Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 24

Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 24
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Í síðustu viku var að venju haldið upp á kvennafrídaginn 24. október með fundum og afhendingu styrkja. Í þessari viku er boðað til jafnréttisþings í Reykja- vík sem er öllum opið. Á fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 var bent á hve lítils vinna kvenna væri metin sem sýndi sig í lægri launum fyrir sömu störf og karlar unnu, láglaunastörfum, skorti á félagslegri þjónustu og ýmsu fleiru. Nú 38 árum síðar glímum við enn við launa- misréttið og láglaunastörfin sem og ýmis mál sem ekki voru komin á dagskrá fyrir alvöru á kvennaárinu 1975. Þar má nefna efnahagsleg völd kvenna og áhrif í atvinnu- lífinu sem enn eru áberandi minni en áhrif karla, kynbundið ofbeldi og hlut kvenna sem kjör- inna fulltrúa á Alþingi og í sveit- arstjórnum, að ekki sé minnst á hefðbundnar staðalmyndir kynjanna sem hamra á eldgöml- um og oft niðurlægjandi gildum sem birtast okkur nánast dag hvern í ummælum, auglýsing- um, kvikmyndum og klámefni. Við stígum ekki bara skref fram heldur líka aftur á bak og það er margt sem þarf að ræða. Konum fækkaði í ríkisstjórn og á þingi eftir síðustu alþingis- kosningar. Eftir rúmlega hálft ár göngum við til sveitarstjórn- arkosninga og það verður spenn- andi að sjá hvað þá gerist. Í kosningunum árið 2010 fjölg- aði konum í sveitarstjórnum og urðu þær 40% kjörinna full- trúa. Það kjörtímabil sem nú er að enda hefur verið gríðarlega erfitt. Mjög mörg sveitarfélög hafa glímt við mikla fjárhags- lega erfiðleika í kjölfar hruns- ins, minni tekjur, mikið álag á félagsþjónustu og sívaxandi fjár- hagsaðstoð við þá sem höllum standa fæti. Álagið hefur verið mikið á sveitarstjórnarfólk í glímunni við efnahagsástandið og því verður mjög fróðlegt að sjá hverjir munu halda áfram og hverjir hætta. Reynsla glatast Sannleikurinn er sá að kjör flestra sveitarstjórnarmanna eru óviðunandi og taka ekk- ert mið af því álagi sem fylgir störfunum. Seta í sveitarstjórn er yfirleitt aukastarf eða hluta- starf með annarri vinnu, launin lág og mikið um fundi utan hefð- bundins vinnutíma. Það er því þrautin þyngri að samræma fjöl- skyldulíf, atvinnu og þátttöku í stjórnmálum. Þar sem konur bera enn almennt meiri ábyrgð á heimili og börnum en karlar reynist stjórnmálaþátttaka þeim oft þung í skauti. Þar af leiðandi hefur endurnýjunin í sveitar- stjórnunum verið óeðlilega mikil með þeim afleiðingum að þekk- ing og reynsla glatast. Þessu þarf að breyta og gera störf í sveitarstjórnum eftirsóknarverð og auðsótt þannig að gott fólk, bæði konur og karlar, gefi kost á sér og geti sinnt þeim störfum með sóma. Störfin og kjörin innan sveit- arstjórna eru eitt, að ná kjöri er annað. Ein helsta skýring- in á þeim mun sem enn er að finna á tölu karla og kvenna í sveitarstjórnum er sú staðreynd að karlar verma mun oftar en konur efsta sæti viðkomandi lista. Mjög víða fá framboðs- listar aðeins einn fulltrúa og það er þá karl. Stjórnmálaflokkar og framboð af ýmsu tagi verða að bregðast við og setja sér reglur eða viðmið til að tryggja sem allra mest jafnrétti kynjanna. Það má gera með fléttulistum, kvótum og skiptum milli kjör- tímabila þannig að konur og karlar skiptist á um að leiða lista. Rannsóknir og reynslan hafa leitt í ljós að það skiptir máli að bæði konur og karlar komi að stjórn sveitarfélaga og það er ekkert annað en eðlilegt og lýðræðislegt. Áhugamál og áherslur kynjanna eru oft mis- munandi og það skiptir máli að alls konar reynsla, þekking og skoðanir komi við sögu þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Mestu skiptir þó að fólk sem hefur raunverulegan áhuga á stöðu kynjanna og aðgerðum til að jafna hana og bæta bjóði sig fram og nái kjöri. Kynjajafn- rétti er mannréttindamál og ein af grunnforsendum þess að sam- félag okkar þróist áfram í átt til aukins lýðræðis, almennrar þátttöku við mótun samfélags- ins, sjálfbærni og verndunar móður jarðar. Sjáumst á jafn- réttisþingi. Kynjajafnréttið og sveitarstjórnirnar Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkis stjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna lands- ins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilað- stöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávar- útvegsmál og fjármálaráðuneyt- ið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formað- ur Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylking- in fengu skýrt umboð í þingkosn- ingunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var sam- hljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimild- irnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafn- ræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðar- atkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafn- ræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar vör- uðu við því í