Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 1
FJÁRMÁL „Hér í Breiðholtskirkju lepjum við dauðann úr skel,“ segir séra Gísli Jónasson, sóknarprest- ur í Breiðholtskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, en skuldavandi kirkna á Íslandi er verulega alvarlegur að mati Gísla. Mestur er vandinn í Langholts- kirkju en þar getur farið svo að kirkjan tapi safnaðarheimili sínu til Dróma vegna gríðarlegrar skuldsetningar. Söfnuðurinn reyn- ir nú að semja um skuldirnar við lánardrottna. Gísli sat í nefnd um framtíðar- skipan sókna, prestakalla og pró- fastsdæma á suðvesturhorninu. Nefndin skilaði af sér áliti á síð- asta ári þar sem kom meðal annars fram að skuldugasta sókn landsins skuldar hátt í 600 milljónir króna. Grafarvogskirkja, sem er fjöl- mennasta sókn landsins og telur vel yfir átján þúsund sóknarbörn, skuldar mest allra sókna. Meðal annarra skuldugra sókna eru Grensáskirkja og Hallgrímskirkja. „Það sem hefur víst bjargað Hall- grímskirkju er töluverð fjölgun ferðamanna sem nýta sér lyftuna upp í turn kirkjunnar,“ segir Gísli. Að sögn Gísla hefur ríkið skorið niður um 30 prósent hjá þjóðkirkj- unni á síðustu sjö árum og haldið eftir hluta sóknargjalda. Afleiðing- ar niðurskurðarins séu misjafnar. „Hjá okkur eru kirkjuklukkurn- ar bilaðar og við höfum ekki efni á því að laga þær, auk þess sem húsið míglekur,“ segir Gísli. „Og svo höfum við skorið niður allt unglinga- og barnastarf,“ bætir hann við. Þannig hefur barna- kór Breiðholtskirkju verið lagður niður vegna bágrar fjárhagsstöðu. Þá hefur kirkjan þurft að segja upp starfsfólki eins og flestar aðrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu. Samtals nema skuldir 36 sókna á suðvesturhorninu rétt yfir þremur milljörðum króna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gat ekki veitt viðtal vegna málsins í gær. - vg FRÉTTIR HOLLT OG METTANDIEgg eru mjög næringarrík og mettandi fæða. Þau innihalda mikið af prótínum, hollum fitusýrum og vítamínum, til dæmis D-vítamíni. Engin kolvetni eru í eggjum en þau eru góður orkugjafi. Margir fá sér egg í morgunmat í staðinn fyrir brauð. N utrilenk Gold er hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum en Nutrilenk Active fyrir þá sem þjást af stirðleika og verkjum í liðum þar sem það hefur jákvæð áhrif á liðvökvann. „Reyndar nota margir báðar tegundirnar saman með frábærum árangri,“ segir Gígja Þórðardóttir sjúkra-þjálfari. Hreyfing er eitt öflugasta meðalið til að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu. Margir veigra sér við að hreyfa sig sökum stirðleika eða verkja en langar virkilega að taka þátt og efla heilsuna. „Þessir stoðkerfisverkir geta verið af ýmsum toga og sjálfsagt að láta fagfólk aðstoða sig með leiðir til að bæta daglegt líf og færni en áralöng reynsla og rannsóknir á Nutri- lenk gefa til kynna að það hjálpi til við að auka heilbrigði liðanna, minnki verki og stirðleika og auki þar með hreyfigetu ogfærni Margir l k EKKI LÁTA VERKI STÖÐVA ÞIG!GENGUR VEL KYNNIR Nutrilenk hefur hjálpað ótrúlega mörgum sem hafa fundið fyrir stirðleika eða verkjum í skrokknum og í raun hefur fólk oft öðlast nýtt líf, segir Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari. GÍGJA ÞÓRÐARDÓTTIR ÁNÆGÐUR MEÐ NUTRILENK Atli Viðar Björnsson knattspyrnumaður. MYND/VALLI GÓ Gott byggingarefni fyrir liðbrjóskið Verð 28.980 Stór sending frá Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING!AF VINSÆLU KULDASKÓNUMMEÐ MANNBRODDUNUM FYRIR D ÖMUR OG HER RA Verð:24 .000.- ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 BÍLAR SKODA OCTAVIA er söluhæsta einstaka bílgerðin hérlendis með um 400 selda bíla. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 2 SÉRBLÖÐ Fólk | Bílar Sími: 512 5000 8. október 2013 235. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Greina þarf sjúkdóma sem valda minnistruflunum rétt, skrifar Teitur Guðmundsson. 13 MENNING Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll Samúelsdætur koma fram á tón- leikum annað kvöld. 30 SPORT Formaður KSÍ, Geir Þorsteins- son, er bjartsýnn á að Lars Lagerbäck haldi áfram að þjálfa landsliðið. 26 Paratabs® BJÓDDU Í BLEIKA TEIKNINGU EFTIR HUGLEIK KAUPTU BLEIKU SLAUFUNA BLEIKASLAUFAN.IS ht.is ÞVOTTAVÉLAR SAMFÉLAGSMÁL Sex konur leituðu á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalan- um um liðna helgi. Þetta staðfestir Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og verkefnisstýra neyðar- móttökunnar, og bendir jafnframt á að algengt sé að konur komi eftir helgina og tilkynni um nokkurra daga gömul brot. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu höfðu í gær fjögur kynferðis- brot verið tilkynnt til embættis- ins eftir helgina. Þar af hafði einn þolandinn ekki farið á neyðarmót- tökuna. Málin virðast því vera minnst sjö. Ein kona kom á neyðarmóttök- una að kvöldi fimmtudagsins var, þrjár á föstudagskvöld og tvær á laugardagskvöld, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Ekki var um fullframda nauðgun að ræða í öllum tilfellum. „Þetta er ekkert einsdæmi, því miður,“ segir Eyrún, sem segir sex heimsóknir yfir eina helgi þó vissulega með því mesta sem gerist. „Það er eins og þetta gangi stundum í bylgjum, hvað sem veld- ur. Ég veit ekki hvað gerir þessa helgi öðruvísi en aðrar,“ segir hún. Brot af þessu tagi tengjast yfir- leitt skemmtanalífinu, að sögn Eyrúnar, og hugsanlega hafi það haft áhrif að liðin helgi hafi verið sú fyrsta í mánuðinum, fólk hafi þá rýmri fjárráð og því séu mögu- lega fleiri að skemmta sér. Eyrún segir að fyrir helgina hafi neyðarmóttakan verið heim- sótt 110 sinnum á árinu, saman- borið við 136 sinnum allt árið í fyrra og 118 árið 2011. Um það bil helmingur málanna sé yfirleitt kærður til lögreglu. - sh Minnst sjö kynferðisbrot komu til kasta lögreglu og sérfræðinga um helgina: Sex leituðu á neyðarmóttöku Það er eins og þetta gangi stund- um í bylgjum, hvað sem veldur. Eyrún Jónsdóttir verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar Bolungarvík 2° S 3 Akureyri 1° SA 2 Egilsstaðir 3° SA 2 Kirkjubæjarkl. 2° NA 3 Reykjavík 4° S 3 ÉL V-TIL Hægur vindur í fyrstu en gengur í NV-átt með éljum V-til síðdegis, slydda S-lands en þurrt að mestu NA-til. Hiti 0-6 stig. 4 Sóknir á suðvesturhorninu skulda yfir þrjá milljarða Skuldastaða kirkna á suðvesturhorninu er mjög slæm. Langholtskirkja gæti misst safnaðarheimilið sem er veðsett Dróma. Sóknarprestur í Breiðholtskirkju segir fé vanta fyrir barnastarf og að kirkjuklukkur séu bilaðar. Í BIÐSTÖÐU Grunnur hefur verið grafi nn að Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Húsið mun þó ekki rísa á næsta ári ef ákvæði fj árlagafrumvarps verða að lögum. Enn liggur ekki fyrir hvað á að gera við grunninn samkvæmt upplýsingum frá ÍAV, sem sá um framkvæmdina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Gögn úr skattaskjólum nýtt Samningar Norðurlandanna um upp- lýsingaskipti við aflandssvæði hafa í nokkrum tilvikum styrkt rannsóknir skattayfirvalda á málum hér á landi. 6 Fórnarlamb krefst milljóna Maður sem misþyrmt var og skilinn eftir bundinn á Stokkseyri krefst sex milljóna króna í bætur. 2 Vakandi að feigðarósi Rekstur bandaríska ríkisins hefur verið skertur síðustu vikuna og stefn- ir í óefni varðandi heimildir ríkissjóðs til að stofna til frekari skulda. 8 Kerfið brást Hrun fjármálakerfis heimsins skrifast á kerfisgalla, ekki einstaklinga, segir prófessorinn Robert Aliber. 10 SAMGÖNGUR „Miðað við þær forsendur sem ráðherrann leggur upp með líst okkur vel á að setja hluta vegaframkvæmda í einka- framkvæmd,“ segir Hreinn Har- aldsson vegamálastjóri. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði við Fréttablaðið í gær að hún vildi auka samstarf hins opinbera við einkaaðila í vegaframkvæmdum. Hreinn segir að Vegagerð- in sé nú að skoða þá kosti sem í boði eru. Hann tekur sem dæmi Sundabraut í Reykjavík, Svín- vetningabraut í Húnavatnssýslu og veg um Öxi á Austurlandi sem vegaframkvæmdir sem hægt væri að setja í einkaframkvæmd. Þær uppfylli þau skilyrði sem innanríkisráðherra setji um að slíkar framkvæmdir komi ekki til álita nema vegfarendur hafi kost á annarri leið samhliða einkaframkvæmdinni. jme / sjá síðu 4 Einkaframkvæmd í vegagerð: Sundabraut álitlegur kostur Hjá okkur eru kirkjuklukk- urnar bilaðar og við höfum ekki efni á því að laga þær. séra Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.