Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA PERA OG RICOTTA-OSTUR Skerið peru í tvennt og smyrjið með ricotta-osti. Stráið kanil yfir til að bragðbæta og hitið í ofni í 10 til 15 mínútur. Hver skammtur inniheldur 8 grömm af prótíni, 5 af trefjum og 170 hitaeiningar. LÁRPERA OG KOTASÆLA Skerið lárperu í tvennt, takið kjarn- ann úr og fyllið í holuna með léttri kotasælu. Slíkur millibiti inniheld- ur um 200 hitaeiningar, 9 grömm af prótíni og 7 grömm af trefjum. EPLI OG MJÓLK Stórt epli og glas af léttmjólk gefa um 200 hitaeiningar, 10 grömm af prótíni og 5 grömm af trefjum. TÚNFISKUR OG KEX Notið túnfisk úr dós, í vatni frekar en olíu, og mokið 85 grömmum á sex litlar heilhveitikökur eða hrökkbrauð. Þessi millibiti gefur um það bil 3 grömm af trefjum og 20 grömm af prótíni. GRÆNT TE OG MYNTA Þegar ekki er tímabært að fá sér millimálsbitann en löngunin í eitthvað gott tekur yfirhönd- ina er gott að eiga hressandi svaladrykk í ísskápnum sem inniheldur engar hitaeiningar. Hellið upp á grænt te og kælið. Merjið örlítið af myntu út í glas eða könnu með ísmolum, hellið teinu í og bætið jafnvel nokkr- um sítrónudropum út í. www.health.com FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir ÞEKKING Markmið ráðstefn- unnar sem fram fer í Salnum í Kópa- vogi er að auka þekkingu á hinum lífsnauðsynlegu ómega fitusýrum. Í doktorsverkefni mínu skoðaði ég hvort tengsl væru milli næringar á þremur æviskeiðum, unglingsárum, miðjum aldri og á efri árum, og áhættu á að greinast með krabbamein í blöðruháls- kirtli,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, rannsóknarsérfræðingur í lýðheilsu- vísindum við Háskóla Íslands. Hún mun fjalla um niðurstöður rannsóknar sinnar á ráðstefnu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn. Í rannsókninni var karlmönnum fylgt eftir að meðaltali í 24 ár. „Á þeim tíma greindust rúmlega 1.100 karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli og af þeim var 371 með langt gengið mein,“ lýsir Jóhanna. Þeir sem tóku lýsi komu vel út úr rann- sókninni. „Á efri árum var reglubundin lýsisneysla tengd 57 prósenta minnk- aðri áhættu á langt gengnu meini, borið saman við þá sem ekki tóku lýsi,“ segir Jóhanna og bendir á að tíð neysla á rúg- brauði á unglingsárum sýndi vernd gegn sjúkdómnum en dagleg neysla á mjólk á unglingsárum og á söltuðum eða reyktum fiski á unglings- og efri árum jók áhætt- una. Í sumar birtist frétt um rannsókn bandarískra vísindamanna sem töldu krabbamein í blöðruhálskirtli algengara hjá karlmönnum sem neyta matar sem ríkur er af ómega-3 fitusýrum. Jóhanna Eyrún segir niðurstöður rannsóknarinnar stangast á við aðrar. „Í þessari rannsókn tóku þátt 900 menn með krabbamein í blöðruhálskirtli en aðeins fjórir þeirra voru með langt gengið mein. Því viljum við meina að hún geti ekkert sagt til um áhrif ómega-3 á slík alvarleg mein,“ segir Jóhanna. Hún bendir jafnframt á þá skýringu að þeir karlmenn sem hugsa vel um heilsu sína og taka lýsi eða ómega-3 töflur séu einnig líklegri til að fara reglu- lega til læknis og greinist því frekar með krabbamein en hinir sem hugsa minna um heilsuna. Jóhanna telur því ekki bara óhætt að taka lýsi og ómega-3 heldur að það sé fólki mjög til heilsubótar. „Í fjölmörgum rannsóknum kemur í ljós að mikil fisk- neysla minnkar dánartíðni af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli,“ segir hún og bendir jafnframt á aðra rannsókn þar sem magn ómega-3 fitusýra í blóði var mælt. „Þar fundust engin tengsl við langt gengið blöðruhálskrabbamein.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefn- unni eru Michael A. Crawford frá Imperial College í London, Axel F. Sigurðsson hjartalæknir, Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi rektor HÍ, Guðrún V. Skúla- dóttir, vísindamaður við HÍ, og Michael Clausen, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna. ■ solveig@365.is ÓMEGA-3 ER EKKI SKAÐLEGT FRÓÐLEIKUR Haldin verður ráðstefna um ómega-fitusýrur á fimmtudaginn. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er einn fyrirlesara og fjallar um hvort tengsl séu á milli neyslu ómega-3 fitusýra og krabbameins í blöðruhálskirtli. FLYTUR FYRIRLESTUR Jóhanna Eyrún Torfa- dóttir, rannsóknarsér- fræðingur í lýðheilsu- vísindum við HÍ, ræðir hvort tengsl séu milli neyslu ómega-3 fitusýra og blöðruhálskrabba- meins. MYND/ARNÞÓR MILLIBITI SEM HRAÐAR EFNASKIPTUNUM Til að brenna aukakílóum þarf líkaminn gott eldsneyti allan daginn. Eftirfarandi millibitar eru fengnir af health.com og eru sagðir hraða brennslu líkamans. Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu • UNGBARNANUDD byrjar 10 okt n.k. kl. 14.00 • SVÆÐANUDDNÁM byrjar 10 okt.n.k.kl. 18.00 • ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Laugard. 12 okt. kl. 11.00- 15.00 Skoðið heilsusetur.is eða hringið í síma 8969653. NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA SUPERBEETS Rauðrófukristall 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml af vatni. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku. Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 700 600 500 400 300 200 100 0 N -O In de x BEET ELITE BeetIt BiottaSUPERBEETS Stingur keppinautana af. Eftir fertugt framleiðir líkaminn mun minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. Náttúruleg kynörvun fyrir karla og konur Hvað gerir VIAGRA - SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection. Fæst í apótekum, heilsubúðum, World Class og Sportlíf Umboð: www.vitex.is Hár blóðþrýstingur einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma Meira blóðflæði Betri líðan - betri heilsa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.