Fréttablaðið - 29.10.2013, Side 10
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Þátttakendur eru leiddir inn í leyndardóminn um hvernig á að búa til
dýrindis konfekt. Hver og einn býr til sína mola úr súkkulaði frá Nóa Síríus.
Farið verður í gerð fyllinga og meðhöndlun á súkkulaði og afrakstur
námskeiðisins er tekinn með heim.
Námskeiðin eru haldin í Hagkaup Smáralind
18:00 -20:00
skoli@hagkaup.is eða í síma 563 5066
3.990,- (greitt á staðnum)
2.990,- fyrir krakka (greitt á staðnum)
Miðvikudagur 6. nóv.
Þriðjudagur 12. nóv. - Krakkanámskeið
Miðvikudagur 13. nóv. - Krakkanámskeið
Fimmtudagur 14. nóv. - Krakkanámskeið
Þriðjudagur 19. nóv.
Miðvikudagur 20. nóv.
Fimmtudagur 21. nóv.
Þriðjudagur 26. nóv.
Miðvikudagur 27. nóv.
Fimmtudagur 28. nóv.
Þriðjudagur 3. des.
Fimmtudagur 5. des.
Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem
þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sérfræðinga við
mat á árfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði
með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum
viðskiptavina og við bjóðum ölbreytt úrval árfestingarleiða til að
ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins.
www.mp.is Hafðu sambandeinkabankathjonusta@mp.is
Nánari upplýsingar um árfestingarleiðir
og verðskrá á www.mp.is eða í síma UMHVERFISMÁL „Það gerðist nú
ekki mikið,“ segir Reynir Ingi-
bjartsson, einn af forsvarsmönn-
um Hraunavina sem fóru á fund
bæjarstjóra Garðabæjar, Gunn-
ars Einarssonar, í ráðhúsi Garða-
bæjar í gær.
Þar komu Hraunavinir sjónar-
miðum sínum áleiðis auk þess sem
honum var afhent mótmælabréf.
„Þar var handtökunni og meðferð
mótmælenda í hrauninu mótmælt,
og að ekki skuli vera hinkrað
eftir dómsmálinu sem nú stendur
yfir,“ segir Reynir en fyrirtaka
fór fram í málinu sem um ræðir
í gær. Þar var málinu frestað til
19. nóvember þar sem enn er verið
að fjalla um það hvort samtökin
Hraunavinir eigi lögvarða hags-
muni í málinu.
Mótmælendur fóru niður í
Gálgahraun/Garðahraun í gær-
morgun en þá var þeim tilkynnt af
verkstjóra Íslenskra aðalverktaka,
sem sjá um framkvæmdirnar, að
einhver óprúttinn aðili hefði sett
möl í bensíntanka vinnuvélanna á
svæðinu. Hraunavinir sverja það
af sér og segja það ekki þeirra
málstað til framdráttar.
Lögreglan hefur ekki rætt við
Hraunavini vegna málsins en
fyrstu vinnuvélarnar voru komn-
ar í gagnið fyrir hádegi og þær
síðustu síðdegis samkvæmt upp-
lýsingum frá Vegagerðinni.
„Það er enginn sem mælir fyrir
skemmdarverkum þarna í hraun-
inu og við leggjumst alfarið gegn
slíkum aðferðum,“ segir Reynir
um atvikið.
Bréf Hraunavina verður tekið
fyrir á bæjarráðsfundi Garða-
bæjar í dag en meðal mótmæla
sem var komið á framfæri var
bréf sem Ragnhildur Jónsdóttir
afhenti bæjarstjóranum. Þar tal-
aði hún fyrir hönd álfa í hrauninu
en að sögn Reynis er gömul álfa-
kirkja örstutt frá framkvæmdun-
um. Hann segir raunar áhöld um
það hvort kletturinn sem um ræðir
sé forn álfakirkja, „en Ragnhildur
gekk rakleiðis að steininum og sá
þar álfa,“ útskýrir hann en kirkjan
er kölluð Ófeigskirkja.
Hann segir að sitt sýnist hverj-
um varðandi álfa, en bendir á að
áður hafi menn lagt lykkju á fram-
kvæmdaleið vegna slíkra kletta.
- vg
Hraunavinir hittu bæjarstjóra Garðabæjar:
Mótmælabréf afhent
RÆTT SAMAN Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi við Hraunavini.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GEORGÍA, AP Kosningaeftirlitsmenn
Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu segja forsetakosningarnar
í Georgíu á sunnudag hafa farið vel
fram. Þær hafi verið gegnsæjar og
óspilltar.
Það var Giorgi Margvelashvili
sem sigraði með miklum yfirburð-
um og hlaut um 62 prósent atkvæða
samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð-
um.
Úrslitin eru áfall fyrir Mikhaíl
Saakashvili, fráfarandi forseta, en
frambjóðandi á hans vegum hlaut
aðeins 22 prósent í kosningunum. - gb
Forsetakosningar í Georgíu fóru vel fram:
Saakashvili tapaði
SIGURVEGARARNIR Bidzina Ivanis-
hvili forsætisráðherra ásamt Giorgi
Margvelashvili, nýkjörnum forseta.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP