Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 21

Fréttablaðið - 01.11.2013, Side 21
FÖSTUDAGUR 1. nóvember 2013 | SKOÐUN | 21 ➜ Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfi ð tekur ekki við umferðar- aukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Ef þú ert með þrjá sleikjóa og fjóra krakka þá verður einhver ósáttur. Ef það eru færri pláss í skóla en umsækjendur þá verður einhver ósáttur. Ef það eru 15 þúsund manns sem vilja leggja í miðbæn- um en aðeins 10 þúsund bílastæði þá verður einhver ósáttur. Ef 40 þúsund manns langar á landsleik en aðeins 5.000 miðar eru til sölu þá verður einhver ósáttur. Mér detta í hug fjórar leiðir til að dreifa takmörkuðum gæðum. 1) Það er hægt að láta fólk bíða í bið- röð. 2) Það er hægt að halda sam- keppni (t.d. inntökupróf). 3 )Það er hægt að draga úr hatti og 4) það er hægt að hækka verðið. Ég veit ekki hvort fyrstu átta lífsárin í Alþýðu- lýðveldinu ráði hér skoðun minni en mér finnst betra að hækka verð- ið á kjötinu heldur en að láta fólk standa í fimm tíma biðröð. Sú leið að gefa misvísandi upplýsingar um hvenær kjötbúðin verður opnuð í von um að færri komist finnst mér síst. Of ódýrt Það var of ódýrt á landsleik Íslands og Króatíu. Það var raun- ar ranglátt að hafa miðaverðið svona lágt, sérstaklega gagnvart því fólki sem virkilega langaði að fara. Af hverju? Tökum dæmi: Ímyndum okkur mann; köllum hann Pawel. Pawel horfir lítið á knattspyrnu, hann fylgist þó með HM og EM en fer venjulega ekki á landsleiki, þekkir raunar fáa íslenska leikmenn með nafni þegar liðinu gengur illa. Nú þegar vel gengur er Pawel auðvitað talsvert spenntari og þótt hann myndi venjulega ekki eyða 5.000 krónum til að fara á lands- leik gegnir nú öðru máli. Það eru auðvitað þúsundir Íslendinga eins og hann. Þeir sem virkilega, virki- lega væru til í að mæta þurfa fyrir vikið að keppa um þessa fáu, allt of ódýru miða við menn eins og Pawel. Það myndi margt ávinnast með því að hafa miða á svona atburði dýrari. Með því að hækka verðið um 5.000 kr. væri hægt að ná í nokkra tugi milljóna sem þyrftu þá vonandi ekki að koma úr vasa okkar hinna næst þegar reisa þarf stúku hjá einhverju fyrstudeild- arliði eða styrkja annað fótbolta- starf. En í ljósi alls þess fjár sem varið er til íþróttamannvirkja er örlæti þeirra sem kjósa að hækka ekki miðaverðið þegar þeir geta það einfaldlega örlæti á kostnað skattgreiðenda. En það er fleira. Færri myndu kaupa „einn miða til öryggis fyrir Gunna og börnin hans“ ef miðinn kostaði 15 þúsund. Færri hefðu keypt miða til að selja þá aftur. Og bara til samanburðar: Ódýrustu miðar á leik Manchester United og Arsenal fimm dögum áður eru á 32 þúsund krónur. Og samt er alltaf nóg af fólki til í að fara. Það er því mjög eðlilegt að sumir þeirra sem sváfu af sér miðasöluna séu fúlir. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að taka þátt í samkeppni um miðana. Og samkeppnin var óþarflega hörð því miðarnir voru allt of ódýrir. Brask ekki vont Brask og hamstur. Það eru hötuð orð. Oft ranglega. Því um eitt getur maður verið viss: Þegar einhver framleiðandi eða við- burðarhaldari er farinn að kenna bröskurum um skortinn þá er nokkuð öruggt að hann sjálfur hafi klúðrað sölunni og verðlagn- ingunni. Í raun er nákvæmlega ekkert að þessari endursölustarf- semi sem miða braskið er. En eins og alltaf þegar einhverju er ýtt út úr dagsljósinu kann starfsemin að virka aðeins skuggalegri fyrir vikið. Grínlaust: Dreifing miða á leik Íslands og Króatíu hefði verið hagkvæmari og sanngjarnari ef miða braskarar hefðu alfarið fengið að sjá um hana. Margir vilja taka fyrir braskið en til að bjarga því sem bjargað verð- ur ætti í raun að leyfa fólki að braska með miðana að vild. Því miðabraskið gerir það sem gott miðasölukerfi ætti að gera. Það tryggir að miðarnir rati í hendur þeirra sem helst vilja yfir þá komast. Guð blessi miðabraskarann Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Það var of ódýrt á leik Íslands og Króatíu. Í þ æt t i nu m Vi k u lok i n á Rás 1 sl. sunnu- dag var komið inn á skipulags- mál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgar- svæðinu öllu. Þar gerði ég g r e i n f y r i r þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkur- flugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatna- kerfið tekur ekki við umferðar- aukningu í samræmi við þá fjölg- un ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverf- anna með flesta ef ekki alla þjón- ustu innan þeirra og aukna mögu- leika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðar- mannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur mögu- leika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgar- svæðisins eru léttlestir til skoð- unar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambæri- legar borgir eða svæði hvað mann- fjölda varðar að leysa sín sam- göngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenn- ingssamgöngur að vera skilvirk- ar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum. Ný hugsun í skipulags- málum SKIPULAGSMÁL Halldór Halldórsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og prófk jörsframb- jóðandi Ný lög um neytendalán hafa tekið gildi. Helstu atriði laganna snúa að aukinni upplýsingagjöf og einfaldari samanburði á lánum. Fjármálafyrirtæki Veita staðlaðar upplýsingar sem er ætlað að auðvelda lántaka að bera saman ólík lánstilboð. Einnig fá lántakar upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár og dæmi um breytingar á greiðslubyrði lána sem Neytendastofa birtir á vef sínum. Þurfa að setja fram árlega hlutfallstölu kostnaðar til að auðvelda lántaka samanburð á mismunandi lánstilboðum. Geta ekki krafist hærra uppgreiðslugjalds en 1% af þeirri fjárhæð sem greidd er upp. Samtök fjármálafyrirtækja hvetja alla til kynna sér lög um neytendalán. Frekari upplýsingar eru aðgengilegar á neytendastofa.is, sff.is og hjá fjármálafyrirtækjum. Viðskiptavinir Þurfa að standast lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og vanskilaupplýsingum ef lán er veitt undir 2 milljónum kr. fyrir einstakling eða 4 milljónum kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þurfa að standast greiðslumat sem byggir meðal annars á ítarlegum upplýsingum um fjárhagsstöðu fari lánsfjárhæð yfir ofangreind mörk. Hafa rétt á að greiða upp lán að hluta eða í heild. Hafa rétt á að falla frá lánssamningi 14 dögum eftir undirskrift hans gegn því að greiða áfallinn kostnað t.d. vexti og verðbætur. Ný lög um neytendalán G R 3 0 1 0 2 0 1 3 / g r a f i k . i s

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.