGÐISMÁL „Við óttumst að það komi í okkar hlut að velja og ákveða í hvaða bráðaútköll verður farið á kvöldin og nótt- unni,“ segir Ármann Höskulds- son, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suður- lands. Eins og komið hefur fram í fréttum vantar stofnunina 30 milljónir króna til að halda úti óbreyttum sjúkraflutn- ingum en í dag eru tvær áhafnir sjúkra- bíla mannaðar a l lan sólar- hringinn. HSu ræður yfir fjórum sjúkrabíl- um og sextán starfa við sjúkra- flutninga. Ef ekki fæst meira fjármagn verður að fækka sjúkraflutninga mönnum um fjóra um áramótin. Ármann segir að það þýði breytingu á vaktakerfi. „Við verðum með eina sjúkrabílaá- höfn á vakt frá klukkan tíu á kvöldin og til níu morguninn eftir. Ef sjúkraflutningamenn- irnir verða í útkalli og upp koma bráð tilfelli eða alvarleg slys verður enginn til taks. Þetta er mjög bagalegt því þrjátíu pró- sent allra bráðatilfella koma upp á þessum tíma sólarhrings,“ segir Ármann og bætir við að sjúkraflutningamenn séu veru- lega áhyggjufullir. Árnessýsla er átta þúsund fer- kílómetrar. Íbúar eru um fimm- tán þúsund og þar eru tíu þétt- býlisstaðir. Auk þess eru um átta þúsund sumarhús í sýsl- unni. Meðalvegalengd í útkalli er um 85 kílómetrar. Ármann segir að sjúkraflutn- ingamenn hjá FSu séu jafn- margir og þeir voru 1998. En frá þeim tíma hafi útköllum fjölgað um 100 prósent. „Við höfum náð að sinna þessu þokkalega með þessari mönnun en við erum mjög óttaslegnir ef kemur til þess að það verði fækkað í hópn- um,“ segir hann. johanna@frettabaldid.is Veikir og slasaðir gætu þurft að bíða eftir sjúkraflutningi Fái Heilbrigðisstofnun Suðurlands ekki meira fjármagn þarf að fækka sjúkraflutningamönnum um fjóra. Þá yrði einn sjúkrabíll til taks á kvöldin og á nóttunni í stað tveggja. Þriðjungur útkalla er á þeim tíma sólarhrings. ÓTTAST FÆKKUN Ármann Höskulds- son segir að sjúkraflutn- ingamenn í Árnessýslu hafi veru- legar áhyggj- ur af fækkun sjúkraflutn- ingamanna. ÁRMANN HÖSKULDSSON Sjúkraflutningamenn hjá HSu á Selfossi fóru í 1.890 útköll á síðasta ári. Af þeim voru 630 útköll þar sem fólk var lífshættulega veikt eða slasað. Í rúmlega 900 útköllum var talið að um bráð veikindi væri að ræða eða slys þar sem fólk var ekki talið í lífshættu. Í hvert útkall fóru að meðaltali tvær klukkustundir og tuttugu mínútur. Sjúkraflutningamenn á Selfossi hafa sinnt rúmlega 1.400 útköllum það sem af er þessu ári sem er líkur fjöldi og á sama tíma og fyrir ári. ➜ Hátt í tvö þúsund útköll á ári ÚTKÖLL SJÚKRAFLUTNINGA HSU Á SELFOSSI 2012 2011 2010 2009 2008 2007 2006 2000 1750 1500 1250 1890 1642 1558 1718 1646 1391 1698 Ár Fjöldi MENNTUN Hagstofa Íslands hefur reiknað út meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunn- skólum sem reknir eru af sveitar- félögum og er niðurstaðan sú að meðalverð nemanda er rétt tæp- lega ein og hálf milljón króna. Útreikningur Hagstofunnar er byggður á ársreikningum sveitar- félaga fyrir liðið ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga til þess dags sem útreikningur er gerður. Niðurstöður útreikningsins eru því þær að áætlaður rekstrar- kostnaður á hvern nemanda í grunnskólum sé 1.466.718 krónur í september 2013. - vg Hagstofan reiknaði kostnað: Neminn kostar 1,5 milljónir NEYTENDUR Frá ársbyrjun hefur orðið veruleg söluaukning á rjóma, ostum, drykkjarmjólk og sprenging í smjörsölu, sam- kvæmt tilkynningu frá Mjólkur- samsölunni. Fyrirtækið býst við áfram- haldandi þróun næstu vikur og fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa ákveðið að kaupa alla fram- leiðslu bænda fullu afurða- stöðvaverði frá októberbyrjun til áramóta. - vg Mikil söluaukning á smjöri: Sala á smjöri eykst til muna REYKJAVÍKURBORG Tillögur Jóns Gnarr borgarstjóra um aðgerðir í ellefu liðum til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkur borg verða ræddar á fundi borgarstjórnar í dag. Í október 2012 var leiðréttur launamunur á heildarlaunum kynjanna 5,8 prósent. Aðgerðahópur um kynbundinn launamun sem borgarstjóri skipaði í apríl 2012 skilaði skýrslu í byrjun september og eru til- lögur borgarstjóra byggðar á henni. Samkvæmt tillögunum verður núverandi fyrirkomulag fastra yfirvinnusamninga endurskoðað en launamunurinn birtist helst í yfirvinnu- og akstursgreiðslum. Einnig stendur til að innleiða kynhlutlaust viðbótarlaunakerfi, aðgengi að upplýsingum um laun og þróun launa stórbætt og stjórnendur koma til með að fá fræðslu með reglubundnum hætti. Launamunur hjá Reykjavíkurborg hefur minnkað síðan 2009. Í krónum talið úr 48.654 krónum í 35.944 krónur. - nej Leiðréttur launamunur á heildarlaunum 5,8%: Borgarstjórn gegn launamun kynjanna PERSÓNUVERND Maður sem taldi sig hafa verið beittan harðræði við handtöku á veitingastað í Kringl- unni mátti ekki fá upptöku af hand- tökunni úr eftirlitsmyndavél, sam- kvæmt úrskurði Persónuverndar. Það var lögreglumaðurinn sem sá um handtökuna sem kvartaði vegna málsins. Maðurinn sem var hand- tekinn fékk sér lögfræðing vegna málsins og sá fékk upptökuna af meinta harðræðinu afhenta. Lögreglumaðurinn taldi að þegar lögreglan óskaði eftir sömu upp- töku hafi hún ekki fengið hana afhenta. Því neitar forsvarsmaður veitinga staðarins og segir í úrskurði Persónu verndar að framkvæmda- stjóri hans haldi því fram að hann hafi afhent lögreglu upptökurnar jafnskjótt og þeirra var óskað. Hann gaf jafnframt skýrslu um málið. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að framkvæmdastjóra veit- ingastaðarins hafi verið óheimilt að afhenda lögmanninum upptökuna, honum hafi einungis verið heimilt að afhenda lögreglu hana. - vg Mátti ekki afhenda upptöku af meintu harðræði lögreglu öðrum en lögreglu: Óheimilt að afhenda upptöku KRINGLAN Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Portinu í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Embætti land- læknis og heilsuklasinn Heilsu- vin skrifa á morgun undir sam- starfssamning um „Heilsueflandi samfélag“ í Mosfellsbæ. „Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu,“ segir á vef Landlæknis. Verkefnið eigi að ná til allra aldurshópa í gegnum skóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla að góðri heilsu- og auknum lífsgæðum. - gar Landlæknir og Mosfellsbær: Nýr rammi um heilsueflingu DÓMSMÁL Baldur Kolbeinsson var dæmdur í tíu mánaða óskil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi fyrir að hafa ráðist á þrjá fangaverði á Litla-Hrauni fyrr á árinu. Hann veittist með ofbeldi að fangavörðunum og sló meðal annars ítrekað í höfuð eins þeirra svo gleraugu hans fóru af. Baldur afplánar þegar dóm fyrir fjölmörg afbrot. Honum er einnig gert að greiða allan málskostnað vegna dómsmálsins. - vg Fangi fær tíu mánaða dóm: Dæmdur fyrir árás á þrjá verði KYNBUNDINN LAUNAMUNUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG MINNKANDI MUNUR Þrátt fyrir að launamunur kynjanna sé enn til staðar hefur hann minnkað síðan árið 2009. Á myndinni til vinstri má sjá hversu mikið launamunurinn hefur minnkað í krónum talið, annars vegar árið 2009 og hins vegar árið 2012. 48.654 35.944 3,7% 3,4% . 2012 2009 Munur á dag- vinnulaunum kynja í pró- sentum Munur á heildar- launum kynja í krónum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.