Fréttablaðið - 01.11.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 01.11.2013, Síða 46
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr 14 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013 Þ að var verið að opna hjá okkur NN makeup studio sem er opið alla daga frá 12-18 en fyrsta laugardag í hverj- um mánuði ætlum við að vera með svokallaðan „workshopday“ þar sem við erum með opið hús og sýnikennslu,“ segir Ást- rós Erla Benediktsdóttir skólastjóri NN make- upschool. Að þessu sinni er hrekkjavökuþema en kennd verður förðun sem hentar vel fyrir helgina. „Við munum sýna blöndu af fantasíu- og hrollvekju- förðun því mér finnst nauðsynlegt að förð- un fyrir hrekkjavökuna sé örlítið ógnvekjandi.“ Það eru þær Ástrós Erla, Nemita Margrét og Krist- ín Stefánsdóttir sem sjá um sýnikennsluna á laug- ardaginn en Kristín gaf nýlega út bókina Förð- un, skref fyrir skref. NN- förðunarstúdóið er opið frá 11-14 á laugardag- inn og er öllum velkomið að líta inn, fá ráðgjöf og fylgjast með förðun. Jafn- framt er hægt að panta förðun fyrir kvöldið. „Við erum að búa til förðunar- stúdíó sem á að vera upp- lifun, eins konar förðun- arparadís allra kvenna,“ segir Ástrós Erla að lokum. HREKKJAVÖKU FÖRÐUNARPARADÍS Förðunardömurnar í NN makeupschool bjóða upp á opið hús og sýnikennslu í hrekkjavökuförðun á laugardag í stúdíóinu. Ástrós Erla og Nemida Mar- grét nota vörur frá Lit Cosm- etics og Sugar Pill Cosmetics Ógnvekjandi dúkka á hallo- ween? Zombie- förðun ætti að vera mjög vinsæl um helgina. AFMÆLISLEIKUR UM BORÐ Í HRAÐLESTINNI Hraðlestin er í uppáhaldi hjá unnendum austurlenskrar matargerðar. Um þessar mundir heldur staðurinn upp á tíu ára afmæli með ýmsum tilboðum og afmælisleik sem endar með Indlandsferð fyrir heppinn viðskiptavin. H raðlestin var fyrst opnuð á Hverfisgötu fyrir tíu árum og á mánudaginn hefst af- mælisveislan. Tengsl Hraðlestarinnar við Indland eru mjög sterk eins og glögglega má sjá á stöðunum fjórum. Þar er lagt mikið upp úr því að gestirn- ir fái að upplifa ekta indverska stemningu. Fyrir utan staðinn á Hverfisgötunni er Hraðlestin í Hlíðasmára, Lækjargötu og nú í Kringlunni. „Okkur langar til að gera eitthvað alveg sérstakt vegna þessara tímamóta,“ segir Andrea Karlsdóttir hjá Hraðlest- inni. „Því verður sannkölluð af- mælishátíð sem hefst á mánudag, 4. nóvember, og stendur út mán- uðinn.“ Allir viðskiptavinir Hrað- lestarinnar setja nafn sitt í sér- stakan afmælispott þegar þeir kaupa sér aðalrétt. Í hverri viku verða nöfn heppinna viðskipta- vina dregin úr pottinum og fá þeir gjafakort hjá Hraðlestinni. Í lok mánaðarins verður síðan aðal vinningurinn dreginn út en það verður ævintýraferð til Ind- lands með öllu inniföldu, sér- sniðin að þörfum þess sem hana hreppir. Íslendingar hafa tekið Hrað- lestinni ákaflega vel enda hefur staðurinn vaxið og eflst á þess- um árum. Vandað hráefni er lykil atriði og eingöngu er notað sérinnflutt ekta indverskt krydd án allra aukefna. „Allur matur er unninn frá grunni og það hefur eflaust sitt að segja að mat- reiðslumenn hjá Hraðlestinni eru allir indverskir fagmenn með margra ára reynslu í matargerð. Mikið er lagt upp úr því að bjóða gæðamáltíð á hagstæðu verði,“ segir Andrea. Þegar stöðunum fjölgaði jókst einnig fjölbreytnin á matseðlin- um. Í Kringlunni og Lækjargötu er boðið upp á fjölbreytt úrval léttra rétta í hádeginu, svokall- aða „Indian Street Food“ rétti. Að sögn Andreu er þetta ekki dæmi- gerður skyndibiti, heldur ljúf- fengir réttir sem fólk nýtur að borða. „Það er þó sífellt að aukast að fólk vilji njóta góðrar máltíð- ar á staðnum þótt margir kjósi að taka máltíðina með sér heim.“ Hraðlestin er dótturfyrir- tæki Austur-Indíafjelagsins á Hverfis götu sem hefur verið vin- sælasti Asíustaður landsins í ára- tugi. Skoða má matseðil og verð á heimasíðunni www.hradlestin.is. Hraðlestin er einnig á Facebook. H ra ð le st in v a r n ý le g a o p n u ð í L æ k ja rg ö tu . AUGLÝSING: HRAÐLESTIN KYNNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.