Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 10
8. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 EFNAHAGSMÁL Lítil og meðalstór fyr- irtæki greiddu lungann úr heildar- launum í atvinnulífinu á síðasta ári. Heildarlaun í atvinnulífinu á Íslandi námu 555 milljörðum króna og greiddu lítil og meðalstór fyrirtæki tvo þriðju af þeirri upphæð. Þetta kemur fram í úttekt Hag- stofunnar sem unnin var í tilefni Smá- þings sem hald- ið verður á Nord- ica Hótel á fimmtudag. Á þinginu verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu. Lítil fyrirtæki (með færri en 50 starfsmenn) greiddu um 44 prósent heildarlauna í atvinnulífinu árið 2012 eða 244 milljarða króna. Örfyrirtæki (með einn til níu starfs- menn) greiddu 21 prósent launa eða 116,5 milljarða. Hlutdeild lítilla og meðalstórra fyrirtækja í verðmætasköpuninni er hærra á Íslandi en í ESB. Hlut- deildin var 66 prósent á Íslandi árið 2012 en 58 prósent í ESB. Tilgangur Litla Íslands er sagð- ur að bæta rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi og að byggja upp kröftugra, betra og skemmti- legra samfélag. - jjk Lítil og meðalstór fyrirtæki greiða lungann úr heildarlaunum atvinnulífsins: Hlutfallið er hærra hér en í ESB Meira í leiðinniN1 VERSLANIR | N1 BÍLAÞJÓNUSTA | SÍMI 440 1100 | WWW.N1.IS BANNER STARTGEYMAR Í FLESTAR GERÐIR FARARTÆKJA Banner startgeymar í allar stærðir ökutækja t.d. mótorhjól, fjórhjól, vélsleða, dráttarvélar, vörubíla, vinnuvélar, jeppa og fólksbíla. Eigum einnig til start- og neyslugeyma fyrir báta, fellihýsi og hjólhýsi. Banner geymar eru framleiddir í evrópu. EFNAHAGSMÁL „Ísland þarf á að halda sveigjanleikanum sem krón- an færir,“ segir Robert Z. Aliber, prófessor emeritus í alþjóðahag- fræði og fjármálum við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum. Vegna þess hversu mikið íslenskt efna- hagslíf reiðir sig á útflutning á sjávarafurðum segir hann að landið yrði í afar slæmri stöðu með annan gjaldmiðil ef alvarlegt áfall yrði í greininni. Aliber talaði á fyrirlestri sem við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands stóð fyrir ásamt Samtökum fjárfesta í hátíðarsal aðalbyggingar Háskólans í hádeginu í gær. Er þetta í fimmta sinn sem hann sækir land- ið heim en Aliber öðlaðist nokkra frægð hér á landi þegar hann spáði fyrir um hrunið árið 2008. Þá sagði hann í heimsókn sinni að hann teldi bankana mundu falla innan hálfs árs. Þeir féllu svo fjórum og hálf- um mánuði síðar. Í erindi sínu sagði Aliber atburða- rásina í fjármálakreppunni hér og í Bandaríkjunum í meginatriðum hafa verið þá sömu. Sökudólgurinn væri gallað fjármálakerfi í heim- inum. Bankarnir væru þar fremur fórnarlömb en gerendur, hvort sem um væri að ræða Lehman eða ein- hverja aðra. Kennisetningar hagfræðinga sem mark hefði verið tekið á síðustu ára- tugi um að best væri að láta gengi gjaldmiðla fljóta sagði Aliber að hefðu reynst rangar. Kerfið hefði búið til umhverfi spákaupmennsku þar sem hætt væri við stóráföllum í efnahagslífi þjóða. Því þyrfti að horfa til þess að koma á kerfi sem næði til helstu kosta flot- og fast- gengisstefnu. Hann leggur því til að lönd stýri gjaldeyrisflæði í fast- gengisstefnu sem yrði endurskoðuð mánaðarlega. Með því megi tempra sveiflur og koma í veg fyrir áhrif spákaupmennsku á gjaldmiðlamark- aði og draga úr skaðlegum áhrifum innflæðis erlends fjármagns. Hér á landi hafi innflæði gjaldeyris fyrir hrun styrkt krónuna úr hófi og ýtt undir bólumyndun sem svo endaði með ósköpum. Í dag fundar Aliber meðal ann- ars með sérfræðingum Seðlabanka Íslands. olikr@frettabladid.is Fastgengi sem endur- skoða á mánaðarlega Hrun fjármálakerfis heimsins skrifast á kerfisgalla, ekki einstaklinga, segir prófessor Robert Aliber. Hann leggur til að horfið verði frá flotgengi gjaldmiðla sem bjóði upp á spákaupmennsku og ýti undir óstöðugleika. Hér þurfi sveigjanleika krónunnar. MÆTTUR Robert Z. Aliber, prófessor emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum, mætir í þéttskipaðan hátíðarsal í aðalbygg- ingu Háskóla Íslands í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðla- bankans, sem stýrði fundinum, segir að líkindi séu með hugmyndum Alibers og þeirri stýringu á gengi krónunnar sem stefnt sé að hér á landi og feli í sér meiri inngrip á gjaldeyrismarkaði. Segja megi að Aliber vilji ganga lengra og stefna að varanlegum viðskiptaafgangi sem verði enn meiri á meðan verið sé að losa um eignir erlendra krónueigenda. Þannig gæti Seðlabankinn keypt vikulega gjaldeyri á álandsgengi sem hann gæti síðan boðið upp á gjaldeyris- uppboðum og keypt krónur af erlendum krónueigendum á lægra gengi. Þegar búið er að losa um þessar eignir eigi einnig í framtíðinni að hafa varanlegan viðskiptaafgang til þess að lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis. Mikilvægt sé fyrir lítil hagkerfi að fjárfest sé utan þeirra. Erlendar eignir muni auka fjármála- legan stöðugleika. Þá megi ráða af orðum Alibers að fólk dragi þann lærdóm af kreppunni að sparnaður sé af hinu góða og skuldir séu varasamar. „En í stað þessara gömlu gilda hefur fólk kannski fremur lært að skuldarar eigi að fá niðurfellingu og að ef skuldirnar séu erlendar megi ganga frá þeim.“ Rangur lærdómur dreginn af hruninu E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 5 5 8 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri www.renault.is SPARNEYTNIR Á GÓÐU VERÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil Sjálfsk. dísil GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr. Verð: 3.890 þús. kr. Verð: 2.890 þús. kr. Verð: 4.290 þús. kr. RENAULT MEGANE RENAULT CLIO RENAULT SCENIC L/100 KM* L/100 KM* L/100 KM* 4,2 3,4 4,7 GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.