Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2013 | MENNING | 21 Justin Bieber sendi frá sér nýtt lag í gær og er titill þess Heartbreaker. Söngvarinn segist hafa samið lagið er hann var í ástarsorg. „Þetta er lag fyrir þá sem eru að ganga í gegnum ástarsorg, eins og ég gerði á þeim tíma sem lagið var samið. Það er mér mikils virði að geta deilt tilfinningum mínum með aðdáendum mínum. Ég er mjög stoltur af þessu lagi og ég vona að aðdáendur mínir kynnist mér betur við að hlusta á það,“ sagði Bieber um tilurð lagsins. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum halda því fram að lagið sé samið um söng- og leikkonuna Selenu Gomez en Bieber og Gomez hættu saman í nóvember í fyrra eftir tveggja ára samband. Parið endurnýjaði sam- bandið sama mánuð en hætti aftur saman í janúar á þessu ári. Í textanum við Heartbreaker segir meðal annars: „Ég get ekki borðað, ég get ekki sofið, ég vil ekki svara símanum. Ég get ekki talað, ég get ekki andað,“ og því ljóst að söngvaranum unga hefur liðið bölv- anlega í kjölfar sambandsslitanna við Gomez. Samdi lag í ástarsorg Justin Bieber sendi frá sér lagið Heartbreaker í gær. Lagið fj allar um ástarsorg. SORGMÆDDUR Justin Bieber sendi frá sér nýtt lag í gær. Lagið fjallar um ástarsorg. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta eru 17 manns sem koma til landsins, ásamt 40 feta gámi með leikmynd,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, verkefnastjóri tónlistarsviðs Hörpu, um Stomp-sýninguna sem væntanleg er hingað til lands. Breska sýningin Stomp hefur farið sigurför um heim- inn og verður sett upp í Eldborgarsalnum í Hörpu 18., 19. og 20. desember. Stomp sameinar leikhús, dans og hryntónlist en flytj- endur notast við stígvél, ruslafötur, sópa, vaska og margt fleira til að búa til stórkostlegan takt sem hrifið hefur áhorfendur um heim allan. „Þetta er allt mjög hæfileikaríkt fólk og miklir íþróttamenn, fólkið er á fullu allan tímann.“ Sýningin kom hingað til lands árið 2000 en hún hefur verið uppfærð og þróuð. Miðasala á sýninguna fer fram á harpa.is. -glp Berja í ruslafötur og vaska Stomp er heimsfræg sýning sem verður í Eldborgarsalnum í Hörpu í desember. HEIMSFRÆG SÝNING Breska sýningin Stomp verður sýnd hér á landi í desember. MYND/STEVE M CNICHOLAS Ú r ljó ði nu F ja llg an ga e ft ir Tó m as G uð m un ds so n Ú r ljó ði nu F ja llg an ga e ft ir Tó m as G uð m un ds so n ÞARNA FÓR ÉG SJÁIÐ TINDINN! „Eitt af stórvirkjum nútímans.“ ESSENCE Eysteinn Sigurðsson / Tíminn Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.