Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 8
29. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
EFNAHAGSMÁL Laun og starfstengd-
ar greiðslur fólks árið 2012 eru rétt
undir því sem gerðist árið 2004.
Þetta er meðal þess sem lesa má
út úr tölum í nýjasta hefti Tíundar,
fréttablaðs Ríkisskattstjóra.
Í samantekt um niðurstöður
álagningar á þessu ári vegna síð-
asta árs eru birtar tölur um tekju-
skatts- og útsvarsstofn aftur til
ársins 2004, allt á verðlagi ársloka
2012. Þar kemur meðal annars í ljós
að meðallaunatekjur fólks á síðasta
ári námu 95,9 prósentum af tekjum
fólks á árinu 2004 og 83,6 prósent-
um af tekjum fólks árið 2007 þegar
efnahagsbólan náði hér hámarki.
Mánaðarleg meðallaun voru í
fyrra rúmar 343 þúsund krónur
samanborið við rétt rúmar 358
þúsund krónur árið 2004 og tæpar
411 þúsund krónur árið 2007, allt á
verðlagi miðað við árslok 2012.
„Framtöl einstaklinga bera enn
vitni um þau umskipti sem urðu í
íslensku efnahagslífi fyrir fimm
árum,“ segir í samantekt Páls Kol-
beins í Tíund, en hann annast birt-
ingu skattatölfræði hjá Ríkisskatt-
stjóra. „Engu að síður eru ákveðin
merki um að ýmislegt horfi nú til
betri vegar og að botninum hafi
verið náð 2010.“
Páll bendir á að launagreiðslur
hafi aukist á sama tíma og
greiðslur úr séreignarsjóðum hafi
lækkað. Þá hafi matsverð eigna
hækkað á sama tíma og skuldir
hafi lækkað og eigið fé einstaklinga
aukist. Skattstofnar hafi almennt
vaxið og skatttekjur aukist. „Þó að
ekki sé hægt að tala um gagngera
breytingu ætti alltént að vera óhætt
að segja að þróun síðustu tveggja
ára sé í rétta átt.“
Í umfjöllun Tíundar kemur jafn-
framt fram að nokkuð hafi dregið
úr greiðslum séreignarlífeyris-
sparnaðar til fólks sem þó er ekki
komið á lífeyrisaldur. Ákveðið var
eftir hrunið 2008 að heimila slíkar
greiðslur séreignarsparnaðar til
að fólk fengi betur mætt áhrifum
efnahagsáfallsins.
„Frá árinu 2009 hafa þeir sem
ekki voru búnir að ná lífeyrisaldri
tekið út 78,2 milljarða séreignar-
sparnaðar,“ segir í Tíund.
Þá eru laun ekki það eina sem er
á svipuðu róli og var árið 2004. Í
umfjöllun í nýjasta hefti efnahags-
ritsins Vísbendingar kemur fram
að skuldir heimilanna standi nú í
121 prósenti af vergri landsfram-
leiðslu, sem sé svipað og árið 2004.
olikr@frettabladid.is
Launagreiðslur að
ná því sem var 2004
Meðallaun 2012 voru rétt rúmum fjórum prósentum undir meðallaunum árið 2004,
en 16,4 prósentum undir mánaðarlaunum eins og þau voru árið 2007. Í Tíund Ríkis-
skattstjóra er bent á að hér hafi botni efnahagslægðar líklega verið náð árið 2010.
AÐALSTÖÐVAR RÍKISSKATTSTJÓRA Í gögnum Ríkisskattstjóra kemur fram að
færri telji nú fram atvinnuleysisbætur. Ástandið sé þó langt frá því að vera viðun-
andi. Ekki sé ólíklegt að einhverjir hafi misst réttinn til bóta og hafi því neyðst til
að leita annarra úrræða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sé það svo að efnahagsástandið nú sé um margt líkt því sem var árið
2004 er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvað var efst á baugi það ár.
2004 hefur af einhverjum verið nefnt ár fjölmiðlafrumvarpsins, en
þá beitti Ólafur Ragnar Grímsson synjunarvaldi sínu á lög sem meðal
annars settu eignarhaldi á
fjölmiðlum skorður. Annan
í jólum sama ár urðu líka
mannskæð flóð eftir jarð-
skjálfta í Indlandshafi. Í
kjölfar skjálftanna varð eitt
mesta manntjón sem um
getur á friðartímum. Morðið
á Sri Sahmawati var eitt
stærsta fréttamál ársins
hér heima, dómar féllu í
líkfundarmálinu og Bill
Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, fékk sér pylsu í
Reykjavík. Þórólfur Árnason
sagði af sér sem borgarstjóri
í Reykjavík eftir að skýrsla
Samkeppnisstofnunar um
samráð olíufélaga kom út og dómar féllu í Landssímamálinu. Landið
sóttu meðal annars heim til tónleikahalds Metallica, Sugababes, Pink,
Pixies, Kraftwerk, James Brown, Stranglers og Prodigy.
HVAÐ GERÐIST ÁRIÐ 2004?
Ár Meðalmánaðarlaun Hlutfall launa 2012 Mismunur
2004 358.106,3 kr. 104,3% +14.677 kr.
2005 379.992,8 kr. 110,6% +36.534 kr.
2006 393.632,2 kr. 114,6% +50.203 kr.
2007 410.823,4 kr. 119,6% +67.394 kr.
2008 367.033,2 kr. 106,9% +23.604 kr.
2009 329.697,0 kr. 96,0% -13.732 kr.
2010 329.881,7 kr. 96,1% -13.547 kr.
2011 338.056,3 kr. 98,4% -5.373 kr.
2012 343.429,0 kr. 100,0% 0,0 kr.
Heimild: Tíund, fréttablað RSK - október 2013
Þróun launa á verðlagi ársloka 2012
FÉKK PYLSU Margir muna eftir því þegar Bill
Clinton fékk sér pylsu í Reykjavík í heimsókn hans
og Hillary til landsins árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5, KL. 18:30 – 21:00
Ný og endurbætt 70 blaðsíðna mappa fylgir - fullt af
uppskriftum og fróðleik.
Nánari upplýsingar og
skráning í síma 899 5020
eða á inga@inga.is
Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR FARIÐ YFIR:
þriðjudagur
5. nóv.
4.900 kr.
Hverju er hægt að skipta út og
hvað kemur í staðinn.
Hvernig hægt er að þekkja
muninn á hollri og skaðlegri fitu.
Hvernig þú getur haldið fullri
orku allan daginn og losnað við
sykurþörf og þreytuköst.
INGA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Næringarþerapisti D.E.T.
kennir ykkur hve einfalt
það getur verið að bæta
mataræðið og hvaða ráð
hún hefur til þess.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
9
5
5
8
*Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri
www.renault.is
SPARNEYTNIR
Á GÓÐU VERÐI
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil
EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil
Sjálfsk. dísil
GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr.
Verð: 3.890 þús. kr.
Verð: 2.890 þús. kr.
Verð: 4.290 þús. kr.
RENAULT MEGANE
RENAULT CLIO
RENAULT SCENIC
L/100 KM*
L/100 KM*
L/100 KM*
4,2
3,4
4,7
GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080