Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 34
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Matur og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Hár Ásgeir Hjartarson Makeup Bergþóra Þórsdóttir Stílisti Marín Mandas Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Fjöldi fólks sótti upphafs- kvöld tónlistarhátíðar- innar Iceland Airwaves á miðvikudag. Þeirra á meðal voru fótboltakapp- inn Heiðar Helguson, fjöl- miðlamaðurinn Gísli Mar- teinn Baldursson ásamt Skarphéðni Guðmunds- syni dagskrárstjóra hjá RÚV, Unni Eggerts- dóttur og meðlim hljómsveitarinn- ar Of Monsters and Men. „Metnaðurinn í nærfatalínunni liggur ekki eingöngu hjá JBS heldur einnig hjá Ronaldo sjálfum sem kom að allri hönnun og framleiðslu því hann þurfti að leggja blessun sína á vör- urnar,“ segir Ágúst Guðmundsson, sölustjóri JBS, á Íslandi. Nýja nærfatalínan ber nafnið CR7 sem eru upphafsstafir nafns portúgölsku knattspyrnuhetjunnar Christianos Ronaldo. Línan er sprottin af samstarfi hans við bandaríska fatahönnuð- inn Richard Chai sem áður hafði hannað fyrir Marc by Marc Jacobs. CR7-línan leggur ríka áherslu á yngri viðskiptavini en í línunni eru nærföt fyrir unga stráka, unglinga og fullorðna. Nærfötin eru væntanleg í verslanir í nóvember og munu fást í fjölmörgum litasamsetningum. „Danska fyrirtækið JBS hefur lagt mikið í þessa nærfataherferð en fyrirtækið er mjög rótgróið og þekkt fyrir mikil gæði,“ segir Ágúst að lokum. NÆRFATALÍNA RONALDO TIL ÍSLANDS Ágúst Guðmundsson, sölustjóri JBS á Íslandi, segir mikla eftirvæntingu ríkja fyrir nærfatalínunni CR7. Ágúst Guðmundsson, sölustjóri JBS, hjá heildversluninni Rún. Ronaldo og Richard Chai hönnuðu línuna saman. Ronaldo er átrún- aðargoð margra fóbolta- stráka víða um heim. „Við vitum ekki nákvæmlega hvaðan þessi mikli áhugi er sprottinn, en hillan hefur greini- lega vakið athygli einhverra og svo hefur það undið upp á sig. Þetta er frekar sérstakt húsgagn og því er gaman að sjá hversu góð viðbrögðin hafa verið,“ segir Árný Þórarinsdóttir sem rekur hönnunar- og teiknistofuna Stáss ásamt Helgu Guðrúnu Vilmund- ardóttur. Hilla frá fyrirtæk- inu hefur vakið töluverða at- hygli og fengið mikla umfjöllun í erlendum hönnunartímaritum og -bloggi. Hillan var hönnuð í fyrra og sýnd á Stockholm Furniture and Light Fare í Svíþjóð. Að sögn Árnýjar er hugmyndin að hönn- uninni sprottin út frá þörfum tvíeykisins. „Flest sem við hönnum er sprottið út frá eigin þörfum, okkur vantaði húsgagn undir lykla, póst og annað smádót. Þótt hillan hafi upphaflega verið hugs- uð í forstofuna er hún líka snið- ugt náttborð,“ útskýrir Árný. Hönnunarritið Icon er á meðal þeirra erlendu miðla sem fjallað hafa um hilluna. Í umfjöllun þess segir að hillan sé hið fullkomna húsgagn undir smáhluti. Árný og Helga Guðrún stofn- uðu Stáss árið 2008 og sinna nú arkitektúr samhliða vöruhönn- uninni. „Við erum báðar arki- tektar og stofnuðum Stáss eftir að við misstum vinnuna. Þá voru að koma jól og við byrjuðum á að hanna jólaskraut úr plexígleri. Við erum týpískt hrunfyrirtæki,“ segir hún að lokum og hlær. - sm HÖNNUN HILLA FRÁ STÁSSI VEKUR ATHYGLI ERLENDIS Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir reka hönnunarfyrirtækið Stáss. Hilla frá fyrirtækinu hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum tímaritum og bloggi. Hönnunartvíeyki Helga Guðrún Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir mynda hönnunartvíeykið Stáss. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Hillan Fold, hönnuð af Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmund- ardóttur sem reka íslenska hönnunarfyrirtækið Stáss, hentar vel inn á öll nú- tímaheimili. Hægt er að koma henni fyrir í forstof- unni, svefnherberginu eða eldhúsinu og er hún til- valin undir lykla, umslög, klink, bækur og farsíma.“ - Iconeye.com „Óvanaleg en praktísk leið til að geyma lykl- ana, bréfin, klinkið, skart- gripina, bækurnar og alla hina smáhlutina sem liggja vanalega á víð og dreif. Þessi pena hilla er úr smiðju íslensku arkitekt- anna Árnýjar Þórarins- dóttur og Helgu Guðrúnar Vilmundardóttur. - Decorationstyle.net „Íslenska hönnunarfyrir- tækið Stáss var stofnað af arkitektunum Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmundardótt- ur. Fyrirtækið hefur hann- að hilluna Fold, fjölnota geymslurými sem fæst í grænbláum eða gráum lit. - Flodeau.com FRÁBÆRT GEYMSLURÝMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.