Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 12
1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Við erum 60 ára í dag Kæru viðskiptavinir Þökkum ykkur fyrir traust og góð viðskipti í gegnum árin. Í tilefni afmælis okkar og haustdaga í Mjódd bjóðum við ykkur 60% afslátt af allt að 6 flíkum, fimmtudaginn 3. október 2013 Starfsfólk Efnalaugarinnar Bjargar Mjódd Efnalaugin Björg Mjódd, Álfabakka 12, Sími: 557-2400. www.facebook.com/bjorgmjodd Tveir af fimm læknum úr hjarta- og brjóstholsskurðlækningateymi Landspítalans sögðu upp störfum í sumar vegna óánægju með starfs- aðstöðu og kjör. Þeir hafa samþykkt að koma aftur til starfa í þeirri trú að aðbúnaður á spítalanum verði bættur og að tímar niðurskurðar séu að baki. Bjarni Torfa- son, yfirlækn- ir hjarta- og brjósthols skurð- lækninga, stað- festir að þessi staða hafi komið upp í sumar. „En þeir ætla að leggja okkur áfram lið í þeim hremmingum sem við förum í gegn- um þessa dagana,“ segir Bjarni. Ástæður þess að læknarnir töldu rétt að hverfa frá Landspítalan- um eru margþættar, segir Bjarni. „Aðstaðan, heilsuspillandi hús næðið sérstaklega, er afleit. Launin eru mjög lág miðað við það sem býðst annars staðar. Síðan hafa menn daufheyrst við því að endurnýja tækjakostinn. Þetta tæknivædda teymi sem hér um ræðir er svo algjörlega háð því að nýjasta tækni sé aðgengileg. Þetta gerir starfsem- ina erfiða og einnig að halda mönn- um í vinnu.“ Beðið eftir góðum fréttum Spurður hvort raunveruleg hætta sé á því að teymið liðist í sundur svarar Bjarni að „eins og er“ hafi læknarnir orðið við beiðni um að halda áfram störfum. Teymið mun hins vegar ekki vera komið allt til starfa fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Bjarni segir að það þýði einfald- lega að gríðarlegt álag verði á þeim læknum sem fyrir eru. „Þá ætti þessi hnútur að byrja að rakna upp, að því gefnu að í millitíðinni komi ekki slæmar fréttir sem breyta þessari stöðu. Menn hafa verið að bíða eftir góðum fréttum, og eru spenntir að heyra þær. Það er mjög brothætt ástand á Landspítalanum og það má ekkert bera út af. Það eru heldur engar töfralausnir til, eins og að atvinnulausir læknar frá Asíulöndum komi hér inn í sér- fræðistöður. Ekki er heldur hægt að fá starfandi sérfræðinga t.d. frá Norður löndunum til að koma í afleysingar; menn koma ekki hingað fyrir einn þriðja af laununum sem þeir eru með heima hjá sér.“ Ófremdarástand „Við erum líka orðin langeyg eftir því að heyra eitthvað annað en að við séum að eyða peningum,“ segir Bjarni. „Við heyrum aldrei neitt jákvætt um það sem við erum að gera. Við heyrum aldrei neitt um það sem við erum að framleiða. Við framleiðum lífsgæðaár, það er okkar afurð. Í því felst bæði að bæta líðan og lengja líf fólks. Það er það sem okkar starf gengur út á,“ segir Bjarni sem bætir við að heilsu- hagfræðin hafi verkfæri til að sýna fram á það svart á hvítu hvað græð- ist í krónum og aurum, ef það sé sá mælikvarði sem menn vilja nota. „Það eru gríðarlegar upphæðir í þessu fólgnar. En það er bara eng- inn sem talar okkar máli í þessu, og þar með máli sjúklinganna. Hér vísar Bjarni til mæli- kvarða um hvert áunnið „lífs- gæðaár“ (Quality adjusted life year – QUALY). Síðan 1986 hafa verið gerðar þúsundir hjarta skurð- aðgerða á Landspítalanum, en þessi mælikvarði hefur verið notaður til að meta hvort reynist hagkvæmt að hefja meðferð. „En þessi aðferð til að meta árangur, og í tilfelli hjarta- skurðlækningateymisins hleypur hann á milljörðum, er framandi fyrir fólk af því að henni er ekki haldið á lofti. Til þess eru menn of uppteknir af eyðslunni í heilbrigðis- kerfinu en ekki framleiðslu lífs- gæðaára,“ segir Bjarni. „Þeir sem koma að hjartaskurðlækningum á Íslandi eru ekki að sóa fé.“ Líf og dauði Spurður hvort biðlistar á Land- spítalanum hafi lengst þar sem skurðteymið er bara á hálfum afköstum segir hann svo vera og langur biðlisti sé líka eftir hjarta- þræðingu; sjúkdómsgreiningunni. „Í þeim hópi er fjöldi manns sem þarf eflaust að fara í hjartaskurð- aðgerð að lokinni sjúkdómsgrein- ingu. Ákveðin prósenta þess hóps á engan möguleika á að ná heilsu öðruvísi en í gegnum opna hjarta- skurðaðgerð. Svipaða sögu er einnig að segja um biðlista eftir aðgerðum þar sem ekki er um lífið að tefla, þeir lengjast stöðugt,“ segir Bjarni. Þolinmæði skurðlækna á þrotum Við lá að hjarta- og brjóstholsskurðlækningateymi Landspítalans liðaðist í sundur. Tveir af fimm læknum sögðu þá upp störfum en hafa síðan fallist á að starfa áfram. Bjarni Torfason yfirlæknir segir launakjör læknanna hér útiloka að fylla í skörð þeirra sem fara. BJARNI TORFASON Í AÐGERÐ Frá 1986 hafa verið framkvæmdar þúsundir hjartaskurðaðgerða á Íslandi. Árangurinn er með því besta sem þekkist í heiminum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.