Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 21
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 3 AU G L Ý S I N G : D E K K JA H Ú S I Ð K Y N N I R ● Rými ● Akstursgeta ● Verð sínvél fjöðrun meiri. Talandi um eiginleika bílsins kom það ferlega á óvart hversu bíllinn er góður í akstri og hann liggur svo vel á vegi að bros færðist breiðar og breið- ar yfir ökumann eftir því sem hann var reyndur meira. Vart finnst fyrir hliðarhalla í bensín- bílnum þótt frísklega sé ekið í beygjur og veggripið virtist endalaust. Á fjórhjóladrifið þar reyndar nokkurn hlut að máli. Þessi bíll er með alvöru fjór- hjóladrifi sem nýtist vel hér á landi og flestir bílar Suzuki eru með ein dæmum duglegir í snjó og það hjálpar þeim ávallt mikið hve léttir þeir eru. Gaman væri að prófa þennan nýja SX4 í snjó, með sín fáu 1.200 kíló og 17 cm veghæð. Tilfinning fyrir vegi er mikil og stýring nákvæm og allt verður þetta til þess að mjög gaman er að keyra bílinn. Ekki skaðaði reyndar að leiðin lá um gullfalleg vínræktarsvæði Freix- enet og Codorníu, líkt og staddur væri í ævintýri. Fjöðrun bílsins er skemmtilega stillt og á óvart kemur hversu stíf hún er, sem eykur akstursgetuna, en fyrir vikið finnur ökumaður meira fyrir undirlaginu og hann hegg- ur t.d. meira fyrir vikið á ójöfn- um, sérstaklega að aftan. Fannst það vel á þeim fáu hraðahindrun- um sem á vegi okkar reynsluöku- manna urðu og mættu borgar- yfirvöld hér skreppa til Barce- lona og nágrennis til að fræðast um óþurft þeirra. Mikið fyrir lítið Einn af allra stærstu kostum þessa nýja SX4 er hve mikill staðalbúnaður fylgir og er það greinilega meiningin hjá Su- zuki að slá Nissan Qashqai við á því sviði, en samt vera ódýr- ari. Innrétting bílsins er falleg en laus við íburð. Eins og ávallt með Suzuki-bíla er allt greini- lega vel smíðað og víst er að bil- anatíðni þessa bíls verður jafn lítil og í öðrum Suzuki-bílum, sem er einn aðalkostur Suzuki- bíla. Framsætin í þessum bíl eru voldug og flott og halda vel utan um ökumann. Aftursætin eru líka góð og þar sem reynslu- ökumaður var ávallt með full- an bíl fékkst mikil reynsla á þau. Reynsluaksturs bílarnir voru allir með risastóra sóllúgu sem opnast meira en sést hefur áður, um 56 cm. Það varð til þess að oft voru aftursætis farþegar baðaðir í spænskri sól og bíllinn varð sér- lega bjartur fyrir vikið. Sóllúgan er þó valkostur. SX4 S-Cross er flott framlag í flokki minni jepp- linga sem fellur í C-stærðarflokk bíla og afar sterkur keppi nautur vinsælla bíla eins og Nissan Qashqai, Ford Kuga og Hyundai ix35. Að auki má búast við því að hann verði ódýrari en þeir allir. Um síðustu helgi var haldinn í þriðja sinn dagur rafmagnsbílsins í heiminum. Sérstök dagskrá var í einum 95 borgum í tilefni þessa, flestum þó í Bandaríkjunum og Kanada. Rafmagnsbílum hefur  ölgað mjög í Bandaríkjunum á síðustu árum og er meðal- talsaukningin 200%. Árið 2011 seldust þar 10.000 bílar, 34.000 árið 2012 og nú í ár hafa selst 87.000 rafmagnsbílar og enn eftir þrír mánuðir. Í desember árið 2010 seldust 345 rafmagnsbílar vestanhafs, en 11.000 í síðasta mánuði. Nissan Leaf, til dæmis, hefur nú selst í 35.000 eintökum þar og aukn- ingin á milli ára er 317%. Gerðir rafmagnsbíla eru að sama skapi mun fleiri, en þær voru aðeins sjö árið 2010, þrettán árið 2011, tutt- ugu í fyrra og 28 í ár. Svo virðist því að í bensínlandinu fræga eigi rafmagnsbílar nú mjög upp á pall- borðið, enda víða miklir hvatar í boði við kaup á slíkum bílum. Dekkjahúsið er nýtt og glæsilegt hjól- barðaverkstæði í Kópavogi sem var opnað síðastliðið haust. Ekki verður annað sagt en Dekkjahúsið hafi fengið góð viðbrögð þetta fyrsta ár. Eigendur Dekkjahússins eru Kópavogsbúarnir og feðgarnir Eiður Örn og Einir Logi og þeir leggja allt kapp á að veita úrvals þjónustu. Dekkjahús- ið býður almenna hjólbarðaþjónustu og sérlega gott úrval af hjólbörðum. Vetur- inn nálgast nú óðum og mikilvægt er að velja réttu vetrardekkin undir bílinn og það fyrr en seinna. Lengi í bransanum En hvernig kom það til að þeir opnuðu hjólbarðaverkstæði í Kópavogi? „Eiður Örn hefur starfað í bransanum til 30 ára, en við ákváðum að skella okkur út í eigin atvinnurekstur,“ segir Einir Logi. „Við fjár- festum í framhaldinu í gamla húsnæði Toyota í Auðbrekku 19, Dalbrekku megin, þar sem þeir voru með notuðu bílana í mörg ár.