Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 34
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26
Þarna er rakin saga félagsins á þessum árum, jafnt innan vallar sem utan
og verður hún prýdd fjölda mynda.
Aftast í bókinni verður HEILLAÓSKASKRÁ (LIST OF HONOUR). Þar geta
þeir sem gerast áskrifendur að bókinni fengið nafnið sitt skráð undir
þakkarorðum til Sir Alex, en bókin verður síðan afhent honum.
Verð bókarinnar verður kr. 5.980 (auk 800 króna sendingargjalds)
og þarf að greiða hana fyrirfram (með korti eða leggja inn á reikning). Þeir
100 fyrstu sem panta fá jafnframt að gjöf FÓTBOLTASPILIÐ.
Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 (og eftir kl. 16 í s. 692-8508)
Einnig er hægt að panta bókina í netganginu: holar@holabok.is
SIR ALEX - áskrift!
Í nóvember kemur út bókin SIR ALEX -
HINN MAGNAÐI FERGUSON-TÍMI HJÁ
MANCHESTER UNITED 1986-2013,
eftir Guðjón Inga Eiríksson
– fyrir lifandi heimili –
| REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK |
H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð &
O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R
Afb. á mán. m.v.
2 mán. vaxtalaust lán
3,5% lántökugj.
1
AÐEINS
10.514
KRÓNUR
ALICIA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm. Dýnustærð 130x199 cm.
Litir: Rautt, dökkgrátt, grænt, svart, ljósgrátt og rósótt slitsterkt áklæði.
ALICIA Svefnsófi
FÓTBOLTI „Ég er ekkert að hata að
tímabilið sé búið. Þetta er orðið
gott,“ segir Daníel Laxdal, fyrirliði
karlaliðs Stjörnunnar. Daníel var
á leiðinni á sína síðustu æfingu á
tímabilinu í gær þegar blaða maður
heyrði í honum hljóðið.
Fyrirliðinn hefur spilað 2.550
mínútur í deild og bikar í sumar.
Afrekið verður seint slegið. Daníel
spilaði hverja einustu mínútu í
22 deildarleikjum Stjörnunn-
ar og sömuleiðis alla fimm
leikina í bikarkeppninni. Þar
fór Stjarnan fjórum sinnum í
framlengingu í fimm leikj-
um. Við bætast því fjór-
um sinnum 30 mínút-
ur, 120 mínútur alls,
en Stjarnan fór alla
leið í úrslitin þar
sem liðið tapaði
gegn Fram. Alltaf
var Daníel inni á
vellinum.
„Ég er ekki á
neinu sérstöku
mataræði,“ segir
Daníel, spurður hvaðan
orkan komi. Hann segist í raun gera
það sem hann vilji hvað mat snerti
og það virðist skila sér. Þá man
hann eftir einu.
„Mamma má eiga það að hún er
alltaf með hágæðamat daginn fyrir
leik,“ segir Daníel. Yfirleitt sé gott
kjöt á boðstólum fyrir bræðurna og
það hljóti að hjálpa. Jóhann, yngri
bróðir Daníels, leikur einnig með
Stjörnunni.
Á fimm mánaða keppnistíma-
bili getur ýmislegt komið upp á.
Varnarmenn þurfa oft að taka út
leikbönn en Daníel fékk aðeins
þrjú gul spjöld í sumar. Þá var
hann heppinn með meiðsli,
sem hefur ekki alltaf
verið tíðin á þeim
bænum.
„Inni á milli
er maður aumur
en maður harkar
það bara af sér,“ segir Daníel
og bætir við að hann sé prúð-
mennið uppmálað á velli.
Því myndu fáir mótmæla þó
fullyrðing miðvarðarins hafi
verið á léttu nótunum. - ktd
Gott kjöt hjá mömmu
Daníel Laxdal spilaði hverju einustu mínútu í sumar.
FÓTBOLTI Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska
knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð
hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu
fyrsta tímabili.
Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð
fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið
að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum
en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á
leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem
þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt
tækifæri hjá Elfsborg.
Eins manns dauði er annars brauð
„Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski
vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.
„Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru
látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótbolta-
lega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki
spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“
Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með
engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaf-
lega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er
spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu.
„Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili
og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka
úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast
í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér
fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða
að nota mig ekki.“
Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá
liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem
áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.
Þekki Klas Ingesson ekki mikið
„Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í
upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en
síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að
spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi
vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt,
ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt
önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“
Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og ung-
lingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina
en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann
brons með Svíum á HM 1994.
„Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið
verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem
áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta
tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla
þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá
hvað gerist.“
Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann
er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síð-
asta tímabili sínu í Vesturbænum.
„Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en
ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfs-
borg og ekkert annað spennandi kemur upp getur
það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur
auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“
stefanp@365.is
Besta sem gat gerst
Skúli Jón Friðgeirsson hefur verið úti í kuldanum hjá Elfsborg allt tímabilið en
von er á bjartari tímum eft ir að þjálfarinn var látinn taka pokann sinn í gær.
EKKI EIN MÍNÚTA Á TÍMABILINU Skúli Jón Friðgeirsson var
að gefast upp á Jörgen Lennartsson sem var ekki búinn að
leyfa honum að spila neitt í ár. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson og félagar leika fyrsta heimaleik sinni í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar þeir fá AC Milan í heimsókn.
Kolbeinn átti flottan leik í Barcelona í síðasta leik en lét verja frá sér víti undir
lokin. Argentínumaðurinn Lionel Messi sá hins vegar til þess að Barcelona vann
4-0 sigur. Kolbeinn skoraði tvö mörk um helgina og fær vonandi stórt hlutverk.
AC Milan vann 2-0 sigur á Celtic í fyrstu umferð. Mario Balotelli verður í sviðs-
ljósinu á móti Kolbeini og félögum enda getur hann einbeitt sér að Meistara-
deildinni þessa dagana enda í þriggja leikja banni í ítölsku deildinni.
Það er pressa á Jose Mourinho og lærsveina hans í Chelsea en þeir töpuðu á
heimavelli á móti Basel í fyrstu umferð en heimsækja Steaua Búkarest í kvöld.
Aðalleikur dagsins á S2 Sport er leikur Arsenal og Napoli í London þar sem
stjórarnir Arsene Wenger og Rafael Benitez mætast með sín lið sem bæði
unnu í fyrstu umferð. Leikur Ajax-AC Milan er á S2 Sport 3 og leikur Celtic-
Barcelona er á S2 Sport 4. Þessir leikir hefjast allir klukkan 18.45 en á undan
verður Hjörtur Hjartarson með upphitun og eftir leikinn fer hann yfir alla leiki
kvöldsins ásamt sérfræðingum sínum í Meistaramörkunum. - óój
Kolbeinn og Mario Balotelli mætast í Amsterdam í kvöld
BALOTELLI OG KOLBEINN Tveir
frábærir framherjar. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI „Þetta er frábært. Við
lögðum hart að okkur og það er góð
tilfinning að ná markmiðum sínum,“
sagði Katrín Ómarsdóttir, leik-
maður Englandsmeistara
Liverpool, í viðtali við BBC.
Katrín og félagar urðu Eng-
landsmeistarar á sunnudag-
inn eftir 2-0 sigur á Bristol
City í hreinum úrslitaleik.
Katrín er þriðji Ís-
lendingurinn sem verður
Englandsmeistari.
Skagamaðurinn Sig-
urður Jónsson var
leikmaður Arsenal
er liðið vann titilinn árið 1991. Eiður
Smári Guðjohnson var í meistaraliði
Chelsea vorið 2005 og 2006.
Árangur Katrínar og félaga hjá
Liverpool er athyglisverður, en liðið
batt enda á níu ára sigurtíð Arsenal í
deildinni. Þá höfnuðu þær rauð-
klæddu í neðsta sæti deildar-
innar í fyrra en því efsta í ár.
„Margar okkar voru ekki hér
í fyrra. Því hefur þetta ár
farið í að kynnast, setja
markmið og gera okkar
besta. Það gerðum við og
það er góð tilfinning að
vinna titilinn.“ - ktd
Þrjú íslensk orðið Englandsmeistarar
SPORT