Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 ÉNAXIN-ORKUGJAFIGENGUR VEL KYNNIR Á dimmum vetrardögum getur verið erfitt að rífa sig fram úr rúminu. Énaxin er koffínlaus orkugjafi s b því sem hann eykur ork VEFUR UM NÝRAÍGRÆÐSLURNýr fræðsluvefur um nýraígræðslur var opnaður nýverið með það að markiði að fjölga nýragjöfum. www.landspitali.is/nyraigraedslur 20% afsláttur af öllum skóm frá YFIRHAFNARDAGAR! 15% afsláttur af öllum yfirhöfnumOpið laugardaga 12:00-15:00 Skipholti 29b • S. 551 0770 BÍLARÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 29. október 2013 254. tölublað 13. árgangur Fá meira frá ríkinu Ríkið hefur styrkt bæði Mæðrastyrks- nefnd og Fjölskylduhjálp Íslands um milljónir á síðustu árum. Mæðra- styrksnefnd hefur fengið mun meira en Fjölskylduhjálpin. 2 Kæra Tal og Flix Smáís hyggst kæra fyrirtækin Flix.is og Tal til lögreglunnar fyrir brot á lögum um höfundarrétt. 4 Kína hunsar Noreg Stjórnvöld í Kína hafa nú hunsað norsk stjórnvöld í þrjú ár eftir að andófsmaður fékk friðarverðlaun. Það virðist þó ekki hafa skaðað Noreg mikið. 6 Afhentu mótmælabréf Hraunavinir afhentu bæjarstjóra Garðabæjar mótmælabréf í gær. Þar var með- ferð mótmælenda í Gálgahrauni mótmælt. 10 SKOÐUN Drómi tapar peningum í dag, skrifar Björn Steinbekk Kristjánsson. 14 MENNING Páll Óskar Hjálmtýsson hefði ekki viljað frumflytja lagið Evrópa og við á Vísi.is. 30 SPORT Íslenskir tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni í Dominos- deild karla í körfubolta í vetur. 27 2 dagar í Hrekkjavöku Hryllilegt úr val af hræðilegu m vörum! KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 Peysa Kr. 3.990.- FÓLK Guðlaug Jónsdóttir arkitekt er nú í óða önn að hanna tréhús fyrir rapparann, upptökustjór- ann og athafna- manninn Dr. Dre. Tréhús- ið stendur í Hollywood- hæðum og þaðan er útsýni yfir alla Los Angeles borg. „Húsið er að mestu byggt úr viði sem verður eins og skúlp- túr og teygir sig inn og í gegnum allt húsið. Ég kalla þetta nútíma- legt tréhús,“ segir Guðlaug. Hún rekur arkitektastofuna Gulla Jonsdottir Design í Los Angeles, þar sem hún hefur búið í rúm tuttugu ár. - ósk / sjá síðu 30 Hönnuður í Hollywood: Hannar tréhús fyrir Dr. Dre GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL Árið 2004 voru laun að jafnaði 14.677 krónum hærri á mánuði en árið 2012. Gögn Ríkis- skattstjóra sýna að frá árinu 2010 hafa laun hér á landi smáhækkað. Í nýjasta tölublaði Tíundar, frétta- blaðs Ríkisskattstjóra, er birt yfirlit tekjuskatts- og útsvarsstofns á föstu verðlagi ársloka 2012, ásamt upplýs- ingum um fjölda skattgreiðenda. Úr gögnunum má lesa hvernig tekjur fólks hrundu í kjölfar efna- hagshrunsins 2008. Laun eru þann- ig langt frá því að ná hæðum efna- hagsbólunnar. Árið 2007 var fólk að jafnaði með rúmum 67 þúsund krónum hærri mánaðarlaun en árið 2012, á föstu verðlagi ársloka þess árs. Í samantekt efna- hagsritsins Vísbend- ingar kemur jafnframt fram að skuldir heimila sem hlutfall af landsframleiðslu voru í fyrra líka á svipuðu róli og 2004. Í Tíund eru framtöl ein- staklinga enn sögð bera vitni um hrunið. „Engu að síður eru ákveðin merki um að ýmis- legt horfi nú til betri vegar og að botnin- um hafi verið náð árið 2010.