Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. október 2013 | SKOÐUN | 15 Það er áhugavert að skoða það álag sem er á fólki nú til dags og hversu mörgum hlutverk- um hver og einn er að sinna dags daglega. Það er af sem áður var þegar kynjahlutverkin voru allsráðandi og hálfpartinn meitluð í stein. Sem betur fer hefur orðið breyting hér á kynnu einhverjir að segja og ég er sammála þeim. Á undanförn- um áratugum hefur orðið hröð umbreyting í samfélaginu og við erum að sjá þróun þar sem konur taka mun virkari þátt á öllum stigum atvinnulífsins, við höfum átt kvenkyns ráðherra um árabil og margar konur eru forstjórar eða framkvæmda- stjórar sumra af stærstu fyrir- tækjum landsins. Það er þó enn langt í land með þann jöfnuð sem við stefnum að þrátt fyrir að Ísland sé í efsta sæti hvað jafnrétti kynjanna snertir samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem birt var nýverið. Þessi árangur okkar er eftirtektarverður og honum ber að fagna ásamt því að marka þá stefnu að halda þessu toppsæti framvegis. Eitt af lykilatriðum þessara breyttu tíma er að með aukinni mennt- un og möguleikum kvenna sem og karla hefur samkeppnis- færni landsins aukist. Þá hefur samskiptatækni breytt miklu þegar horft er til möguleika við fjarvinnu, hvort heldur sem er milli landa eða einfaldlega að heiman. Óskýrari mörk Mörkin á milli vinnu og einka- lífs verða stöðugt óskýrari vegna þessara nýjunga og það er hægt að ná í okkur alltaf og alls stað- ar. Við þurfum ekki einu sinni að mæta til vinnu til að geta lokið verkefnum sem er bæði gott og slæmt. Ekki má gleyma því að hraðinn hefur aukist og þar með álagið á einstaklinginn í þessu umhverfi, slíkt getur leitt til streitu og jafnvel kulnunar- ástands sé ekki brugðist við. Við heilbrigðisstarfsfólk þekkjum það vel að líkamlegar kvartanir ýmiss konar geta verið afleiðing- ar álags um lengri eða skemmri tíma. Einstaklingar og fjölskyldur þeirra fara ekki varhluta af þessari þróun, kröfurnar sem gerðar eru til þeirra eru miklar, en ekki síður þær sem viðkom- andi setur á sig sjálfur. Þannig getur skapast ákveðið ójafn- vægi á milli vinnu og einkalífs þar sem vinnan er farin að taka upp mun meiri hluta en áður og hafa áhrif á daglegt líf viðkom- andi. Þetta á við um bæði kynin, einstæðinga sem og þá sem eru í sambúð. Í þessu ójafnvægi myndast skuld einstaklingsins við vini, kunningja, áhugamál, fjölskyldu og síðast en ekki síst maka og börn. Þessu fylgir sam- viskubit og vanlíðan sem ekki lagast nema vítahringurinn sé rofinn. Jafnvægi er lykillinn Enska heitið Work Life Balance er notað um það jafnvægi sem þarf að skapa milli atvinnu og einkalífs, en í dag er þetta eitt af þeim viðfangsefnum sem eru hvað mest spennandi í stjórnun og mikið rætt. Ástæðan er sú fína lína sem þarf að finna til að hámarka afköst starfsmannsins eða einstaklingsins án þess að það hafi neikvæð áhrif á líðan hans og lífshamingju. Þessi hlið fyrirtækjanna sem hugsa fyrst og fremst um framlegð og hag af rekstri sínum er ekki endilega samrýmanleg við þarfir einstak- lingsins. Það er þessi munur sem oftar en ekki veldur togstreitu bæði á vinnustaðnum sem og heimilinu. Afleiðingarnar geta verið umtalsverðar bæði heilsu- farslegar en einnig félagslegar og má eflaust færa rök fyrir því að þessi neyslustefna útheimti aukna vinnu og þar með meiri fjarveru frá sínum nánustu, bæði hjá körlum og konum. Íslendingar eru með eitt hæsta hlutfall í heimi þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi og skilum hvað flestum klukku- stundum á viku í vinnu. Það hlýt- ur að vekja okkur til umhugs- unar þegar við berum þær tölur saman við háa tíðni skilnaða og of mikla notkun á róandi, svefn- og geðlyfjum hérlendis. Kannski er meira samhengi þarna á milli en við höfum verið reiðubúin að viðurkenna fram til þessa, en slíkt þarfnast frekari skoðunar. Ef okkur á að takast að viðhalda þeim árangri sem við höfum náð, verðum við að tryggja að við göngum ekki um of á okkur í leiðinni, jafnvægi er lykillinn að því. Að dansa á línunni Mörkin á milli vinnu og einkalífs verða stöðugt óskýrari vegna þessara nýjunga og það er hægt að ná í okkur alltaf og alls staðar. Við þurfum ekki einu sinni að mæta til vinnu til