Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 16
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT „Samband íslenskra myndlistarmanna er með gestavinnustofur þar sem lista- menn dvelja í 1-3 mánuði og í lok hvers mánaðar er samsýning,“ segir Hildur Ýr Jónsdóttir verkefnastjóri gesta- vinnustofu SÍM. Að þessu sinni er samsýning margþættra verka frá átta listamönnum frá Noregi, Litháen, Ástr- alíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Ítalíu og Bandaríkjunum. „Við erum með einu gestavinnustofuna í Reykjavík fyrir myndlistarmenn og hingað koma lista- menn alls staðar að úr heiminum til að búa og vinna saman að fjölbreyttum verkum,“ útskýrir Hildur Ýr og held- ur áfram: „Það er pláss fyrir 9-12 lista- menn í einu sem eru valdir sérstaklega af dómnefnd eftir að hafa farið í gegn- um ákveðið umsóknarferli.“ Hildur segir það áberandi hve margir lista- menn koma frá Ástralíu og Nýja-Sjá- landi en gjarnan komi fólk oftar en einu sinni til Íslands og dvelji lengur en einn mánuð. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag í Hafnarstræti 16 og er opin í sólarhring. Verkin eru öll til sölu í samráði við listamanninn. Átta manna listsýning Samband íslenskra myndlistarmanna með samsýningu átta listamanna í SÍM-húsinu við Hafnarstræti í dag. Sýningin stendur yfi r í sólarhring. SÍM-HÓPUR Jeremy Christopher Blincoe, Ellinor Aurora Aasgaard, Kate Beckingham, Simen Engen Larsen, Tamara Ferioli, Frédérique Ulman- Gagné, Amy Sacksteder og Martynas Petreikis. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Smyrlaheiði 18 í Hveragerði, áður Hjaltabakka 14 í Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 22. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við Helga Kjartani Sigurðssyni lækni og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir ómetanlegt starf, frábæra umönnun og hlýhug. Diðrik Óli Hjörleifsson Ómar Diðriksson Guðrún Elín Svansdóttir Guðný Ósk Diðriksdóttir Elvar Steinn Þorkelsson Dagný Diðriksdóttir Geir Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG (OBBA) HANSDÓTTIR verslunarmaður, Ægissíðu 4, Rangárþingi, sem varð bráðkvödd í Bandaríkjunum hinn 15. október, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Þórhallur Ægir Þorgilsson Baldur Þórhallsson Felix Bergsson Ólöf Þórhallsdóttir Guðmundur Óskar Hjaltalín Bjarki Þórhallsson Guðmundur, Álfrún Perla, Kristín Ósk, Ægir og Freyja. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURJÓN REYNIR KJARTANSSON bifreiðastjóri, lést 25. október. Úförin fer fram frá Grafarvogskirkju kl. 13.00 mánudaginn 4. nóvember. Rósa Emelía Sigurjónsdóttir Valgeir Guðmundsson Jón Reynir Sigurjónsson Ólöf Hallgrímsdóttir Snjólaug Guðrún Sigurjónsdóttir Kjartan Sigurjónsson Sigríður Jóakimsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÚN GUÐVARÐARDÓTTIR Þórunnarstræti 112, Akureyri, sem lést föstudaginn 18. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 31. október, kl. 13.30. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson Margrét Þorsteinsdóttir Sigríður Steinunn Gunnlaugsdóttir Pétur Oddsson Sverrir Gunnlaugsson Gunnhildur Frímann Guðvarður Már Gunnlaugsson Aðalheiður Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÁSRÚNAR AMALÍU ZOPHÓNÍASDÓTTUR Álftamýri 34, Reykjavík. Arnar Þór Sævarsson Gerður Beta Jóhannsdóttir Arnar Freyr Arnarsson, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Eyrún Anna Arnarsdóttir og fjölskylda. Ástkær dóttir okkar, unnusta, systir, frænka, mágkona og barnabarn, DAGNÝ GRÍMSDÓTTIR, lést af slysförum sunnudaginn 20. október Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 31. október kl.13.00. Grímur Halldórsson Hildur Blumenstein Lars Matthiesen Edda Blumenstein Árni Pjetursson Grímur Andri Magnússon Óskar Atli Magnússon Emma Ingibjörg Árnadóttir Kristín María Grímsdóttir Axel Axelsson Kristín María Grímsdóttir Halldór G. Björnsson Edda Elíasdóttir. „Duke Ellington og Martin Luther King voru miklir vinir svo við tengjum þetta verk við frelsisbráttu blökkumanna í Bandaríkjunum,“ segir Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri Söngfjelagsins. Í kvöld munu Söngfjelagið, Stórsveit Suð- urlands og söngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir heiðra tónlist Dukes Ellington og flytja verkið Sacred Consert. Verk- ið er upprunalega þrískipt fyrir hljóm- sveit, kór og einsöngvara og er sérstæð blanda af djassi, gospeltónlist, klassískri tónlist, kórtónlist og blús. Bandaríska tónskáldið og píanóleikar- inn Duke Ellington var einn af jöfrum djasstónlistar tuttugustu aldar og er tal- inn eiga heiðurinn fremur öðrum af því að auka veg og virðingu djasstónlistar- innar til jafns við klassíska tónlist. Ell- ington stýrði hljómsveit sinni í hálfa öld en skráðar tónsmíðar hans eru meira en eitt þúsund talsins og á hann þar með langstærsta höfundarverkið innan djasstónlistarinnar. Söngfjelagið flytur vandaða kórtón- list undir stjórn Hilmars Arnar Agn- arssonar kórstjóra en Söngfjelagið var stofnað árið 2011 af áhugahópi söng- fólks. Stórsveit Suðurlands er fullskip- uð stórsveit, skipuð tónlistarfólki sem tengist Suðurlandi á einn eða annan hátt. Stórsveitin hefur komið fram með mörgu þekktu söngfólki, til dæmis Kristjönu Stefánsdóttur sem hefur verið í fararbroddi íslenskra djasssöngkvenna um árabil. Kristjana hefur einnig starf- að sem tónlistarstjóri og útsetjari fyrir Borgarleikhúsið í nokkur ár. Árið 2009 hlaut hún Grímuverðlaunin ásamt koll- egum sínum fyrir sýninguna Jesú litla. Tónleikarnir verða í kvöld klukkan 20 í Grafarvogskirkju. Hrífandi konsert í Grafarvogskirkju Söngfj elagið, Stórsveit Suðurlands, ásamt söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur, fl ytja Sacred Consert eft ir Duke Ellington. HÓPURINN SAMANKOM- INN Á ÆFINGU Söngfjelagið, Stórsveit Suðurlands og Kristjana Stefánsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.