Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 30
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Vinkonurnar Marta María Friðriks-dóttir og Anna Herdís Pálsdóttir hafa gengið á eitt fjall í viku síðan í sumar. Ferðirnar eru orðnar alls sautján talsins upp á þrettán mis- munandi fjöll en það fjórtánda bætist í hópinn í vikunni. Marta María segir hugmyndina hafa kviknað yfir sushi og hvítvíni í miðbæ Reykjavíkur í sumar. „Við ákváðum að skella okkur upp á Helgafell daginn eftir. Svo þróaðist þetta þannig að við fórum á annað fjall viku síðar og á endanum settum við okkur það markmið að ganga á eitt fjall í viku. Upphaflega var það ekki ætlunin þannig að segja má að þetta hafi byrjað fyrir algjöra tilviljun.“ Flest fjöllin sem þær hafa gengið á eru í nágrenni Reykjavíkur en einnig hafa þær farið á Vatnsdalsfjall í Fljóts- hlíð og Miðhraunshlíð á Snæfellsnesi. „Ein skemmtilegasta ferð okkar í sum- ar var einmitt á Vatnsdalsfjall. Þar réð- ust kríur á okkur og þar gengum við á sokkaleistunum í mjúkum mosa því skórnir þrengdu að. Við höfum alltaf gengið tvær þótt ýmsir vinir okkar hafi lýst yfir áhuga á að koma með okkur. Þar sem Anna Herdís vinnur vakta- vinnu höfum við ekki fastan göngudag og förum í gönguferðir á virkum dög- um sem og um helgar. Við ákveðum tímasetningu göngunnar með fyrirvara og förum, sama hvernig viðrar. Enda höfum við gengið í sólskini, þoku, rigningu og roki. Sumarið var í minn- ingunni frekar svalt og blautt en þegar við skoðum myndir úr ferðum okkar sjáum við að sumarið var bara alveg ágætt.“ Vinkonurnar syngja saman í Söng- sveitinni Fílharmóníu og segir Marta María þær syngja mikið á göngunni, bæði raddað og óraddað. „Nú er kórinn til dæmis að æfa fyrir klezmer-tónleika sem haldnir verða 8. og 9. nóvember þar sem Ragnheiður Gröndal mun syngja með okkur ásamt hljómsveit. Það má því búast við að nokkur lög verði tekin í vikunni, líklega á leiðinni upp á Blákoll.“ SYNGJANDI VIN- KONUR Á FJÖLLUM SÖNGELSKIR GÖNGUGARPAR Vinkonurnar Marta María og Anna Herdís hafa gengið á eitt fjall í viku síðan í sumar og ætla að halda áfram í vetur. GÖNGUGARPUR Marta María á Mó- skarðshnjúkum í sumar. MYND/ÚR EINKASAFNI FJALLIÐ SIGRAÐ Gengið upp á Helgafell í haust í fallegu veðri. MYND/ÚR EINKASAFNI Fimmtánda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hófst á miðvikudaginn. Langt er síðan uppselt var á hátíðina en þeir sem ekki eiga armband geta sótt fjölmarga atburði sem eru utan dagskrár (off venue) um helgina. Þar spila flestir þeirra listamanna sem troða upp á hátíðinni á kaffihúsum, í verslunum og á tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur. Þessir tónleikar byrja upp úr hádegi alla daga og standa yfir fram á kvöld á meðan hátíðin stendur yfir en ókeypis er inn á þá. Á vef hátíðarinnar, icelandairwaves.is, má finna lista yfir alla „off-venue“ tónleikana auk þess sem hægt er að hlaða niður appi Airwaves-há- tíðarinnar. Með því er hægt að skipuleggja eigin dagskrá um helgina og kynna sér þá listamenn sem koma fram. Meðal tónleikastaða má nefna Hörpu, Hlemm, Lucky Records, Laundromat Café, 12 Tóna, Norræna húsið og Eymundsson Austurstræti. Meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram á utan dagskrár um helgina eru Retro Stef- son, John Grant, Lay Low, Dikta, Ásgeir Trausti, KK og Hjaltalín. ALLIR Á AIRWAVES Litlanefnd ferðaklúbbsins 4x4 sinnir eigendum minna breyttra jeppa og fer mánaðarlega í ferðir. Næsta ferð Litlunefndar verður farin þann 9. nóvember. Að þessu sinni er stefnan sett á Kerlingarfjöll. Kominn er ein- hver snjór á þessum slóðum og frostspá fram undan. Opnað verður fyrir almenna skráningu í dag, 1. nóvember. Ferðir eru auglýstar á vefsvæðinu f4x4.is og þátttakendur verða að skrá sig í hverja ferð. Kynn- ingarkvöld Litlunefndar eru á miðvikudegi fyrir hverja ferð og myndakvöld í opnu húsi á fimmtu- degi eftir ferð. Ferðir með Litlunefnd eru án endurgjalds og allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð. MINNA BREYTTIR Á FERÐALAGI ALLTAF FJÖR Frítt er inn á atburði utan dag- skrár á Airwaves. MYND/MAGNÚS ELVAR JÓNSSON Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Ný búð opnar 20% afsláttur af öllum vörum til 9. nóvember Opnunar- tilboð Finndu þinn eigin stíl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.