Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 12
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Evrópa er okkar mikilvægasti útflutnings- markaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES- samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hags- munamál. Samningurinn tryggir frelsi í við- skiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytj- ast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávar- útvegsstefna ESB falli ekki undir samning- inn tryggir hann greið viðskipti með landbún- aðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningur- inn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuld- bundið sig til að tryggja að löggjöf sé sam- ræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmun- um Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafar- starfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hags- munagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsálykt- unar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls. Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi EVRÓPUMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram vilji ríkisstjórnarinnar til að einkaaðilar taki þátt í samgöngubótum hér á landi á næstu árum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Vegagerðinni hefði verið falið að skoða hvaða verkefni væru fýsileg í vegamálum. Jafnframt kæmi til greina að einkaaðilar tækju þátt í uppbyggingu hafna og flugvalla. Við núverandi aðstæður, þar sem ríkissjóður er í mjög þröngri stöðu, er fullkomlega eðlilegt að skoða möguleika á að fá nýja peninga inn í samgönguframkvæmdir með nýjum aðferðum. Það hlýtur líka í rauninni að vera skilyrði þess að byggja samgöngu- mannvirki í einkaframkvæmd að það séu raunverulega einkaaðil- ar sem fjármagna verkin og taka áhættuna en skattgreiðendur borgi ekki brúsann á endanum. Þetta á aðeins við um eina samgönguframkvæmd hér á landi til þessa; Hvalfjarðar- göngin. Þar var áhætta ríkis- ins af framkvæmdinni lítil og notendur ganganna greiða síðan sjálfir kostnaðinn. Þegar göngin eru að fullu greidd eignast ríkið þau. Vaðlaheiðargöngin eru sögð gerð í einkaframkvæmd. Það er blekking af því að skattgreiðendur lána fyrirtækinu peninga sem óvíst er að fáist til baka vegna hæpinna forsendna um meðal annars umferðarþróun og lánskjör. Vonandi er ríkisstjórnin ekki með hugmyndir um fleiri slíkar „einkaframkvæmdir“. Hvað hafnir og flugvelli varðar hlýtur einkarekstur að koma vel til greina í ýmsum tilvikum. Til dæmis má vel hugsa sér að einkafyrirtæki reki Leifsstöð og beri fjárhagslega áhættu af nauðsynlegri stækkun hennar til að anna stóraukinni umferð – en njóti jafnframt ávinningsins ef því tekst að skapa nægilegar tekjur af viðskiptum flugfélaga og verzlun ferðamanna. Innanríkisráðherrann nefnir að einkafyrirtæki hafi áhuga á hafnarframkvæmdum í tengslum við auknar siglingar um norður- slóðir. Það væri raunar fráleitt að skattgreiðendur legðu fé til slíkra framkvæmda vegna þeirrar áhættu sem þær fela í sér, en sjálfsagt að einkaaðilar hætti peningunum sínum. Í vegamálunum segir ráðherrann það skilyrði að íbúar og vegfarendur eigi kost á annarri leið – eins og á við í Hvalfirðinum. Þetta liggur út af fyrir sig í augum uppi. Það eru hins vegar ekki óskaplega margir samgöngukostir sem þetta ætti við um. Eigi að vera nægileg umferð um vegina og göngin til að notendagjöld standi undir þeim, þyrftu þessar framkvæmdir flestar að vera á Suðvesturlandi, þar sem umferðin er þéttust. Sundabraut gæti verið slík samgöngubót, enda hefur áður verið skoðað hvort hún gæti farið í einkaframkvæmd. Þá geta menn sagt sem svo að lítið réttlæti sé í því að láta höfuðborgarbúa borga fyrir þessa hagkvæmu samgöngubót en rukka engan fyrir afnot af mun óhagkvæmari framkvæmdum eins og jarðgöngunum sem boruð eru í gegnum fjöll víða um land. Á móti kemur að valdahlutföllin á Alþingi eru enn þá þannig að framkvæmdirnar úti um land eru mun líklegri til að fá fjárveit- ingu en samgöngubætur á suðvesturhorninu. Á næstu árum er ekki víst að höfuðborgarbúar fái samgöngubót eins og Sundabraut nema borga sjálfir fyrir að nota hana. Senni- lega hefðu Hvalfjarðargöngin enn ekki verið boruð nema af því að það var gert í einkaframkvæmd og notendur borga. Ríkisstjórnin vill einkaframkvæmd í samgöngum: Borað og borgað Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is ➜ EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Allt hitt Um þessar mundir eru fimm ár frá hruni og af því tilefni verður varla þverfótað fyrir frásögnum þar sem hitt og þetta hruntengt er rifjað upp. Annað hvert Facebook- sjálf hefur rifjað upp hvar það var statt þegar það hlýddi á dramatískt ávarp Geirs H. Haarde og fjölmiðlar birta hrunsannála dag eftir dag. En það var hins vegar fleira sem gerðist á Íslandi á þessum örlagatímum en hrun efnahagslífsins. Lítum á nokkur dæmi: Trúður án tyggjókúlu Greint var frá því að minkar væru að hverfa af Tjörnesi og veiðimenn voru nokkuð roggnir með árangurinn. Baltasar Kormákur kynnti líka áform um víkingamynd sem hann hugðist leikstýra á Íslandi og ekki mátti ráða annað af fréttunum en að gengið hefði verið frá sjö milljarða króna fjármögnun fyrir hana. Hún hefur þó aldrei orðið. Og svo var það Tyggjótrúðurinn frá Kjörís– tilkynnt var að tyggjó- kúlan yrði fjarlægð úr honum svo að hún gæti ekki hrokkið ofan í börn. Norn, tóbak og risahús Og það var meira á seyði í þessari viku: Árni Þórarinsson gerði það gott í Frakklandi með Tíma nornar- innar, KR-ingar urðu bikarmeistarar í karlafótbolta, þingkonan Ásta Möller vildi hætta að selja tóbak í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna lýðheilsusjónarmiða og það var kannski viðeigandi að sunnudaginn 5. október 2008 var Korputorg opnað, sem er enn eitt alstærsta hús landsins. Það er sem sagt ljóst að Íslend- ingar hefðu haft kappnóg að smjatta á þótt hér hefði ekkert hrunið. stigur@frettabladid.is HÚSNÆÐI FYRIR LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ Húsnæðið er innréttað með stórum búnings- herbergjum og hentar fyrir hvers konar íþróttaiðkun, dans eða félagsstörf. Áður CrossFit Reykjavík. Upplýsingar eru veittar í síma 590 2200 eða með tölvupósti á utleiga@eik.is Eik fasteignafélag leigir 678 m2 líkamsræktarstöð í Skeifunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.