Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 BÍLAR E inn af sögufrægari bílum íslenskrar bíla- sögu er „Haga músin“, eða Renault 11CV, sem fluttur var inn í 195 eintökum í einu lagi árið 1947 án tilskil- inna leyfa, á tímum innflutnings- hafta. Dómsmál gekk út af þess- um innflutningi, en á meðan dvöldu þessir bílar innan girð- ingar nálægt Haga við Hofsvalla- götu og biðu þess að gegna mik- ilvægu hlutverki. Þaðan er heit- ið skemmtilega „Hagamúsin“ komið. Voru þeir af árgerð 1946. Fluttir inn án tilskilinna leyfa Innflutningsaðili þessara bíla var Reinhard Lárusson og átti hann fyrirtækið Columbus hf. sem hafði umboð fyrir Renault-bíla á Íslandi. Reinhard hafði árið áður flutt inn 147 Renault-bíla, en þegar kom að þessum innflutn- ingi hafði hann aðeins fengið innflutnings- og gjaldeyris leyfi fyrir fjórum bílum, en svo voru allt í einu komnir 195 bílar til landsins og var hann þá kærður. Fór svo að Reinhard var dæmdur til hárra fjársekta og allir bílarn- ir, fyrir utan þá fjóra sem hann hafði fengið leyfi fyrir, gerð- ir upptækir af ríkinu. Var þeim komið fyrir við Haga og máttu dúsa þar í rúmt ár. Þá var tekin ákvörðun um að styrkja nýstofn- að happdrætti SÍBS og voru bíl- arnir notaðir sem aðalvinningar í fyrsta stórhappdrætti hins nýja félags. Fólksbílunum  ölgaði skyndilega um sex prósent Innflutningur þessara bíla vakti á sínum tíma mikla athygli en árið 1947 voru fluttir inn 7.164 bílar, þar af 3.479 fólksbílar. Því fjölg- aði fólksbílunum skyndilega um sex prósent með þessum innflutn- ingi Reinhards. Undir vélarhlíf- inni á Renault 11CV var fjögurra strokka vél sem skilaði tíu hest- öflum. Ekki hafa mörg eintök af þessum sérstaka bíl varðveist en eitt þeirra á þó Ólafur Steinars- son, nýráðinn sveitarstjóri á Þórs- höfn, en hann gerði bílinn upp á þann ágæta hátt sem á myndinni sést. Hann eignaðist bílinn fjór- tán ára og gerði hann upp með að- stoð föður síns og annarra góðra manna. Bíllinn er þó staddur í Reykjavík nú, þar sem Ólafur alla jafna býr. Annað eintak er á byggðasafninu í Görðum skammt frá Akranesi og bíll í ökuhæfu ástandi í Vík í Mýrdal. Enn frem- ur stendur til að gera upp einn á samgönguminjasafninu að Stóra- gerði í Skagafirði. Heimilisbíll margra Íslendinga Svo skemmtilega vill reyndar til að á heimili greinarritara var svona bíll heimilisbíllinn til margra ára og var hann aðal- lega keyrður af móður hans, en annar bíll var tiltækur á heim- ilinu. Hann fór nokkrar söguleg- ar ferðir út á land og þá yfirleitt troðinn af farþegum og farangri. Þar sem foreldrar móðurinnar á heimilinu bjuggu á Siglufirði voru ferðir tíðar þangað og varð á þeim tíma að fara um Siglu- fjarðarskarð, fyrir gerð Stráka- ganga. Urðu þá farþegar oft að fara úr bílnum og ýta honum upp erfiðustu kaflana, enda engir kraftar í kögglum „Hagamúsar- innar“. Minnisstæð eru einnig þau mistök greinarritara á frost- köldum morgni að leggja varir sínar að stálgrind sem stóð upp úr framsætunum og festa þær rækilega á helfrosnu stálinu. Reyndist þrautin þyngri að að- skilja þær og stöngina köldu. HAGAMÚSIN Á STAÐ Í HJÖRTUM MARGRA Árið 1947 voru fluttir inn 195 Renault 11CV-bílar án tilskilinna innflutnings- og gjaldeyrisleyfa og gerðir upptækir af ríkinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.