Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 1. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is 1,6 L BENSÍN 120 HESTÖFL Fjórhjóladrif Eyðsla 5,9 L/100 km í blönduðum akstri Mengun 135 g/km CO2 Hröðun 12,0 sek. Hámarkshraði 175 km/klst. Verð frá: 4.500.000 kr. Umboð Suzuki bílar hf. ● Afllítil bens ● Hörð afturf SUZUKI SX4 S-CROSS SUZUKI SX4 S-CROSS Finnur Thorlacius reynsluekur S uzuki kynnti fyrstu kynslóð SX4-jepplings- ins fyrir einum átta árum. Bæði er það erf- itt að hugsa sér hversu mörg ár eru liðin og jafnframt er óvana- legt að bílar séu óbreyttir svo lengi. Önnur kynslóð jepplings- ins Suzuki SX4 var kynnt blaða- mönnum í Barcelona í síðustu viku og má með sanni segja að þar fari gerbreyttur bíll. Í raun á þessi nýi SX4, sem nú hefur feng- ið S-Cross nafnið aftan við, fátt sameiginlegt með fyrstu kyn- slóðinni. Fyrst er að nefna að bíllinn hefur stækkað heil mikið og er nú 16 cm lengri og miklu rúmmeiri. Þrátt fyrir að það sjá- ist glögglega hversu mikið bíll- inn hefur stækkað er hann enn stærri þegar inn í hann er komið. Suzuki hefur ekki farið leynt með það að þessi nýi bíll muni keppa grimmt við þann bíl í þess- um stærðarflokki sem selst mest af í heiminum, Nissan Qashqai. Það verður strax að segja SX4 til hróss að innanrýmið er talsvert meira en í Qashqai. Til dæmis er fótarýmið aftur í svo gott að erf- itt er að finna það betra í nokkr- um jepplingi. Skottrýmið er líka ári gott fyrir slíkan bíl, eða 430 lítrar, meira en í Suzuki Grand Vitara jeppanum! Þrátt fyrir alla þessa stækkun bílsins hefur Su- zuki tekist að létta bílinn frá síð- ustu kynslóð um 60 kíló og vegur hann nú aðeins um 1.200 kíló. Mikið val á útfærslum Suzuki SX4 S-Cross má fá í ýmsum útgáfum, fjór- og fram- hjóladrifinn, bein- og sjálfskipt- an og með bensín- eða dísilvél. Reyndir voru bílar með bensín- vél og dísilvél, beinskiptir og sjálfskiptir. Að mati reynsluöku- manns er bíllinn skemmtilegri beinskiptur, eins og gjarnan á við léttari bíla. Bein skiptingin er einstaklega lipur og sportleg og varð eiginlega samstundis eins og hugur manns. Með bensín vélinni, sem ekki er sér- lega öflug, er þá best að láta bíl- inn snúast mikið í hverjum gír og næst þá fram allt það afl sem óskað er eftir og það er eins og vélin hreinlega biðji um að fá að snúast hratt. Með dísilvélinni, sem er miklu aflmeiri, er þessu allt öðruvísi farið. Það kom öku- manni á óvart hversu öflug dísil- vélin er, enda með 320 Nm-tog. Sá bíll hentist áfram og í stuttri brekku þar sem hann fékk að finna fyrir því var hann strax kominn á 120 km hraða og vildi toga enn meira. Bæði bensín- og dísilvélin eru með 1,6 lítra sprengirými, en dísilvélin að auki með forþjöppu og báðar skráðar fyrir 120 hestöflum. Eins og ávallt er dísilútgáfan dýrari og það fylgja þeim ávallt fleiri ókostir. Viðhald dísilvélanna er meira og kostnaðarsamara og því oft erfitt að vinna upp muninn á kaupverði og viðhaldi og réttlæta það með minni eyðslu. Liggur eins og klessa Annar kostur sem bensín bíllinn hefur fram yfir dísilbílinn er þyngdin að framan. Mjög greini- lega fannst fyrir þeirri aukni þyngd sem fylgir dísilvélinni á nefi bílsins og því eru aksturs- eiginleikar hans ekki eins mikl- ir, þótt krafturinn sé talsvert GERBREYTTUR OG STÆRRI SUZUKI SX4 S-CROSS Hefur stækkað heilmikið frá síðustu kynslóð, er góður akstursbíll, miklu fríðari en forverinn og umfram allt áfram í boði á lágu verði. Stöð er ný sjónvarpsstöð Aðeins 2.990 kr. á mánuði Tryggðu þér áskrift og fáðu nánari upplýsingar á X Factor Arrow Friðrik Dór =Skjár 1 4.990 kr. á mánuði + + =Stöð 2.990 kr. á mánuði FÁÐU MEIRA FYRIR MINNA Super Fun Night Krakkastöðin fylgir með The Mindy Project Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.