Fréttablaðið - 01.11.2013, Page 28
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
AGNAR INGÓLFSSON
prófessor,
Hlíðarvegi 62, Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Torfi Agnarsson, Ingi Agnarsson og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, stjúpfaðir, sonur, bróðir, tengdasonur
og mágur,
REGIN MOGENSEN
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 29. október. Útför hans
fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn
6. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð
líknardeildar LSH, sími 543 1000.
Sara Lind Þórðardóttir
Viktoría Nótt Mogensen
Þórunn Helga Mogensen
Gunnar Atli Snorrason
Diljá Gunnarsdóttir
Birta Mogensen Þorsteinn Pétur Guðjónsson
Þórður Harðarson Guðrún Kristjánsdóttir
Rakel Ósk, Eva Ösp og Marta Rún Þórðardætur
Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför mannsins míns, föður okkar,
bróður, tengdasonar og mágs,
ANDRÉSAR SVAVARSSONAR
Þingási 45, Reykjavík.
Þóra Stephensen
Örvar Andrésson
Dagbjört Andrésdóttir
Guðni B. Svavarsson Kristín Ólafsdóttir
Þórir Stephensen Dagbjört G. Stephensen
Elín Stephensen
Ólafur Þ. Stephensen Halldóra Traustadóttir
Viðar Gíslason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamömmu og ömmu,
ÞÓRUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR
EYLANDS.
Margrét Eylands Frank Brandsås
Þóra Eylands
Elísa, Eirík og Þórunn
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR
Hamraborg 30,
lést 28. október og verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju mánudaginn 4. nóvember
kl. 13.00.
Alfons Hannesson Bonita L. Hannesson
Valgerður Hannesdóttir Haraldur Helgason
Svandís Hannesdóttir Elías B. Árnason
Jóhanna Benný Hannesdóttir Elfar Eiðsson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
KATRÍN HJARTARDÓTTIR
Laugarnesvegi 87,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
29. október. Útförin fer fram frá Árbæjar-
kirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.00.
Magnús Þorvaldsson
Hjörtur Þorgilsson Erla Leósdóttir
Helga Katrín Hjartardóttir Hlynur Pálsson
Magnús Rúnar Hjartarson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA JÓNSDÓTTIR
áður til heimilis í Ljósheimum 2,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn
25. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík miðvikudaginn 6. nóvember
kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jensína S. Jóhannsdóttir
Guðmundur A. Jóhannsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýju vegna fráfalls elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRMARS GUÐJÓNSSONAR
Vallarbraut 6, Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir
einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót.
Elías Þórmarsson Anna Eyjólfsdóttir
Jóhanna Þórmarsdóttir Björn Kristinsson
Árni Geir Þórmarsson Linda Stefánsdóttir
Adda Þórunn Þórmarsdóttir Frederick H. Plott
Gunnar Þór Þórmarsson Jenný Olga Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku konan mín, mamma okkar,
fósturmamma, dóttir, systir og mágkona,
NÍNA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR,
lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð miðvikudaginn
30. október.
Flosi Eiríksson
Eyrún Flosadóttir, Kári Flosason, Eiríkur Flosason,
Júlíus Flosason
Sigurður Ó. Kjartansson Eyrún Gunnarsdóttir
Kjartan Ó. Sigurðsson María Dröfn Steingrímsdóttir
Inga Sigurðardóttir Ingólfur E. Kjartansson
Ástkær eiginkona mín,
móðir, tengdamóðir, amma og systir,
GUÐBJÖRG BÁRÐARDÓTTIR
Hjallaseli 27,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
aðfaranótt mánudagsins 28. október sl. Útförin fer
fram frá Seljakirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 13.00.
Garðar Einarsson
Einar Már Garðarsson Eimee Damasin
Garðar Már og Eythan Már
Ágústa Bárðardóttir Þorsteinn Þorsteinsson
Elínborg Bárðardóttir Ómar Sigfússon
Sigurbjörn Bárðarson Fríða Steinarsdóttir
Bárður Bárðarson
„Þessi dagur hefur verið árviss um
nokkurt skeið og er í sífelldri þróun.
Hann er mjög kraftmikill og skemmti-
legur viðburður,“ segir Gunnhildur
Þórðardóttir, verkefnastjóri dags mynd-
listar. „Í Bíói Paradís verður forsýning á
síðasta gjörningi Rósku úr safneign Nýló
og á veggnum í Bókabúð Máls og menn-
ingar er sýning eftir ungan myndlistar-
mann, Arnar Ásgeirsson,“ nefnir hún
sem dæmi um nýjungar í dagskránni.
Gunnhildur telur að sjaldan eða aldrei
hafi fleiri listamenn tekið þátt í degi
myndlistar en að þessu sinni. „Það eru
hundrað myndlistarmenn úti um allt
land sem bjóða almenning velkominn á
vinnustofur sínar þar sem gestum gefst
kostur á að skoða vinnuaðstöðu þeirra
og verk, spjalla beint við þá og fræðast
um starfið,“ útskýrir Gunnhildur „Þann-
ig gefum við listamönnum tækifæri til
að kynna starf sitt fyrir almenningi og
víkka sýn hans á myndlist og vinnuna
sem fer fram bak við tjöldin.“
Nokkrir tugir skóla á öllu landinu hafa
lýst yfir áhuga á að fá til sín listamenn í
heimsókn í kjölfar dags myndlistar.
Á vefsíðu Dags myndlistar, www.
dagurmyndlistar.is, er hægt að skoða
stutt viðtöl við myndlistarmenn og aðra
tengda starfsgreininni um starfið. Einn-
ig er á síðunni gagnvirkt kort til að finna
allar opnar vinnustofur, upplýsingar um
myndlistarmennina sem taka þátt í verk-
efninu í ár og margt fleira.
gun@frettabladid.is
Síðasti gjörningur
Rósku er meðal atriða
Dagur myndlistar er á morgun, laugardag. Hann verður haldinn hátíðlegur víða um land,
listamenn fara í skóla og lýsa iðju sinni og hafa vinnustofur opnar fyrir gesti og gangandi.
Fyrsta fjórburafæðing á Íslandi þar sem öll
börnin lifðu átti sér stað þennan mánaðar-
dag árið 1988 er fjögur stúlkubörn voru
tekin með keisaraskurði á fæðingardeild
Landspítalans. Aðgerðin tók rúman klukku-
tíma.
Í frétt Vísis er haft eftir Auðólfi
Gunnars syni, sérfræðingi í kvenlækn-
ingum, að systurnar hafi vegið á bilinu
1.707-1.826 grömm og fæðst sex vikum
fyrir tímann. Til að byrja með voru þær
settar í hitakassa og fylgst náið með heilsu
þeirra og framförum.
Fæðing fjórburanna var önnur í röðinni
á heimsvísu þar sem tæknifrjóvgun var
beitt. Tvisvar áður var vitað til að konur
hefðu gengið með fjórbura á Íslandi; í
fyrsta sinn árið 1880 og í annað skiptið
1957. Þá lifðu þrjú barnanna eftir fæðingu.
Líkur á því að fjórburar komi undir eru
1 á móti 500.000.
ÞETTA GERÐIST: 1. NÓVEMBER 1988
Fjórburar fæddust á landinu og lifðu
VERKEFNASTJÓRINN Gunnhildur verður á ferðinni á morgun milli vinnustofa myndlistarmanna að taka myndir af því sem þar fer fram.