Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 10

Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 10
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Austurstræti 8-10 Nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta borgarinnar. PI PA R\ TB W A - SÍ A - 13 31 31 VIÐSKIPTI Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í september jókst um 22,4 prósent frá sama mán- uði í fyrra og nam 6,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs versl- unarinnar. Með því að miða við upplýsingar Ferðamálastofu um komur erlendra ferðamanna til landsins kemst Rann- sóknasetur verslunarinnar að því að greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann í september hafi verið um 89 þúsund krónur. „Útgjöld á hvern ferðamann jukust um 8,1 prósent í krónum talið,“ segir í samantekt Rannsóknasetursins. Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn er gistiþjónusta, en erlend kortavelta á gististöðum var um 1,6 milljarður króna í september, 26 pró- sentum meiri en á sama tíma í fyrra. Þá er rýnt í einstaka liði erlendr- ar kortaveltu á síðasta ári. Til dæmis kemur í ljós að 1,8 milljarðar króna af kortaveltu erlendra ferðamanna í fyrra er vegna skyndibita. „Þá er vitaskuld ekki talið með það sem greitt hefur verið með reiðufé. Ef það er talið með má ætla að útlend- ingar hafi neytt skyndibita hér á landi fyrir meira en tvo milljarða króna.“ Fram kemur að heildarvelta erlendra greiðslukorta til veitingahúsa hafi verið 7,6 milljarðar í fyrra og því láti nærri að um fjórðungur af veitinga- húsaveltunni hafi farið til skyndibitastaða. - óká Greiðslukortavelta ferðamanna jókst á milli ára: Keyptu skyndibita fyrir tvo milljarða Útgjaldaliður Sept. 2012 Sept. 2013 Breyting Gistiþjónusta 1256,1 1584,2 26,1% Verslun 1294,9 1410,1 8,9% Veitingaþjónusta 744,5 857,8 15,2% Ýmis ferðaþjónusta 527,6 807 53,0% Ýmis önnur þjónusta 434,3 520,7 19,9% Bensín, viðgerðir og viðhald bíla 353,9 428,1 21,0% Þjónusta t. farþegaflutningum 307,2 425,6 38,5% Farþegaflutningar 277,6 316,7 14,1% Menning, afþreying og tómstundir 117,9 151,2 28,3% Opinber gjöld o.fl. 8,6 11,1 28,7% Alls 5322,6 6512,6 22,4% *Allar tölur í milljónum króna. Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar. ➜ Kortavelta ferðamanna eftir útgjöldum* REYKJAVÍK „Stjórn Félags einstæðra foreldra skorar á Reykjavíkurborg að endurskoða þessar aðgerðir tafar laust með tilliti til einstæðra foreldra,“ segir í tilkynningu frá Félagi einstæðra foreldra, um gjald- skrárhækkanir Reykjavíkurborgar á næsta ári. Hækkanir bitna tals- vert á barnafjölskyldum þar sem gjöld fyrir skólamáltíðir, frístunda- heimili og leikskóla eru meðal ann- ars hækkuð. Hlutfallslega hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra, öryrkja og námsmanna meira en sambúðarfólks. „Einstæðir for- eldrar hafa komið hvað verst út úr þeim fjárhags- legu kröggum sem riðið hafa yfir íslenskt sam- félag á undan- förnum árum. Margar úttektir benda til þess að staða þeirra fari stöðugt versnandi og að minna tillit sé tekið til fjöl- skyldna með einu foreldri. Ákvarð- anir um hækkun á leikskólagjöld- um og fæðis- gjöldum í grunn- skólum eru enn eitt merki um slíkt. Félagi einstæðra foreldra hugnast þessar aðgerðir illa og telur þær koma gríðarlega illa niður á sínum hagsmunahópi,“ segir enn fremur í tilkynningu. Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að þrátt fyrir hækkanir sé hvergi hag- stæðara fyrir foreldra að búa en í Reykjavík og sérstaklega fyrir ein- stæða foreldra. „Reykvíkingar njóta góðs af stærðinni og hagkvæmni hennar. Við höfum alltaf lagt áherslu á sanngjarnar gjaldskrár og systk- inaafslætti sem fjölskyldur munar verulega um.