Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 6
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir kvikmynd Reynis Lyngdal sem keppir á árlegri hryllingsmyndahá- tíð í Los Angeles? 2. Í hvaða fl okki eru þingmennirnir sem vilja halda verkamannahelgi í maí? 3. Hvaða íþróttakona hefur ákveðið að hætta keppni í fi mleikum? SVÖR: 1. Frost. 2. Bjartri framtíð. 3. Íris Mist Magnúsdóttir. MATARÆÐI Áhrif skólamáltíða á frammistöðu barna í skólanum og hegðun þeirra í skóla- stofunni verða rannsökuð í samnorrænni rannsókn nú í vetur. Hér á landi munu 200 börn í 5. bekk taka þátt í rannsókninni, að því er Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í nær- ingarfræði, greinir frá. „Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Það er ótrúlega lítið til af rann- sóknum um þýðingu skólamáltíða strax eftir að þeim lýkur,“ segir Ingibjörg. Ljósmyndir af matardiskum barnanna verða notaðar til að meta gæði og magn þess matar sem skammtað er á diskinn. Myndir verða einnig teknar af því sem kann að vera skilið eftir. Hegðun og athygli nemenda í skólastofunni verður metin með kerfisbundn- um aðferðum einni til tveimur klukkustund- um eftir skólamáltíðina. „Rannsakendur munu sitja á eins lítið áber- andi hátt í skólastofunni og hægt er og mæla nokkrum sinnum á klukkustund hvort börnin gera það sem þeim er uppálagt. Þetta er bara stöðumat en við fáum upplýsingar sem hægt verður að vinna með, til dæmis um þætti sem mættu betur fara.“ Að sögn Ingibjargar er rannsókninni einnig ætlað að svara því hvaða væntingar börn hafi til skólamáltíða og hvort skipulag skólamál- tíða hafi áhrif á fæðuvalið. Heildarmataræði barnanna verður jafn- framt metið og fá for- eldrar þeirra spurninga- lista. -ibs 200 nemendur í 5. bekk á Íslandi taka þátt í fyrstu samnorrænu rannsókninni á gildi skólamatar: Rannsaka áhrif skólamáltíða á athygli D-vítamínbættur NOREGUR 43 ára karlmaður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir norskum dómstól fyrir að sparka í lögregluhund. Frá þessu segir á vef VG. Maðurinn brást ókvæða við þegar lögregla hugðist taka hann höndum í apríl síðastliðnum. Fyrst kastaði hann kveikjara í átt að lögregluþjóni en sparkaði svo í höfuð lögregluhunds, með þeim afleiðingum að skurður kom undir auga hundsins. Það telst brot gegn valdstjórninni. Fimmtán dagar af dómnum eru skilorðsbundnir í tvö ár. - þj Dómsmál í Noregi: Fangelsi fyrir spark í hund UTANRÍKISMÁL Lagt er til að sam- starf Íslands við Grænland og Færeyjar verði aukið í tillögum sem Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins hefur lagt fyrir Alþingi. Í tillögum til þingsályktunar er til dæmis lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að efna til sam- starfs við þessar nágrannaþjóðir um gerð samantektar yfir kann- anir og rannsóknir um orsakir þess að konum fækkar hlutfalls- lega meira en körlum á Græn- landi og í Færeyjum. Þá er lagt til að ríkisstjórn- in semji um aukið samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu, lestrar- kennslu og námskeiða fyrir rit- höfunda. - bj Samráð við nágrannaþjóðir: Vilja rannsaka fækkun kvenna EFNAHAGSMÁL Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í sept- ember á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Í nýbirtum tölum Seðlabankans kemur fram að á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs hafi vísitala raun- gengis á mælikvarða hlutfalls- legs verðlags numið 80,1 stigi og lækkað um 0,3 prósent frá fyrri fjórðungi. „Á sama tíma lækkaði vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar um 6,8 prósent.