erindum til Alþingis að festa kvóta- kerfið með óbreyttu úthlutunar- kerfi enn frekar í sessi. Bentu for- svarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofn- anna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstak- linga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlut- unarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarút- veginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarleg- um áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðan- um frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. For- maður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því. Verkin sýna merkin, Katrín Afskiptaleysi er alveg jafn afdráttarlaus stefna og aðgerðir. Afskipta- leysi ríkis stjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvit- uð ákvörðun. Í fjárlögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði. Á sama tíma hafa bæjaryfir- völd í Kópavogi ákveðið fyrir fyrri umræðu fjár- hagsáætlunar að gera held- ur ekkert í málefnum leigjenda á meðan Reykjavíkurborg hefur lagt fram áætlanir um fjölgun leigu- íbúða um 3.000. Frjáls markaður býr til vandann Samfylkingin í Kópavogi hefur borið upp tillögur þess efnis að 250 milljónir verði notaðar til þess að reisa fjölbýlishús í samstarfi við leigufélög þar sem í væru íbúðir á almennum markaði og félagsleg- um. Þessi tillaga var felld í bæjar- ráði um miðjan október en atkvæði verða greidd um þá tillögu á fyrsta bæjarstjórnarfundi í nóvember. Þótt smíði þess mannvirkis myndi aldrei leysa þann mikla vanda sem hefur blasað við um nokkur miss- eri þá væri bæjarfélagið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem þurfa að treysta á sína nánustu með húsaskjól. Að fella slíkar tillögur og lýsa þannig yfir áhuga- og afskipta- leysi í málefnum leigjenda er graf- alvarlegt. Leiguverð hefur hækkað gríðarlega að und- anförnu, eða um 10% á árinu samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Réttindi og skyldur leigjenda eru alls ekki tryggð og framboð á frjálsum markaði á verði sem endurspeglar veru- leikann ekki neitt. Trygg- ing leigjenda fyrir því að vera ekki sagt upp með stuttum fyrirvara er held- ur engin. Þá verður ríkið einfald- lega, í nánu samstarfi við stærstu sveitarfélögin, að bregðast við. Sem betur fer hefur Reykjavíkur- borg gert það með metnaðarfullum áætlunum um leiguíbúðamarkað- inn á næstu árum. Það á eftir að skipta miklu máli. Hækkanir meiri en í Bretlandi Það sem er svo móðgandi við afskiptaleysið sem ég ræddi í upp- hafi greinarinnar er að bæði ríkis- stjórn og meirihlutinn í Kópavogi eru að segja að þeim sé sama um þann fjölda íbúa sem þarfnast húsaskjóls eða þau líta ekki á það sem sitt hlutverk að gera viðfangs- efni þeirra að sínum. Það má líka orða þetta svona. Við ætlum ekk- ert að aðhafast á leigumarkaðnum vegna þess að málið er ekki nógu merkilegt. Í Bretlandi hefur verð á leigu- íbúðum hækkað um 9,3% á árinu. Blöðin linna ekki látum yfir að þvílíkt aðgerðarleysi einkenni stjórnina í Downing Street enda er stöðugleiki eitthvað sem ríkis- stjórnir allra landa verða að leit- ast við að tryggja. Þessi gríðarlega hækkun á leigumarkaði er við- fangsefni stjórnvalda og sveitar- félaga, hvort sem um ræðir Ísland, Bretland, Kópavog eða Liverpool. Meðvitað afskiptaleysi Samkvæmt könnun BSRB um miðjan septembermánuð geta nú um 20% íbúa sem eiga íbúð- ir hugsað sér að færa sig yfir á leigumarkaðinn – verði búseta þeirra tryggð. Ég væri, til til- breytingar, alveg til í að sjá meiri- hlutann í Kópavogi reyna að horfa til framtíðar og bregðast við yfir- vofandi fjölgun á leigumarkaði. Nú þegar er þörfin mikil og mun án efa aukast til muna. Afskipta- leysi er einbeitt pólitísk stefna sem endurspeglar viðhorf Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Y- lista Kópavogsbúa. Hversu lengi þurfa leigjendur og aðstandendur þeirra að bíða eftir þessum stjórn- málaflokkum algers stefnuleysis? Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna ➜ Afskiptaleysi ríkis- stjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvituð ákvörðun. Í fjár- lögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði. ➜ Ein helsta skýr- ingin á þeim mun sem enn er að fi nna á tölu karla og kvenna í sveitarstjórnum er sú staðreynd að karlar verma mun oftar en konur efsta sæti við- komandi lista. Mjög víða fá framboðslistar aðeins einn fulltrúa og það er þá karl. STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður ➜ Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfi ð. JAFNRÉTTI Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra HÚSNÆÐI Pétur Ólafsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi • • OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Veldu gæði fyrir þig og þína HEILSUSPRENGJA Allt Rapunzel með 20% afslætti Rapunzel framleiðir hágæða lífrænt vottaðar vörur með ást og umhyggju að leiðarljósi Yfir 200 tegundir!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.