Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 14
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Árið 2004 keypti ég efri hæð hússins að
Byggðarenda 8 í Reykjavík með láni frá
Íbúðalánasjóð og Íslandsbanka ásamt
eigin fé. Nauðsynlegt var að endurnýja
alla hæðina sem hafði verið eins frá
byggingu árið 1971 ásamt því að svalir
voru ónýtar og garður jafnaður út eftir
margra ára órækt. Samtals settu eig-
endur um 10 mkr. í eignina. Árið 2007
voru Íslandsbankalánið og framkvæmd-
irnar endurfjármögnuð með láni frá
Frjálsa fjárfestingabankanum, samtals
19.6 mkr. Eignin var metin á 45 mkr. Á
fyrsta og öðrum veðrétt hvíldi 33 mkr.
Lánin hafa hækkað um 18 milljónir
frá 2004 og áhvílandi á fasteigninni eru
51,5 milljónir í dag. Þar af er Drómi
hf. með 33,3 mkr. Ég ræð ekki við
greiðslu byrðina af þeirri upphæð. Allar
samningatilraunir mínar hafa verið
hunsaðar.
Í dag verður fasteignin þess vegna
boðin upp að beiðni Dróma hf., sem er
hlutafélag sem innheimtir lán í eigu
SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans
í umboði slitastjórnar bankanna. Áætl-
að söluverð á markaði er 36,5 mkr.
Ég bauð Íbúðalánasjóði og Dróma
samtals 6,5 mkr. til niðurgreiðslu á höf-
uðstól gegn því að Drómi lækkaði sína
kröfu um 6,9 mkr. ásamt viðhaldi upp á
3 mkr. krónur. Áhvílandi yrðu þá 38,6
mkr. stað 51,5 mkr. Þessu var hafnað.
En Drómi tapar ekki bara pening-
um í dag af því að söluverð eignar-
innar er þriðjungi lægra en áhvílandi
lán og afskriftir því óumflýjanlegar,
heldur líka vegna þess að söluverðið
er mörgum milljónum lægra heldur en
kröfuhöfum var boðið. Barnafjölskylda
missir allt sitt. Drómi tapar meiru en
nauðsynlegt er.
Slitanefndum bankanna ber að
tryggja hámarks heimtur samkvæmt
lögum. Gjörningurinn í dag er andstæð-
ur þeim lögum. Það liggur fyrir að ég
tók fullhá lán við þessi fasteignakaup
miðað við þá þróun sem síðar varð.
Þetta mál aftur á móti snýst ekki um
mig, heldur kerfið sem feðraði Dróma;
kerfi sem virkar ekki.
Greiðsluvilji og geta er til staðar. Boð
um bætur liggur á borðinu. Fyrir hvern
er slitastjórn Dróma að vinna? Af flestu
að dæma fyrir sjálfa sig, enda er fólk
þar með 40.000 kr. á tímann.
Sjá má lengri útgáfu greinarinnar á
Vísi.
Drómi tapar peningum í dag
FJÁRMÁL
Björn Steinbekk
Kristjánsson
framkvæmdastjóri
➜ Fyrir hvern er slitastjórn Dróma
að vinna?
Einfaldar og skýrar
uppskriftir að vettlingu
m
fyrir fólk á öllum aldri.
VETTLINGAPRJÓN
er ný og stórglæsileg bók
eftir höfund metsölubókanna
Sokka prjón og Húfuprjón
S
amkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um innan-
landsflug er ágæt millilending í máli sem var komið upp
í loft. Þar er komið til móts við sjónarmið beggja; þeirra
sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýri og þeirra sem
vilja að miðstöð innanlandsflugs sé áfram í Reykjavík.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að vera flugvallarins í Vatns-
mýrinni sé framlengd um sex ár, til 2022. Það þýðir að fótunum
verður ekki kippt undan innan-
landsfluginu á næsta kjör-
tímabili borgarstjórnar og leiðir
reyndar líka af sér að flugvöll-
urinn verður ekki kosningamál í
borgarstjórnarkosningunum.
Það skiptir verulegu máli að
í samkomulaginu opnar ríkið á
þann möguleika að innanlands-
flugvelli verði fundinn nýr staður á höfuðborgarsvæðinu. Það var
ágætt að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skyldi
hvorki hlusta á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra,
sem vildi skapa „sátt“ um að flugvöllurinn yrði í Vatnsmýrinni til
frambúðar, né Höskuld Þórhallsson flokksbróður hans, sem vildi
taka skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni af Reykvíkingum.
Þess í stað á að kanna aðra kosti og setja á stofn stýrihóp undir
forystu Rögnu Árnadóttur, en hún nýtur víðtæks trausts. Til liðs
við hópinn verða fengnir innlendir sérfræðingar og alþjóðlegt
ráðgjafafyrirtæki „með víðtæka reynslu af skipulagi og hönnun
flugvalla“. Áherzla er lögð á að skoða þætti sem ekki hafa komið
til athugunar áður þegar skoðaðir hafa verið nýir staðir fyrir
flugvöll og hvatt til þess að í endurskoðun á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins verði möguleg ný flugvallarstæði ekki
útilokuð. Svo fá hagsmunaaðilar að fylgjast náið með.
Þetta er jákvæð nálgun, sem nær vonandi umræðunni um
flugvöllinn upp úr skotgröfunum sem hún var komin í. Með því að
vinna á þessum nótum ætti að vera hægt að finna beztu lausnina,
sem felst í að tryggja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram á
höfuðborgarsvæðinu, en að jafnframt víki flugvöllurinn úr Vatns-
mýri til að gefa Reykjavíkurborg svigrúm til að þéttast og þróast.
Þannig verður til öflugri höfuðborg, sem rækir þjónustuhlutverk
sitt við landsbyggðina og getur jafnframt boðið upp á fjölbreyti-
legri búsetu- og samgöngukosti fyrir borgarbúa framtíðarinnar.
Samkomulagið er ekki gallalaust; áfram er gert ráð fyrir að
hæstu trén í einum elzta útivistarskógi borgarbúa verði söguð
niður og sett ljót lendingarljós á annað útivistarsvæði við Skerja-
fjörð. Það er ákveðin huggun að í samkomulaginu er kveðið á um
að gera ljósin minna ljót og takmarka skógarhöggið.
Þessi atriði varpa þó ljósi á það sem lítið hefur verið rætt; að
Reykjavíkurflugvöllur er aðþrengdur og getur lítið þróazt. Í sam-
komulaginu stendur að skoða eigi sóknarfærin sem nýr flugvöllur
með þróunarmöguleika til framtíðar hafi í för með sér.
Það er í rauninni óhugsandi annað en að á höfuðborgarsvæðinu
sé til annar staður fyrir flugvöll en Vatnsmýrin. Ef lítið kemur út
úr útlendu ráðgjöfunum má kannski bara prófa að athuga hvort
það er ekki einhver á lífi úr brezku verkfræðingasveitunum sem
hönnuðu og lögðu flugvöllinn og spyrja hann: „Ef Vatnsmýrin
hefði verið fullbyggð 1940, hvar hefðuð þið haft flugvöll?“
Samkomulag ríkis og borgar um innanlandsflug:
Millilending í
flugvallarmáli
Synd
Ákveðið hefur verið að auglýsa til
sölu 15.000 fermetra lóð við hliðina
á Hörpu sem Landsbankinn hafði
augastað á undir höfuðstöðvar
sínar. Það er synd, því að tillagan
sem bar sigur úr býtum í hönnunar-
samkeppni um nýjar höfuðstöðvar
bankans var frábær. Hún gerði ráð
fyrir húsi úr gleri sem átti að líta út
eins og risavaxinn straumlínulagaður
borgarísjaki og hefði gnæft yfir
vegfarendur í miðbænum og
glatt öll skilningarvit. Nú er
útlit fyrir að svo verði ekki
og það hljóta allir að sýta.
Á móti
Brynjari Níelssyni finnst
forgangsröðun lögreglu
vera röng. Í stað þess
að færa alla þá í járn sem hala niður
höfundarréttarvarið efni á netinu
standi hún í því að nappa menn sem
hafi ekkert sér til saka unnið annað
en að kaupa sér kynlífsþjónustu af
fullveðja kvenfólki. Það má alltaf
treysta á Brynjar til að verja óvin-
sælan málstað, en stundum er nánast
eins og hann velji sér baráttumálin
gagngert til að fá alla upp á móti sér.
Hæpið
Brynjar rökstyður þessa
skoðun sína meðal
annars með því að þyngri
refsingar liggi við því að
dreifa höfundarréttarvörðu
efni en að kaupa sér
vændi. Það er
út af fyrir
sig rétt.
Til hins er að líta að nú hafa nokkrir
menn hlotið dóma fyrir vændiskaup
og refsingin í öllum tilvikum verið
sektir upp á nokkra tugi þúsunda.
Síðan er líka til hæstaréttardómur
fyrir brot gegn höfundalögum–
kenndur við skráaskiptiforritið DC++–
og hvernig skyldi mönnum hafa verið
refsað þar fyrir að gera höfundar-
réttarvarið efni aðgengilegt öðrum
netnotendum? Svarið er að þeim var
ekki refsað– þeir voru sakfelldir en
því frestað að gera þeim refsingu.
Höfuðpaurinn fékk reyndar 30
daga skilorð, en gera má ráð fyrir
að höfuðpaurinn í vændismálinu
eigi enn þyngri refsingu yfir höfði
sér verði hann fundinn sekur.
Þetta er því hæpin full-
yrðing hjá Brynjari.
stigur@frettabladid.is