“ - óká / sjá síðu 8 Botni efnahagskreppunnar var náð árið 2010 samkvæmt gögnum RSK: Laun í fyrra nálgast árið 2004 FÉLAGSMÁL Nokkrum albönskum fjölskyldum hefur verið vísað úr landi og verða fluttar af landi brott í kvöld. Farþegaflugvél á vegum landamærastofnunar Evrópusam- bandsins (Frontex) kemur til lands- ins og sækir fólkið sem allt hefur sótt um hæli hér á landi. Flugvélin hefur viðkomu í fleiri löndum í sama tilgangi, og flytur alls um 160 albanska hælisleitend- ur til Albaníu. Viðkomustaðirnir eru meðal annars í Svíþjóð, þangað sem vélin flýgur í nótt, og í Róm á Ítalíu, að því er Fréttablaðið kemst næst. Um sautján Albana er að ræða, þar af sex börn. Eitt þeirra er fimm mánaða gamalt og fæddist hér á landi. Ein konan í hópnum er komin sex mánuði á leið og orðin veik vegna álags, herma heimildir Fréttablaðsins. Jafnframt er gagn- rýnt að aðeins líða um tveir sólar- hringar frá því að fólkinu var til- kynnt um að komið væri að brottför og þangað til það verður flutt um borð í flugvélina. Einu upplýsingarnar sem feng- ust frá embætti ríkislögreglustjóra voru að innanríkisráðuneytið hefði falið embættinu að annast heimferð sautján albanskra ríkisborgara sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli og vísað úr landi. Um tilurð þess að vél á vegum Frontex fer um Evrópu til að sækja albanska hælisleitendur segir í svarinu: „Ísland er aðili að Fron- tex og tekur þátt í ýmsu samstarfi á grundvelli þess og í samræmi við reglur ESB (Return Directive).“ Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður hjá Vox, segir að farið hafi verið fram á frestun réttaráhrifa á úrskurði innanríkisráðuneytisins um frávís- un, en þeirri beiðni var hafnað. Hún segir að þessari aðgerð svipi til þess þegar hópur hælisleitenda frá Króa- tíu var sendur úr landi, en venjan er að hælisleitendur fá að vera hér á landi þangað til endanleg niðurstaða er fengin fyrir dómi. Hluti af hópnum kom hingað til lands fyrir landsleik Íslands og Albaníu í september. Albanar eru næstfjölmennasti hópurinn sem sótt hefur um hæli á þessu ári en aðeins Króatar eru fleiri. Öllum umsókn- um hælisleitenda frá Albaníu hefur verið hafnað. - shá ESB smalar hælisleitendum frá Albaníu saman í flugvél Sautján hælisleitendur frá Albaníu verða fluttir af landi brott í kvöld. Farþegaflugvél sem sækir fólkið kemur við í fleiri löndum og flytur alls 160 hælisleitendur. Barn fætt á Íslandi og ólétt kona meðal þeirra sem fara. ■ Flestir Albanar sem óska eftir hæli hér á landi nefna að þeir séu á flótta undan blóðhefnd, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. ■ Staðfest er að það á við um tvær fjölskyldur sem fara af landi brott í kvöld en erfitt er að sannreyna að flóttamennirnir séu að segja rétt frá. ■ Blóðhefndin byggist á alda gömlum albönskum lögum sem útlista hvernig standa má að blóðhefndinni. Drepa má karlmenn á öllum aldri en þeir eru friðhelgir á eigin heimili. Flestir flýja blóðhefnd heima í Albaníu Bolungarvík -1° NA 7 Akureyri -2° NA 3 Egilsstaðir -1° NA 4 Kirkjubæjarkl. 2° SA 5 Reykjavík 2° A 5 ÚRKOMULÍTIÐ Yfirleitt fremur hæg norðaustlæg átt og úrkomulítið. Stífari austanátt og dálítil væta S-lands. Vægt frost en hiti að 5 stigum syðra. 4 GÁLGAHRAUN SELT Á TVÆR MILLJÓNIR Málverkið Gálgahraun eftir Kjarval var á uppboði í Gallerí Fold í gærkvöldi og seldist á 1.900.000 krónur. Tryggvi Páll Friðriksson uppboðshaldari segir að vel hafi verið mætt á uppboðið og margir hafi boðið í Gálgahraun. Hann segir margt hafa breyst með tilkomu internetsins og margir fylgist nú með að heiman og hringi tilboð inn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.