Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 38
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30
MORGUNMATURINN
„Við teljum að þetta sé tæki-
færi sem íslensk útgáfufyrir-
tæki fái ekki oft,“ segir Jón
Axel Ólafsson, útgefandi og
stjórnarformaður Eddu útgáfu.
Bandaríska stórfyrirtækið Dis-
ney hefur beðið Eddu um að
koma að útgáfu á nokkrum vöru-
línum sem tengjast bæði kvik-
myndum og öðrum vöruflokk-
um. Edda verður skilgreind sem
lífsstílsútgefandi Disney í Norð-
ur-Ameríku en markaðurinn í
Bandaríkjunum og Kanada er um
fjögur hundruð milljónir manna.
„Ef þessar áætlanir ganga eftir,
sem ég geri ráð fyrir, munum við
bera ábyrgð á efni sem er ekki ein-
göngu ætlað börnum heldur fjöl-
skyldum og fullorðnum líka. Þetta
eru verkefni sem snúa að mat,
grænum lífsstíl, betra lífi, sam-
skiptum, náttúru og fræðsluefni,“
segir Jón Axel, sem er að sjálf-
sögðu spenntur fyrir samstarfinu.
Hann segir Eddu hafa unnið í
því síðastliðið eitt og hálft ár
að stækka markaðssvæði sitt.
„Við ákváðum að reyna að finna
ný tækifæri undir Disney-vöru-
merkinu. Það varð úr að við
skoðuðum tækifæri sem gefast
í Bandaríkjunum og við höfum
þróað vörumerki sem er sérstak-
lega ætlað fyrir þann markað.“
Edda útgáfa hefur átt í viðskipta-
sambandi við Disney í Skandi-
navíu í þrjátíu ár. Boltinn fór
að rúlla þegar fyrirtækið hóf
útgáfu á matreiðslubókum Dis-
ney árið 2010, sem hafa selst í
um sextíu þúsund eintökum. Þær
bækur eru framleiddar á Íslandi
og tengjast ekki Disney í Banda-
ríkjunum nema að nafninu til.
„Það eru ekkert mjög margir í
Bandaríkjunum sem hafa leyfi
til að framleiða Disney-vörur
fyrir Bandaríkin. Við erum svo
heppin að fá tækifæri til að vinna
með þetta vörumerki þar en til
þess höfum við þurft að kom-
ast í gegnum nálarauga Disney-
samsteypunnar,“ segir hann.
Spurður hvers virði hinn vænt-
anlegi samningur við Disney sé
segir Jón Axel erfitt að leggja
mat á slíkt. „Við erum að leggja
upp í langferð. Markmiðið er ekki
að setja upp stórar skrifstofur í
Bandaríkjunum heldur nýta það
frábæra fólk sem við erum með
hér til að vinna þessi verkefni.“
freyr@frettabladid.is
Útgáfa í N-Ameríku í
samstarfi við Disney
Edda útgáfa er á leiðinni í samstarf við bandaríska stórfyrirtækið Disney.
SPENNANDI
TÆKIFÆRI
Jón Axel
Ólafsson hjá
Eddu er mjög
spenntur
fyrir sam-
starfinu við
Disney.
Reiknað er með að fyrsta Disney-
útgáfa Eddu í Norður-Ameríku
verði næsta vor. Að sögn Jóns Axels
verður ekki um matreiðslubók að
ræða því áætlað er að hún komi út
seinni partinn á næsta ári. „Við erum með
um þrjátíu titla sem við vinnum að því að
koma út á næstu þremur árum.“
Þrjátíu titlar á þremur árum
PI
PA
R\
TB
W
A
·
S
ÍA
·
1
32
7
74
Fiskikóngurinn
Stærð 30/40
Sogavegi 3
fiskikongurinn.is
s. 587 7755
„Það verður nóg að gera hjá Mumma
Íslandsmeistara á tónleikunum,
hann spilar með okkur og líka með
eigin hljómsveit,“ segir Hólmfríður
Ósk Samúelsdóttir um Guðmund
Reyni Gunnarsson fótboltakappa,
en þau koma fram saman á tónleik-
um á Rósenberg í kvöld. Hófí skipar
hljómsveitina SamSam ásamt syst-
ur sinni Gretu Mjöll Samúelsdóttur.
„Mummi og Greta kynntust vel
úti í Boston þegar þau voru þar bæði
í námi og í kjölfarið fór þau að ræða
samstarf í tónlist.“
Guðmundur Reynir, sem gaf út
plötu árið 2010, kemur einnig fram
með eigin hljómsveit á tónleikun-
um. „Okkur vantaði píanóleikara og
Mummi er mjög góður píanóleikari
og því var tilvalið að fá hann með
okkur,“ bætir Hófí við, en Mummi
hefur komið talsvert fram með
systrunum undanfarið.
SamSam og Mummi stefna að
plötuútgáfu með vorinu. „Það er
draumur að gefa út plötu með vor-
inu, það er næst á dagskrá hjá
okkur,“ segir Hófí að lokum. Tón-
leikarnir hefjast stundvíslega
klukkan 21. - glp
Knattspyrnusnillingar með tónleika í kvöld
Hólmfríður Ósk og Greta Mjöll Samúelsdætur koma fram á tónleikum ásamt Guðmundi Reyni Gunnarssyni.
„Kaffi og lýsi. Hið klassíska kombó
sem allir þekkja og elska.“
Berglind Pétursdóttir, dansari, gif-drottning
og textahöfundur.
SYSTUR SPILA
SAMAN Hólm-
fríður Ósk og
Greta Mjöll
Samúelsdætur
koma fram á
Rósenberg í
kvöld ásamt
Guðmundi
Reyni Gunnars-
syni.
MYND/HANNA
GESTSDÓTTIR
„Það er mikill heiður að fá að
vinna með þessu frábæra fólki,“
segir Arnmundur Ernst Back-
man Björnsson sem leikur á móti
Ingvari E. Sigurðssyni og Ilmi
Kristjánsdóttur í Jeppa á fjalli,
en verkið var frumsýnt í Borgar-
leikhúsinu síðasta föstudag.
Arnmundur Ernst á ekki langt
að sækja leiklistarhæfileikana
en hann er sonur Eddu Heið-
rúnar Backman og Björns Inga
Hilmarssonar, sem bæði eiga
glæstan leiklistarferil að baki.
Í leikskrá Borgarleikhússins
er hann titlaður Björnsson en
hefur yfirleitt notað eftirnafn-
ið Backman, eins og til dæmis á
Facebook. „Það fer nú bara eftir
hentisemi hvort ég nota Back-
man eða Björnsson.“
Jeppi á fjalli er fyrsta leikrit-
ið sem Arnmundur Ernst leikur í
eftir að hann útskrifaðist úr leik-
listardeild Listaháskóla Íslands í
vor. „Arnar Dan Kristjánsson leik-
ur einnig í verkinu en við vorum
bekkjarfélagar í skólanum og erum
miklir vinir. Við leigðum saman
íbúð og héldum hita hvor á öðrum
þegar kalt var í veðri,“ segir Arn-
mundur um vinskapinn.
„Það er freistandi að fara utan að
læra meira en það liggur ekkert á
því,“ svarar Arnmundur Ernst að
lokum, þegar spurt er um mögu-
leikana á erlendri grundu.
-glp
Nýútskrifaður og stal senunni
Arnmundur Ernst hefur vakið mikla athygli með leik sínum í verkinu Jeppi á fj alli.
STELUR SENUNNI Arnmundur Ernst
Backman Björnsson á stórleik í verkinu
Jeppi á fjalli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL