Fréttablaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|
Jólapeysan sem fyrirbæri hefur alltaf verið hallærislega töff í ljótleika sínum. Jóla-
peysan 2013 er hins vegar bara
töff,“ segir Ragnheiður Eiríks-
dóttir, prjónahönnuður hjá Knitt-
ing Iceland, en hún hannaði og
prjónaði Jólapeysuna 2013 fyrir
samtökin Barnaheill – Save the
Children á Íslandi.
Jólapeysan er hluti af söfnunar-
átaki Barnaheilla sem hefst í
nóvember og mun uppskriftin að
peysunni verða seld á útsölustöð-
um Lopa um allt land. Hluti ágóð-
ans af sölunni rennur til Barna-
heilla og segir Ragnheiður að allir
ættu að ráða við prjónaskapinn.
„Uppskriftin er einföld. Peysan
er prjónuð að ofan, byrjað á háls-
málinu og prjónað niður. Það er
minni frágangur eftir á þegar sú
aðferð er notuð. Ég held að flestir
sem kunna að fitja upp og prjóna
slétt og brugðið ættu að ráða við
þessa peysu,“ segir Ragnheiður.
Munstrið er röð af jólatrjám
á axlarstykkinu og er öll peysan
hressilega skreytt með glimmer-
garni, bjöllum, pallíettum og jóla-
kúlum sem saumaðar eru í eftir
á. Allt skraut fylgir með þegar
uppskriftin er keypt. Þetta er
fyrsta jólapeysan sem Ragnheiður
hannar og segir hún áskorunina
hafa verið þrælskemmtilega.
„Þetta var æðislega gaman
og svolítið ævintýralegt því ég
hafði einn og hálfan sólarhring
til að hanna og prjóna peysuna.
En ég hef einmitt svo gaman af
verkefnum sem virðast nánast
ómöguleg,“ segir hún hlæjandi.
„Það var lítið sofið meðan á þessu
stóð og úr varð að bolurinn og
ermarnar voru prjónuð á hand-
prjónavél, svo allt gengi upp.
Það reyndist mjög snjallt en það
sést nánast enginn munur á þeim
hluta og þeim sem prjónaður var
í höndunum,“ segir Ragnheiður.
„Jón Gnarr borgarstjóri mun fá
þessa peysu til eignar og hann var
hæstánægður þegar hann mátaði
hana,“ bætir hún við og segir
verkefnið í heildina bæði hlýlegt
og skemmtilegt.
„Það að prjóna fallega jóla-
peysu við kertaljós og halda
svo jólapeysuboð og safna fyrir
góðum málstað er frábær hug-
mynd. Það verða alls ekki bara
prjónanördar sem munu stökkva
á þetta, heldur getur hver sem er
haldið jólapeysupartý. Ég mun
pottþétt halda peysupartý sjálf.“
JÓLAPEYSA BARNAHEILLA
BARNAHEILL KYNNA Samtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi fengu Ragnheiði Eiríksdóttur prjónahönnuð til að hanna
Jólapeysu ársins 2013. Hluti ágóðans af sölu prjónauppskriftarinnar rennur til Barnaheilla.
JÓLAPEYSAN 2013 Ragnheiður Eiríksdóttir prjónahönnuður hannaði jólapeysu ársins fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
MYND/STEFÁN
BARNA-
HEILL –
SAVE THE
CHILDREN
Barnaheillum
Jól með
■ SAMTÖKIN
Barnaheill – Save the
Children á Íslandi eru frjáls
félagasamtök sem stofnuð
voru árið 1989.
Samtökin reiða sig á
frjáls framlög frá einstak-
lingum og úr fjáröflunum.
Helstu áherslur í starfi
samtakanna eru að standa
vörð um mannréttindi
barna, barátta gegn ofbeldi
á börnum, heilbrigðismál
og að rödd barna heyrist
betur í íslensku samfélagi.
Á erlendum vettvangi
taka Barnaheill þátt í
neyðaraðstoð og mann-
úðarstarfi þar sem stríðs-
átök eða hörmungar hafa
gengið yfir samfélög.