Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 4
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 63 Íslendingar hafa fengið ígrætt nýra á Landspítal- anum frá því í desember 2003 en þá fór fyrsta nýraígræðslan fram á Íslandi. Fram að þeim tíma fóru allar nýraígræðslur fram erlendis. Fyrsti Íslendingurinn gekkst undir ígræðslu nýra í desember 1970. Aðgerðin fór fram á sjúkrahúsi í London. HÖFUNDARRÉTTUR „Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingríms- son, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra síma- fyrirtækið Tal sem og forsvars- menn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggj- andi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykk- is rétthafa, að sniðganga tækni- legar ráðstafanir til að vernda höf- undarrétt. Snæ- björn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnis- veitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síð- unnar auglýsa grímulaust tækni- legar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix. is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sér- fræðingar á sviði laga um hug- verkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunn- ar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðis- skiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Frétta- blaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efn- isveitur á ólöglegan hátt. Forsvars- maður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lög- fræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel. valur@frettabladid.is Ætla að kæra Tal og Flix til lögreglunnar Smáís hyggst kæra fyrirtækin Flix.is og Tal til lögreglunnar fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Segja tæknilausnir fyrirtækjanna klárt brot á höfundarréttarlögum. Í lögum um höfundarrétt segir meðal annars: „Óheimilt er án samþykkis rétthafa að sniðganga [...] hvers konar skilvirkar tæknilegar ráðstafanir sem samkvæmt eðlilegri notkun eru ætlaðar til þess að vernda verk [...]“. Þá segir: „Óheimilt er að framleiða, flytja inn, dreifa, selja, leigja, auglýsa til sölu eða leigu eða eiga í viðskiptalegum tilgangi búnað, vörur eða íhluti sem [...] eru kynnt eða auglýst sem leið til að komast fram hjá tækni- legum ráðstöfunum.“ Óheimilt að sniðganga vernd verka ÞJÓNUSTA Tal býður upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast Netflix og Hulu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SNÆBJÖRN STEINGRÍMSSON UTANRÍKISMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti Ernu Solberg, forsætisráð- herra Noregs, þjóðargjöf Íslend- inga til Norðmanna. Tilefnið er að 100 ár eru liðin frá endurreisn norska konungdæmisins. Gjöfin var afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í Ósló í gær. Gjöfin er fimm bindi sem Hið íslenzka fornritafélag gaf út. Það eru nýjar útgáfur norskra kon- ungasagna: Sverris saga, Morkin- skinna í tveimur bindum, Hákonar saga og Böglunga saga. -skó 100 ár liðin frá endurreisn: Norðmenn fá fornrit að gjöf ÞJÓÐARGJÖF AFHENT Sigmundur Davíð afhendir hér Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöfina. MYND/FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur 8-15 m/s. HVESSIR Á MORGUN Gengur í hvassa suðaustanátt á landinu á morgun og má búast við vindhraða að 25 m/s við suðurströndina með slyddu en síðar rigningu. -1° 7 m/s 0° 8 m/s 2° 5 m/s 5° 15 m/s Á morgun 10-23 m/s, hvassast syðst. Gildistími korta er um hádegi 4° 1° 3° 0° -1° Alicante Basel Berlín 25° 15° 14° Billund Frankfurt Friedrichshafen 13° 13° 11° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 12° 12° 25° London Mallorca New York 12° 25° 11° Orlando Ósló París 27° 9° 14° San