Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 6
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 TYRKLAND, AP Forsætisráðherra Tyrklands kynnti í gær tilslakanir gagnvart Kúrdum, sem fela meðal annars í sér að tungumáli Kúrda verður gert hærra undir höfði en hingað til. Kúrdar eru hins vegar ekki sáttir og telja allt of skammt gengið. Til dæmis verður börnum Kúrda ekki frekar en hingað til leyft að stunda skólanám á móðurmáli sínu, en þau hafa þó fengið heimild til að sækja einkaskóla þar sem leyfilegt verður að kenna sumar námsgreinar á kúrdísku. Mánuðum saman hefur verið beðið eftir því að Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra kynnti áform sín í þessum efnum, enda höfðu Kúrdar í vor fallist á vopnahlé í trausti þess að verulegar umbætur yrðu gerðar á stöðu þeirra í Tyrklandi. Erdogan kynnti þessi áform í gær og sagði þær mikilvægar lýðræðisumbætur, sem sýni að Tyrk- land sé óðum að lýðræðisvæðast undir stjórn hans og flokks hans, Réttlætis- og þróunar- flokksins. „Þetta er ekki lýðræðispakki heldur kosninga- pakki Réttlætis- og þróunarflokksins,“ segir Gultan Kisanak, annar tveggja leiðtoga flokks Kúrda á tyrkneska þinginu. Réttindabarátta Kúrda í Tyrklandi, sem ekki síst snýst um stöðu tungumáls þeirra, hefur á síðustu áratugum kostað tugi þúsunda lífið. - gb Tyrkir kynna tilslakanir gagnvart Kúrdum, sem áratugum saman hafa barist fyrir auknum réttindum: Kúrdar ósáttir við tilslakanir Erdogans RECEP TAYYIP ERDOGAN Forsætisráðherra Tyrklands kynnti lýðræðisumbætur á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ? VINNUMARKAÐUR Alger sam- staða virðist vera innan verka- lýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um að kjarasamn- ingar verði gerðir til skamms tíma og er rætt um sex til tólf mánaða samning. Menn leggja líka mikla áherslu á stöðugleika sem forsendu aukins kaup máttar. Talsmenn Samtaka atvinnu- lífsins hafa lýst þeirri skoðun sinni að lítið svigrúm sé til launa- hækkana, svigrúmið sé hálft til tvö prósent. Björn Snæ- björnsson, for- maður samn- inganefndar Starfsgreina- sambandsins, telur að svig- rúmið sé meira. Hann telur til að mynda að útflutnings- greinarnar, fiskvinnslan og ferðaþjónustan hafi bolmagn til meiri hækk- ana. Björn segir að ein krafa sé skýr og það sé að hækka lægstu laun. Gagnvart ríkis valdinu geri Starfsgreina- sambandið þá kröfu að persónu- afsláttur verði hækkaður. „Við höfum ekki sett fram neina tölu í því sambandi en það munar um hvern þúsundkallinn. Þetta getur verið blanda af launahækkunum og skattabreytingum til að auka kaupmáttinn,“ segir Björn og bætir við að krafan um aukinn kaupmátt sé númer eitt, tvö og þrjú. Þá segir hann að hið opinbera verði að koma á betra húsnæðis- og leigukerfi á félaglegu grunni. „Hálfs til tveggja prósenta launahækkun kemur ekki til greina nema eitthvað fleira komi til,“ segir Ólafía Rafnsdóttir, for- maður VR. Hún segir að sam- kvæmt kjarakönnun sem var gerð meðal félagsmanna í VR hafi komið fram krafan um stöðug- leika sem forsendu kjarasamn- inga. Önnur atriði sem eru félags- mönnum í VR ofarlega í huga eru minni skattheimta og aðgerðir til að draga úr skuldavanda heimil- anna. Þetta ásamt afnámi verð- tryggingar á lánum og virðis- aukaskatts á mat vælum töldu félagsmenn í VR mikil vægar áherslur í gerð kjarasamninga. Ólafía segir að ríkisvald- ið, sveitarfélögin, verkalýðs- hreyfingin og Samtök atvinnu- lífsins verði að koma að samningaborðinu eigi að takast að semja um aukinn kaupmátt. „Við höfum séð launahækkanir fuðra upp á verðbólgubálinu og vitum að samstaða er eina færa leiðin út úr vítahring verðbólgu. johanna@frettabladid.is Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun.is www.sorg.is sorg@sorg.is Sr. Svavar Stefánsson fjallar um sjálfsvíg á fyrirlestri hjá Nýrrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, 3. október n.k. í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 Í kjölfarið fer af stað stuðningshópur fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Sjá vetrardagskrá Nýrrar dögunar á www.sorg.is Allir velkomnir. Fyrirlestur um sjálfsvíg Fjölbreyttir tímar þar sem bæði er dansað ZUMBA Fitness og ZUMBA Toning. Einföld og skemmtileg dansspor. Hefst 8. október Þri. og fim. kl. 16:30 Þjálfari: Hjördís Zebitz Verð kr. 13.900.- í form! TILBOÐ ÓSKAST Í: - fasteignina að Nýbýlavegi 10, Kópavogi - rekstur Bílasprautunar og réttinga Auðuns - tæki og búnað Bílasprautunar og réttinga Auðuns Nánari upplýsingar veita Ólafur Örn Svansson hrl. eða Halldór Reynir Halldórson hdl., Forum lögmönnum, Aðalstræti 6, Reykjavík, síma 562 3939. Opið hús verður haldið að Nýbýlavegi 10 þriðjudaginn 1. október n.k. milli kl. 16 og 17. Tilboð þurfa að hafa borist til skrifstofu Forum lögmanna eigi síðar en kl. 16 fimmtudaginn 3. október n.k. Starfsgreinasambandið er fjölmennasta landssamband verkafólks á Ís- landi, en félagar í sambandinu eru rúmlega 52 þúsund. Fullgildir félags- menn VR eru hátt í þrjátíu þúsund talsins og starfa við meira en eitt hundrað starfsgreinar. Semja fyrir um 80 þúsund launþega Vilja meiri kaupmátt og minni skattbyrði Áherslur verkalýðshreyfingarinnar eru smátt og smátt að skýrast. Samstaða er um skammtímasamning sem feli í sér kaupmáttaraukningu. Starfsgreinasambandið vill hækkun persónuafsláttar. Félagmenn í VR leggja áherslu á minni skattheimtu. BJÖRN SNÆBJÖRNSSON HÆKKUN PERSÓNU- AFSLÁTTAR S tarfsgreina- sambandið telur að fiskvinnslan sé ein þeirra starfs- greina sem hafi bolmagn til að hækka laun. Sam- bandið leggur líka áherslu á að stjórnvöld hækki persónuafslátt. ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR VILJA AUKINN KAUPMÁTT Verkalýðshreyfingin vill að komandi kjarasamningur skili auknum kaupmætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Frá hvaða landi eru hjónin Haile Kebede og Tsgie Yirga, sem kynntust hér á landi? 2. Hve margir eru nú á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu? 3. Hvert verður farið með Ólympíu- kyndilinn þann 7. nóvember næst- komandi? SVÖR:1. Frá Eþíópíu. 2. 279. 3. Út í geiminn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.