“ Oddný segir hækkanir ganga jafnt yfir foreldra. „Það er flöt hækkun á fæðisgjaldi hjá öllum foreldrum þannig að það hækkar hlutfallslega mest heildargjöld þeirra sem borga lægstu gjöldin,“ segir Oddný. Oktavía Guðmundsdóttir, félags- ráðgjafi Félags einstæðra foreldra, segir að stærsti hópur þeirra sem leiti til félagsins séu ungir einstæð- ir foreldrar á bótum eða í láglauna- störfum. „Þetta er fólk sem þarf að velta fyrir sér hverjum þúsundkalli því þegar fólk lifir á fátæktarmörk- um skiptir hver einasta króna máli. Í Reykjavík er kannski mesta niður- greiðslan en það er ekki þar með sagt að það sé ódýrt að búa þar og oft engin leið fyrir einstæða foreldra að ná endum saman,“ segir Oktavía. Aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár- hækkanir munu einnig hafa ein- hver áhrif á barnafjölskyldur. Má þar nefna sumarnámskeið á vegum borgarinnar og aðgang í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Barnafjölskyld- ur njóta þó góðs af auknu framlagi borgarinnar til dagforeldra sem og hærri greiðslum til stuðningsfjöl- skyldna. erlabjorg@frettabladid.is ➜ Hækkun á mánaðargreiðslum einstæðs foreldris með eitt leikskólabarn og eitt grunnskólabarn 5,70% 5,70% 10,90% 15,20% 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2013 2014 Mataráskrift Leikskólagjöld Frístund 5 daga vikunnar Síðdegishressing í frístund 3.450 kr. 3.646 kr. 11.940 kr 12.620 kr. 15.320 kr. 16.995 kr. 6.600kr. 7.600 kr. Krónur Hækkun á mánuði 3.551 Hækkun á ári* 35.309 *Miðað við níu mánuði í grunnskóla og ellefu mánuði á leikskóla. „Maður má ekki við meiri hækk- unum,“ segir Hildur Embla Ragnheiðar- dóttir sem er einstæð fjögurra barna móðir. Hildur reynir að leyfa börnunum að stunda tóm- stundir eins og hún getur en hefur þurft að skera þar niður líka. „Tvö elstu börnin þurftu að hætta í tónlistarnámi um síðustu áramót eftir margra ára nám en einstæðir foreldrar fá ekki afslátt af tóm- stundum umfram sambúðarfólk. Fjölskylda og vinir hafa bjargað mér reglulega með því að gefa börnun- um gömul föt og aðrar nauðsynjar sem ég gæti aldrei keypt sjálf.“ Má ekki við meiri hækkun „Þegar einstætt foreldri sendir barn í grunn- skóla þá hækka útgjöldin en hjá hjónafólki lækka gjöldin. Það falla niður allar niðurgreiðslur hjá einstæðum foreldrum eftir leikskóla og þeir njóta engra sérkjara,“ segir Laufey Ólafsdóttir sem er einstæð móðir með þrjú börn. Laufey segir tómstundaiðkun sérlega dýra fyrir einstæða foreldra. „Tómstundakortið hjálpar til en 25 þúsund krónur duga skammt þar sem tómstundir kosta oft hundrað þúsund krónur fyrir önnina og jafn- vel meira.“ Tómstundir eru dýrar „Bæði móðir og faðir eru ein- stæðir foreldrar enda þurfa báðir að búa barninu heimili,“ segir Árni Guðmund- ur Guðmunds- son sem deilir forræði á dóttur sinni með barnsmóður sinni. „Lang- fæstir feður eru með lögheimili barnsins og hafa því engin réttindi, engar barnabætur, lægri leigubætur en borga samt meðlag og í mínu tilfelli tek ég stærstan þátt í öllum kostnaði sem fer sívaxandi þannig að hver einasta króna skiptir máli.“ Hver króna skiptir máli Gjöld einstæðra í borginni hækka um tæp tíu prósent Árlegar greiðslur einstæðra foreldra með tvö börn hækka um tæp fjörutíu þúsund árið 2014. Félagsráðgjafi segir að þrátt fyrir töluverða niðurgreiðslu borgarinnar nái fjölmargir einstæðir ekki endum saman. LEIKSKÓLI Leikskólagjöld einstæðra for- eldra hækka um 1.675 krónur á mán- uði á næsta ári miðað við átta tíma vistun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK ODDNÝ STURLUDÓTTIR OKTAVÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.