að geta lokið verkefnum sem er bæði gott og slæmt. Ég vona að lesendur geti með góðri samvisku svar- að þessari spurningu ját- andi. En hvað er jafn- réttissinni? Í raun eru jafnréttissinnar fylgjandi jöfnum rétti fólks – óháð kyni, þjóðerni, trú, kyn- hneigð, fötlun, o.fl. En orðið tengist í hugum fólks fyrst og fremst jafn- rétti kynjanna. Lög tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þó svo að leikreglur boði jafnrétti er ekki tryggt að jafnrétti einkenni dag- legt lífi fólks. Við erum alla ævi í mörgum ólíkum hlutverkum t.d. í hlutverki maka, foreldris, laun- þega eða vinnuveitanda. Allan dag- inn erum við að skipta um hlutverk og þar með endurspeglast, undir ólíkum formerkjum, lífsgildi okkar og afstaða til jafnréttis. Að mínu mati er uppeldi í anda jafnréttis grunnurinn að jafnrétt- isvitund einstaklingsins. Allt frá því að von er á barni fara vænt- ingar og hugmyndir væntanlegra foreldra til barnsins og foreldra- hlutverksins að taka á sig mynd. Er munur á væntingum foreldra og getur verið að þær taki mið af kyni barnsins? Allt í kring um okkur eru staðalmyndir og viðhorf sem hafa bein og óbein áhrif á for- eldra. Hvert og eitt foreldri verður því að horfa í eigin barm, skoða og meta eigin viðhorf og gildi. Fátt hefur skilað meiri árangri í jafnréttisbaráttunni en lögin um fæðingarorlof. Foreldrar verða að hafa hugfast að tilgangur laganna er m.a. að gefa báðum foreldrum og barni tækifæri til að bindast varanlegum tilfinningaböndum. Það eitt og sér er ómetanlegt jafn- réttismál. Foreldrar eru mikilvæg- ustu fyrirmyndir barna sinna enda endurspegla börnin oftar en ekki ríkjandi gildismat heimilanna. Það er mun líklegra að barn sem alið er upp við jafnrétti feti sömu slóð þegar út í lífið er komið. Keppikefli allra Í upphafi sambúðar og í hlutverki maka kemur jafn- rétti strax til sögunnar. Hvernig er skipt verkum og ábyrgð á heimilinu? Ef barn er á heimili reyna þá báðir aðilar að samþætta til jafns fjölskyldulíf og atvinnulíf s.s. hlutverk skólaforeldris eða að vera heima með veiku barni? Við erum flest öll í lengri eða styttri tíma í hlutverki launþega. Það á að vera skylda allra að láta sig varða jafnrétti á vinnustað. Starfs- fólk á að láta í sér heyra ef ekki er unnið í anda jafnréttisáætlunar, ef minnsti grunur er um kynbund- inn launamun, ef vart verður við kynferðislega áreitni eða ofbeldi og nýta þá aðstoð og ráðgjöf sem stendur til boða. Það hvílir mikil ábyrgð á vinnuveitendum og þeim sem semja við starfsfólk um kaup og kjör. Lykillinn að varanlegum launajöfnuði er í þeirra höndum og því er hlutverkið mjög mikilvægt. Fyrir utan mörg og ólík hlut- verk í lífinu erum við almennir borgarar með þeim réttindum og skyldum sem því hlutverki fylgja. Það á að vera keppikefli allra jafn- réttissinna að taka afstöðu í málum sem upp koma og tengjast jafnrétti kynjanna. Ég fagna jafnréttis- vikunni þar sem jafnréttismálin eru skoðuð frá ólíkum hliðum og vona að fólk leggi við hlustir, lesi og ræði það sem fram hefur komið. Jafnréttisviku lýkur 1. nóv. með Jafnréttisþingi, sjá upplýsingar um þingið á heimasíðu velferðar- ráðuneytis. Ertu jafnréttissinni? HEILSA Teitur Guðmundsson læknir JAFNRÉTTI Fanný Gunnarsdóttir formaður Jafn- réttisráðs ➜ Fátt hefur skilað meiri árangri í jafnrétt- isbaráttunni en lögin um fæðingarorlof. Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Gerðu líf þitt þægilegra með Ford Kuga. Skynvætt fjórhjóladrif er staðalbúnaður ásamt Ford SYNC samskiptakerfinu. Með raddstýringu getur þú hringt og beðið um óskalög. Í neyð hringir kerfið sjálfkrafa eftir aðstoð. Ford Kuga er svo snjall að í raun er hann snjalljeppi. Komdu og prófaðu. MEÐ DÍSILVÉL FRÁ MEÐ BENSÍNVÉL FRÁ FORD KUGA 5.790.000 KR. 6.190.000 KR. ford.is AFMÆLISPAKKI AÐ VERÐMÆTI 520.000 KR. FYLGIR FORD KUGA Í OKTÓBER Ford Kuga AWD 2,0 TDCi dísil 140 hö. 6 gíra beinsk./sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9/6,2 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 154/162 g/km. Ford Kuga AWD 1,6i EcoBoost bensín 182 hö. sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,7 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 179 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.