Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 GÓÐUR MILLIBITIHnetur og möndlur eru hollar og góðar. Þær henta mjög vel sem millibiti ef hungrið kallar. Hnetur og möndlur eru prótínríkar og innihalda E-vítamín, fólínsýru, magnesíum, trefjar og andoxunarefni. É g er íþróttakennari og hef starfað sem einka-þjálfari í World Class í 18 ár. Á þessum tíma hefur margt breyst varðandi áherslur í heilsu og líkamsrækt. Fólk er að mörgu leyti orðið með-vitaðra og umræðan um heilsu og vellíðan meiri en grunnurinn er alltaf sá sami þótt breiddin og fram-boð hafi aukist,“ segir Lóló og bætir við að hennar markmið með þjálfun hafi alltaf verið það sama, að bæta heilsuna og daglega líðan. „Fólk kemur til mín í alls konar ástandi og með mismunandi mark-mið en stór hluti finnur fyrir vöðvabólgu, eymslum hér og þar, er með gigt eða einhvers konar krank-leika og þá mæli ég alltaf með Sore No More. Það virkar strax og maður ber það á sig og maður finnur gríðar legan mun. Svo er frábært að nota það á gagnaugun við höfuðverk, á efri vörina við kvefi og á bringuna við hósta. Ég er rosalega hrifin af þessari vöru enda er hún náttúruleg og án allra kemískra aukaefna og hentar því öllum aldri. Ég á tvo stráka sem æfðu fótbolta og ég notaði Sore No More mikið á þá sem ég hefði auðvitað ekki gert nema ég hefði 100% trú á vörunni.“ HLUTI AF ÞVÍ AÐ LÁTA SÉR LÍÐA BETUR Lóló kenni hóptíma í World Class Laugum sem nefnast mix pilates og er fyrir fólk á öllum aldri sem vill styrkja kvið- og bakvöðva og bæta líkams- stöðuna. „Svo hef ég kennt reglulega skriðsunds- námskeið og aðsóknin er bara að aukast ef eitthvað er. Næsta námskeið hefst 7. október í Laugardals- lauginni,“ segir Lóló og brosir sín hlý er alveg s saman. Mataræði, hreyfing, hugarfar, samskipti og sjálfsmynd. Þú þarft að geta horft í spegil og verið sátt(ur) í eigin skinni óháð aldri, kyni eða útliti. Öll viljum við vera virkir þátttakendur í eigin lífi, halda heilsu og horfa bjartsýn til framtíðar en síðast en ekki síst að geta lifað í núinu og notið lífsins Ég tala mikið við fólkið mitt ogfyri h VIRKAR Á ALLAGENGUR VEL KYNNIR Matthildi Rósenkranz Guðmundsdóttur, eða Lóló, kannast margir við, enda hefur hún verið áberandi í íslensku þjóðlífi í ára- tugi. Lóló er ein af þeim sem hafa notað Sore No More hita- og kæligelið síðan það kom á markað fyrir sex árum og mælir með því fyrir alla. Astmi og lungnaþembaskerðir súrefni í blóði.Hvað gerir SUPERBEETS? U m b o ð : w w w .v it ex .is Örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. 30% meiri súrefnisupptaka 30% æðaútvíkkun betra blóðflæði, réttur blóðsykur aukin fitubrennsla, 20% meira þrek, orka og úthald.SUPERBEETS Rauðrófukristall 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt.Fæst í apótekum, heilsubúðum, World Class og Sportlíf. MÆLIR MEÐLóló Rósenkrans íþróttakennari (lolo@worldclass.is) notar Sore No More. ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 BÍLAR 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 1. október 2013 230. tölublað 13. árgangur MR þolir ekki meira Menntaskólinn í Reykjavík fær minnst framlög á hvern nemanda frá ríkinu. Framlög til hans lækkuðu þegar langflestir skólar fengu meira. Þar á bæ segja menn að skólinn þoli ekki meiri niðurskurð. 2 Fái hæli í Reykjavík Innanríkis- ráðuneytið á nú í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg um að borgin taki við hælisleitendum. 4 Áhersla á kaupmátt Verkalýðssam- tök leggja áherslu á kaupmáttaraukn- ingu og skattalækkanir í kröfugerð sinni. 6 Gætu þurft að bíða Fái Heilbrigðis- stofnun Suðurlands ekki aukin fjár- framlög gætu veikir og slasaðir þurft að bíða eftir sjúkraflutningum. 8 SKOÐUN Hönnunarmiðstöð hefur lyft grettistaki í kynningu íslenskra hönnuða, skrifar Ólafur Mathiesen. 14 MENNING The Vintage Caravan gerði samning við stærstu sjálfstæðu þungarokksútgáfu heims. 30 SPORT Skúli Jón Friðgeirsson segir þjálfaraskipti gærdagsins það besta sem fyrir hann gat komið. 26 KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 Peysa Kr. 5.490.- 30 dagar í Hrekkjavöku Hryllilegt úr val af hræðilegu m vörum! Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla Bolungarvík 5° N 2 Akureyri 7° S 2 Egilsstaðir 10° S 3 Kirkjubæjarkl. 10° SA 2 Reykjavík 8° N 3 HÆGUR VINDUR Í dag verður víðast hvar hæg breytileg átt og rigning, einkum SA-til, en yfirleitt þurrt NV-til. Hiti 4-10 stig. 4 HEILBRIGÐISMÁL Tveir af fimm læknum úr hjarta- og brjóstholsskurðlækningateymi Landspítalans sögðu upp störfum í sumar vegna óánægju með starfsaðstöðu og kjör. Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóst- holsskurðlækninga, staðfestir að þessi staða hafi komið upp í sumar. „En þeir ætla að leggja okkur áfram lið í þessum hremmingum sem við erum að fara í gegnum þessa dagana.“ Spurður hvort raunveruleg hætta sé á því að teymið liðist í sundur svarar Bjarni að „eins og er“ hafi læknarnir orðið við beiðni um að halda áfram störfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að hér gæti skapast ófremdarástand liðist teymið í sundur, en það stendur á milli þess að senda þurfi sjúklinga í stórum stíl erlendis til lækninga með gríðar- legum tilkostnaði. Þá má áætla að hver aðgerð yrði þrisvar sinnum dýrari, og er þá hvorki talinn ferðakostnaður né heldur óþægindi sjúklings og aðstandenda. Ef starfsemin legðist niður er ekki sjálfgefið að hægt væri að ná slíku teymi saman að nýju, því allir læknarnir búa yfir mikilli sérþekkingu. Að baki eiga þeir margra ára grunnnám og langt sérnám auk þess sem nauðsynlegt er að afla sér þjálfunar og reynslu erlendis í allt að áratug til að uppfylla þær kröfur sem starfið krefst. - shá / shá síðu 12 Hjartaskurðlæknateymi Landspítalans við það að liðast í sundur í sumar: Útilokað að fylla skörð læknanna En þeir ætla að leggja okkur áfram lið í þessum hremmingum sem við erum að fara í gegnum þessa dag- ana. Bjarni Torfason yfirlæknir á LSH SAMFÉLAGSMÁL „Þetta er bara byrj- unin á miklu stærra verki,“ segir Gunnar Jóhannsson, einn af eig- endum Héðinshúss við Seljaveg í Vesturbænum sem fengu ástralska listamanninn Guido van Helten til þess að fegra ásýnd hússins. „Við rákumst á þennan lista- mann fyrir tilviljun í sumar þar sem hann var að spreyja og fengum hann með okkur í þetta,“ útskýrir Gunnar, sem fékk van Helten gagngert til landsins í verkefnið. Myndirnar sem van Helten spreyjar eru upp úr íslensku leik- verki sem sett var upp á sjötta áratugnum. „Verkið samanstendur af þremur ljósmyndum sem teknar eru úr mismunandi senum úr leik- ritinu,“ segir Gunnar. Van Helten hófst handa við verkið rétt fyrir helgi og mun ljúka því á næstu vikum eftir því sem veður leyfir. - nej Vegglistaverk í Vesturbænum: Fegrar ásýnd Héðinshússins SNILLINGUR „Þetta er einn fremsti veggjakrotari heims,“ segir Gunnar Jóhannsson, einn af eigendum hússins sem verkið er spreyjað á. „Ef hægt er að kalla hann veggjakrotara,“ bætir Gunnar við. „Hann er snillingur, þessi maður.“ MYND/PJETUR SAMGÖNGUR Eigendur flugvéla sem lagt er á Reykjavíkurflugvelli greiða svipað eða minna í gjöld til flugvallarins á sólarhring en öku- menn í miðborginni greiða fyrir gjaldskyld bílastæði. Notendur flugvallarins greiða um 30 prósent af rekstrarkostnaði flugvallarins en ríkið greiðir afganginn. Þegar flugvél er lent á Reykja- víkurflugvelli greiðir eigandi henn- ar lendingargjald, þúsund krónur á hvert tonn, sem á einungis við um vélar sem eru þyngri en tvö tonn. Lauslegur samanburður Frétta- blaðsins á lendingargjaldi sam- bærilegra flugvalla sýnir að gjald- ið er mun hærra í öðrum löndum og hleypur í sumum tilvikum á hundruðum þúsunda. Að auki eru engin stæðisgjöld rukkuð á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sex klukkutímana eftir að vél er lagt þar. Að þeim tíma lokn- um er rukkað eftir þyngd vélarinn- ar, um 1.100 krónur á hvert tonn fyrir fyrstu tvo sólarhringana og þar á eftir 680 krónur á sólarhring. „Það er ekki langt síðan þessi gjöld voru hækkuð og þá kvörtuðu innlendir flugrekendur vegna þess að allar hækkanir hafa áhrif á far- miðagjöld þeirra,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins. Spurður hvort gjaldið sé ekki of lágt samanborið við til að mynda bílastæðagjöld í Reykjavík segir hann gjöldin ekki samanburðar- hæf. „Flugvallargjöld og stæðis- gjöld fyrir flugvélar byggja á allt öðrum hlutum en rekstur bíla- stæða. Gjaldtaka á flugvöllum hér á landi tekur ekki mið af gjaldtöku bifreiðastæða heldur af gjaldtöku á öðrum flugvöllum í öðrum lönd- um,“ segir Friðþór. Róbert Marshall, alþingis maður og fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir fyrirkomulag gjaldanna ekki koma sér á óvart. „Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Róbert. - hg Ódýrara að leggja flugvél en einkabíl í miðborginni Aðeins kostar nokkur þúsund krónur að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í tvo sólarhringa. Eftir það kostar það 680 krónur á sólarhring. Talsmaður Isavia segir gjöldin sambærileg við það sem tíðkist erlendis. Þetta er eitt af þeim dæmum sem sýna að skipulagsmálum er um margt áfátt á Reykjavíkur- flugvelli. Róbert Marshall, fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.