Francisco Stokkhólmur 14° 10° 2° 5 m/s 3° 7 m/s -1° 4 m/s -1° 4 m/s -2° 3 m/s 0° 5 m/s -4° 4 m/s 4° 2° 2° 2° 1° Nýjar uppljóstranir um víðtæka njósnastarfsemi Bandaríkjanna: Spánarstjórn leitar skýringa MÓTMÆLI Í BANDARÍKJUNUM Njósna- starfsemi Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í ÓSLÓ Þjófarnir eru helst á höttunum eftir farsímum. NOREGUR Lögreglan í Ósló í Nor- egi ætlar að auka eftirlit á götum úti vegna fjölda rána í borginni að undanförnu. Greint var frá því á vef Aftenposten í gær að 98 rán hefðu verið framin það sem af er október en 103 í september. 36 hafa verið handteknir vegna 26 rána. Flest ránin eru framin að kvöldi til um helgar og flest í miðborginni. Þjófarnir eru helst á höttunum eftir farsímum, einkum Apple- vörum, að því er haft er eftir lögreglunni. - ibs Fjöldi rána á götum Ósló: Lögregla mun verða sýnilegri SVEITARSTJÓRNIR Léleg nýting á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn á þessu ári hefur í för með sér tíu millj- óna króna tap fyrir sveitarfé- lagið Langanesbyggð. Þetta kom fram á kynningu sem heima- menn héldu fyrir þingmenn kjördæmisins. „Málaflokkurinn þarf rekstrar- tryggingu frá ríkinu til frambúð- ar þannig að tap lendi ekki inni í bókum sveitarfélagsins þegar svo ber undir,“ sagði í kynningu heimamanna sem kváðu þó horf- urnar fyrir árið 2014 betri. - gar Léleg nýting á Þórshöfn: Milljónatap á dvalarheimili DANMÖRK Stjórnendur taka það ekki alvarlega þegar læknar og hjúkrunarfræðingar segjast hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga. Þetta er mat þriðja hvers lækn- is og hjúkrunarfræðings sem þátt tóku í könnun danska ríkis- útvarpsins í samvinnu við Félag ungra lækna og Félag hjúkrunar- fræðinga í Danmörku. Samkvæmt könnuninni hafa yfir 80 prósent lækna og hjúkrun- arfræðinga rætt við stjórnendur um áhyggjur sínar. - ibs Þriðjungur danskra lækna: Stjórnendur hlusta ekki SPÁNN, AP Utanríkisráðherra Spánar hafði samband við sendi- herra Bandaríkjanna í gær, eftir að spænska dagblaðið El Mundo skýrði frá því að bandarískir leyni- þjónustumenn hefðu skráð hjá sér 60 milljónir símtala á Spáni á einum mánuði um síðustu áramót. Fyrir viku birtust svipaðar upp- lýsingar um njósnir Bandaríkjanna í Frakklandi og Þýskalandi. Frétt- irnar vöktu hörð viðbrögð franskra og þýskra ráðamanna. Jose Manuel Garcia-Margallo, utanríkisráðherra Spánar, sagðist enga staðfestingu hafa fengið á því að njósnir þessar hefðu átt sér stað. El Mundo vísar í skjöl sem banda- ríski uppljóstrarinn Edward Snow- den hafði í fórum sínum. Skjölin sýna að bandaríska Þjóðarörygg- isstofnunin skráði hjá sér meira en 60 milljónir símtala á Spáni á tíma- bilinu frá 10. desember 2012 til 8. janúar 2013. Símtölin voru þó ekki hleruð, en skráð hvaðan var hringt og hvert, klukkan hvað og hve lengi símtalið stóð. - gb SAMGÖNGUR Icelandair hóf í gær áætlunarflug til Newark-flugvallar við New York, en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. New- ark verður ellefti áfangastaður Ice- landair í Norður-Ameríku og 36. staðurinn í leiðakerfinu á þessu ári. Icelandair hefur flogið til JFK- flugvallarins í New York í rúm 65 ár og í tilkynningu frá fyrir- tækinu segir að það muni halda áfram. Í sumar flaug Icelandair fjórtán sinnum í viku til JFK. Þá hefur einnig verið flogið daglega til borgarinnar í nokkur ár utan sumartímans. - þj Bættu við áfangastað: Fyrsta flugið til Newark í gær Fjölbreyttir tímar þar sem bæði er dansað ZUMBA Fitness og ZUMBA Toning. Einföld og skemmtileg dansspor. Hefst 8. október Þri. og fim. kl. 16:30 Þjálfari: Hjördís Zebitz Verð kr. 13.900.- í form!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.