“ Við erum því í næsta nágrenni við nýopnaða Bónusverslun, Lyfju og fleiri góð fyrirtæki sem hafa verið að koma sér hér fyrir á svæðinu. Þeir feðgar innréttuðu húsnæðið upp á nýtt og opnuðu síðast liðið haust glæsilegt hjólbarðaverkstæði. „Við erum mjög ánægðir með nýja hús næðið og getum tekið við fjölda bíla þar sem að- koman er gríðarlega góð, með stórt og mikið plan fyrir framan,“ segir Einir. Mikil reynsla og feykigóð aðstaða Dekkjahúsið býður upp á hjólbarða- þjónustu fyrir fólksbíla, sendibíla og jeppa. „Við erum vel búnir tækjum og getum tekið við öllum tegundum bíla,“ segir Eiður en starfsmenn Dekkjahússins eru reynslumiklir menn. Veturinn nálgast og þið bjóðið upp á gott úrval vetrardekkja? „Já, það gerum við. Við erum í samstarfi við stóra birgja í Evrópu og hérna innan- lands og þar af leiðandi getum við út- vegað dekk frá mörgum framleiðendum. Við þurfum því ekki að afmarka okkur við eitt eða tvö merki heldur getum boðið upp á gott úrval. Við höfum að auki kynnt til sögunnar ný og öflug merki á Íslandi sem heita Novax og Hifly,“ segir Eiður. Mæla með heilsársdekkjum Og það er mikilvægt að vanda valið og velja góð vetrardekk, en hvort mælið þið með nagla- eða heilsársdekkjum? „Við telj- um það gott sparnaðarráð að nota heils- ársdekk enda hafa undafarnir vetur verið mildir á höfuðborgarsvæðinu. Nagla- dekkin koma sér þó vissulega vel ef fólk er reglulega að fara út fyrir höfuðborgar- svæðið, en flestir eiga að geta komist ferða sinna greitt og örugglega innanbæjar á góðum heilsársdekkjum.“ Mjög hagstætt verð Og er verðið viðráðanlegt? „Við bjóðum einkar hagstætt verð en erum ekki að fara í neitt verðstríð,“ segja feðgarnir brosandi. „Við eigum stóran hóp viðskiptavina sem hafa skipt við okkur til margra ára. Við bjóðum þá velkoma á nýja staðinn ásamt öllum öðrum viðskiptavinum,“ segir Eiður Örn. Er hægt að koma með notuð dekk til ykkar sem sett eru upp í ný dekk? „Við tökum notuð dekk upp í ný og kappkostum að þjónusta okkar viðskiptavini með þeirra þarfir,“ segir Einir og leggur áherslu á að þeir leggi sig alla fram við að veita 100% þjónustu. „Ef rétta dekkjastærðin er ekki til útvegum við hana að utan eða héðan heima og við erum einnig með dekkjahótel þar sem fólk getur geymt dekk sín milli árs- tíða. Einnig erum við í tengslum við Polý- húðun sem gerir upp felgur og á meðan getur fólk fengið dekk á felgum lánuð hjá okkur á meðan“, segir Eiður. Mæta tímanlega fyrir veturinn Eins og áður segir styttist í veturinn. Ekki er verra að vera tímanlega á ferð til að lenda ekki í örtröð þegar fyrsta snjón- um kyngir niður? „Það er rétt. Það stytt- ist í veturinn og við skorum á alla að sýna fyrirhyggju og koma til okkar fyrr enn seinna og láta skella vetrardekkjunum undir. Það er ekki gaman að þurfa að bíða í biðröð í langan tíma þegar fyrsti snjór- inn kemur.“ Og þið hvetjið Kópavogs- búa og nágranna að koma við? ,Að sjálf- sögðu. Við hvetjum alla Kópavogsbúa og nágranna að koma og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða, þeir sjá ekki eftir því,“ segja þeir feðgar, sem bjóða upp á nýmalað kaffi og kleinur á meðan fólk bíður eftir bíl á nýjum dekkjum. Fallegt en látlaust innan rými og leiðsögu kerfi er staðal- búnaður. Framsætin eru vígaleg og veita góðan stuðning. Er nú kominn með 430 lítra skottrými. DEKKJAHÚSIÐ – ÁRSGAMALT HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI Í DALBREKKU EN MEÐ 30 ÁRA REYNSLU 200% aukning á sölu rafmagnsbíla í BNA Dekkjahúsið – feðgarnir Eiður Örn og Einir Logi að störfum í Dalbrekkunni. Nissan Leaf selst nú vel í Banda- ríkjunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.