Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 30
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3-bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum frá upp- hafi . Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi fyrirtækið 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að sum árin hefur Mazda selt fleiri bíla þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 er útkoman aðeins 5,3 milljónir bíla. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary-vél, en nú hefur Mazda hætt fram- leiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar frétta- tilkynningar um áfangann skyldi fyrirtækið gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak. Forstjóri Tesla, uppfi nninga- maðurinn Elon Musk, var staddur í Þýskalandi í síðustu viku og tjáði sig þar mjög opinskátt um framtíð bílaiðnaðarins og hversu stórt hlutverk rafmagnsbílar myndu leika í framtíðinni og hversu brýnt það væri að hægja á brennslu á jarðefnaeldsneyti á jörðinni. Musk fór einnig yfi r aðra tækni sem gerðar hafa verið tilraunir með til að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi, svo sem vetni. Musk sagði að notkun vetnis í bíla væri best lýst með einu orði, þ.e. vitleysa! Hann sagði að eina markmið bílaframleiðenda með að þróa vetnisbíla væri í markaðstilgangi og ímyndarsköpun. Þessi tækni væri alltof dýr og hættuleg. Vetni væri afar hættulegt gas. Það væri heppilegt til notkunar í stórar eld- flaugar en alls ekki í bíla. Þar sem Musk var í Þýskalandi sagði hann frá sérstökum hraðbrautarpakka sem Tesla mun bjóða þýskum kaupendum bílsins. Með honum verður bíllinn hæfari til aksturs á þýskum hraðbrautum, með meira afl og  öðrun sem ræður við meiri hraða. Hann greindi einnig frá þéttingu nets hleðslustöðva í Þýskalandi og að í lok næsta árs yrði enginn Þjóðverji lengra frá hleðslustöð en sem næmi 200 km og að 80% þeirra yrðu innan við 100 km frá næstu hleðslustöð. Elon Musk segir vetnisbíla vitleysu Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Banda- ríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhluti í rafkerfi bíla, undirvagn og  öðrunarbúnað. Af 100 íhlutabirgj- um ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða upp í þessa spá og sú tala hækkar í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaður- inn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru en Chrysler virðist standa verst að vígi þar sem 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfi ðleikum með að mæta ætlaðri þörf. Íhlutaskortur á næsta ári 10 milljónir Mazda- bíla seldar í BNA Heppnin elti Lauru en hún fékk bíl sinn gefi ns. Elon Musk tjáir sig um vetnisbíla. Hætt er við íhlutaskorti í rafkerfi bíla. Er bíllinn þinn klár fyrir veturinn? Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Löður leggur mikið upp úr umhverfisþættinum og bíður upp á umhverfisvænann þvott. Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is Löður kynnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.