Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is HYUNDAI IX35 reynsluakstur H yundai ix35-jepp- lingurinn er nú af annarri kynslóð sem kynnt var árið 2009. Nýjasta ár- gerð hans er þó nokkuð breytt, eins og títt er um bíla sem komnir eru að hálfum líftíma sinnar kyn- slóðar. Ytra útlit bílsins er lítið breytt, en meira hefur gerst inni í bílnum og er hann nú enn betur búinn. Stærsta útlitsbreytingin er líklega fólgin í stærri plast- hlíf upp eftir hliðinni að neðan. Ljós bílsins hafa breyst og eru aðalljósin nú Bi-xenon og aftur- ljósin með LED-lýsingu. Fjöðr- un bílsins hefur verið breytt og er hún nú mýkri að framan og á þessi breyting að minnka titring og hljóð. Loftnetið nýja, sem er eins og hákarlsuggi upp úr þaki bílsins, setur einnig svip á þessa breyttu gerð. Hyundai er ekki af stærri gerð jepplinga, en snið- uglega hannað innra rými bíls- ins gerir hann bara talsvert rúm- góðan. Þeir sem kjósa stærri jeppling ættu að skoða Hyundai Santa Fe sem nýkominn er af nýrri kynslóð og er einkar falleg- ur bíll en nokkru dýrari. Dugleg en þyrst dísilvél Að mati greinarhöfundar var fyrsta kynslóð ix35, frá 2004- 2009, lítt fyrir augað en þessi bíll er margfalt betri útlitslega, en nær þó engum stórhæðum á fríð- leikaskalanum. Hann er svona „no nonsense“-bíll sem allir þeir sem vita hvað framleiðsla Hy- undai stendur fyrir eru kátir með. Kóreskir bílar hafa á und- anförnum árum sannað sig sem gæðabílar sem bila lítið og eigin sannfæring framleiðenda þeirra hefur orðið til þess að þeir bjóða lengri ábyrgð á bílum sínum en aðrir framleiðendur. Hyundai býður 5 ára ábyrgð á öllum sínum bílum. Hyundai ix35 má fá bæði með 166 hestafla bensínvél og 136 dísilvél, með sjálfskiptingu eða beinskiptan. Reynsluakstursbíllinn var með dísilvélinni og sjálfskiptur, en þannig búnir má búast við því að flestir ix35 seljist hér á landi og kostar sú gerð 6.290.000 krónur. Ódýrasta útgáfa ix35 er bens- ínknúin með beinskiptingu og kostar hún 5.590.000 krónur. Dís- ilvél bílsins er mjög drífandi og bíllinn fjári snöggur með henni, en vélin hefur breyst frá síðustu árgerð bílsins og á að vera spar- neytnari en jafn öflug. Uppgefin eyðsla hennar er 6,9 l í blönduð- um akstri með sjálfskiptingunni og 8,8 l innanbæjar. Reynsluakst- urinn leiddi í ljós eyðslu innan- bæjar upp á 9,5 lítra, sem er ekki svo langt frá uppgefinni eyðslu, en ekki er hægt að horfa framhjá því að þetta er ekki sérlega lág tala. Mjög lipur í borgarakstri Hyundai ix35 hefur fengið nýja sjálfskiptingu og bíllinn er með læstan millikassa, sem gæti komið sér vel við íslensk- ar aðstæður. Hann er einnig með brekkuhjálp og brekku- bremsu og er ári duglegur við erfiðar aðstæður. Stýringu bílsins má stilla og er nokkur munur á Normal-, Comfort- eða Sport-stillingum. Þær stillingar breyta þó engu um fjöðrun bíls- ins, hann harðnar ekki á fjöðr- unum í Sport-stillingu. Fyrir vikið gætir nokkuð hliðarhalla í kröppum beygjum og undirstýr- ingar bílsins í leiðinni. Þessi bíll var ekki hannaður sem sportbíll, heldur er uppsetn- ing á fjöðrun bílsins ætluð til þægilegs aksturs og það hefur sannarlega tekist vel. Aksturs- eiginleikar ix35 eru ári góðir og bíllinn er ákaflega lipur í borgarumferðinni. Akstur hans vandist mjög hratt, en það var eitthvað skrítin tilfinning hversu hátt var setið í bílnum og stýrið lágt fyrir vikið. Það var að sjálfsögðu hækkað í hæstu stillingu til að sjá á mælana. Stöðugleikastýring hjálpar við krefjandi akstur og tengivagna- hjálp getur komið sér vel fyrir þá sem nota bílinn fyrir slíkt. Látlaus en praktísk innrétting Að innan er Hyundai ix35 til- tölulega látlaus og þar er sko ekki takkaflóðið. Innréttingin er án nokkurs íburðar og stjórn- tækin einföld og skiljanleg. Efn- isnotkun innréttingarinnar er ekki af ríkulegri gerðinni, en á móti kemur að það virðist allt vel sett saman. Hönnun innrétt- ingarinnar er ágæt en hart plast er afar ríkjandi og eru sumir keppinautar hans betur úr garði gerðir hvað það varðar. Hljóm- tækin í bílnum koma á óvart en það er ekki sjálfgefið að fá góðan hljóm í bílum sem ekki teljast í lúxusflokki. Það er eigendum Hyundai- bíla vafalaust til mikillar hug- arhægðar að vita af skilyrðis- lausri 5 ára ábyrgð bíla sinna og í leiðinni er það sterk yfirlýs- ing um þau gæði sem keypt eru. Staðalbúnaður ix35 er ríkuleg- ur og of langt mál að telja hann upp allan. Upphitað stýri, bakk- myndavél og fjarlægðarskynj- ari er staðalbúnaður og íslenskt leiðsögukerfi fylgir Style- og Premium-útfærslum bílsins. Verð bílsins er samkeppnis- hæft, en beinskiptur Honda CR-V fæst á 5.490.000 kr. og sjálfskipt dísilútgáfan er á 6.490.000 kr. Mazda CX-5 með bensínvél og beinskiptingu er á 5.390.000 kr. og dísilútgáfa hans með sjálfskiptingu er á 6.990.000 kr. Hyundai ix35 er því ódýrari en þeir báðir en minni og með aflminni vél en þeir báðir. LIPUR BORGARJEPPLINGUR Hefur fengið andlitslyftingu en hefur lítið breyst að ytra útliti – Mestu munar um bætta og mýkri fjöðrun bílsins að framan. 2,0 L BENSÍNVÉL, 136 HESTÖFL Framhjóladrif Eyðsla 6.9 l/100 km í bl. akstri Mengun 179 g/km CO22 Hröðun 12,1 sek. Hámarkshraði 182 km/klst. Verð frá 5.590.000 kr. Umboð BL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR GAMING SKJÁR PHS-242G5DJEB Sá albesti í leikina. 24” tölvuleikjaskjár sem uppfærir sig 144 sinnum á sek. í stað 60. Aðeins 1ms svartími (GtG). Hátt birtustig, 1920x1080 háskerpa og stillanlegur standur. 54.99024” Það er vafalaust mikil hugarhægð fyrir eigendur Hyundai-bíla að vita af skilyrðislausri 5 ára ábyrgð bíla sinna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.