“ - óká Tvær mælingar birtar: Raungengi krónu lækkaði um 1,5 prósent SJÁVARÚTVEGUR Stofnmæling botn- fiska að haustlagi, eða „haust- rall“, hófst í 18. sinn núna um mánaðamótin hjá Hafrannsókna- stofnun (Hafró). Haustrallið er sagt eitt umfangs mesta rannsóknaverkefni Hafró, þar sem á einum mánuði er togað á 387 stöðvum í kring- um landið. „Bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, taka þátt í verkefninu,“ segir á vef Hafró. Sérstök áhersla er lögð á mæl- ingar á grálúðu, djúpkarfa, þorski og ýsu. - óká Mæla stofnstærð botnfiska: Haustrallið er hafið hjá Hafró DÓMSMÁL Dæmdur fyrir barnaklám Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir vörslu fimmtán ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Myndefnið var gert upptækt, ásamt spjaldtölvu mannsins. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir héraðsdómi. INGIBJÖRG GUNNARS- DÓTTIR Prófessor í næringar- færði segir spennandi að sjá niðurstöðu rannsóknar á áhrifum skólamáltíða. FÆKKAÐ Konum hefur fækkað hlut- fallslega meira en körlum á Vestur- Norðurlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Gögn sem hafa feng- ist í gegnum samninga Norður- landanna um upplýsingaskipti við svonefnd skattaskjól hafa í nokkr- um tilvikum styrkt rannsókn- ir skattayfirvalda á málum hér á landi. Norðurlöndin hafa gert fleiri slíka samninga en nokkur önnur ríki, að Bandaríkjunum undanskildum, og standa því vel að vígi í baráttunni gegn skatta- skjólum. Þetta segir Bryndís Kristjáns- dóttir skattrannsóknarstjóri en hún var á meðal fyrirlesara á mál- þingi um skattaskjól í Norræna húsinu í gær. Þar kom meðal annars fram að af þeim 43 samningum sem Norð- urlöndin hafa gert eru átján í gildi hér á landi. Þeir hafa skilað skatta- yfirvöldum mikilvægum gögnum frá þekktum skattaskjólum eins og Jómfrúaeyjum og Belís. „Þar erum við hins vegar að glíma við það vandamál að mikil- vægar fjárhagsupplýsingar, svo sem bókhaldsgögn eða gögn um ársreikninga, eru oft ekki til í þessum löndum. Af þeim sökum hafa samningarnir ekki skilað jafn miklum árangri og þeir ann- ars gætu,“ segir Bryndís. Hún segir að í þessu sambandi sé rétt að geta þess að Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, athugar þessa dagana hvort full- nægjandi kröfur séu gerðar innan þessara ríkja þegar kemur að söfnun mikilvægra fjárhagsupp- lýsinga. Bryndís bendir einnig á að flest mál sem hafa komið inn á borð skattrannsóknarstjóra frá hruni tengist fjármunafærslum í gegn- um Lúxemborg, þar sem banka- leynd er enn rík. „Það er svolítið sérstakt við Ísland hvað þessi skattaskjólsmál eru tengd Lúxemborg því í öðrum löndum dreifast málin á mun fleiri lönd.“ Spurð hvort íslensk stjórnvöld geti í gegnum áðurnefnda samn- inga lagt fram lista yfir einstak- linga sem grunaðir eru um að eiga bankareikninga eða félög í skatta- skjólum og fengið upplýsingar um þá segir Bryndís málið ekki svo einfalt. „Við verðum að óska eftir upp- lýsingum eftir einstökum málum og höfum ekki heimildir til að afla upplýsinga um allt og alla,“ segir Bryndís. haraldur@frettabladid.is Nýta gögn úr skjólum við skattrannsóknir Samningar Norðurlandanna um upplýsingaskipti við aflandssvæði hafa í nokkrum tilvikum styrkt rannsóknir skattayfirvalda á málum hér á landi. Skatt- rannsóknarstjóri segir löndin standa vel að vígi í baráttunni gegn skattaskjólum. Það er svolítið sérstakt við Ísland hvað þessi skattaskjólsmál eru tengd Lúxemborg því í öðrum löndum dreifast málin á mun fleiri lönd. FÓR YFIR STÖÐU MÁLA Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri var á meðal fyrirlesara á málþingi um skattaskjól í Norræna húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.