Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 01.11.2013, Qupperneq 78
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 54 „Ég held fatamarkað á laugardaginn á Austur kl. 12 til 16. til styrktar Rauða krossinum. Eftir það fer ég í sextugsafmæli hjá uppáhaldsfrænku minni. Á sunnudaginn fer ég líklega í göngutúr með hundinum mínum og verð í afslöppun.“ HELGIN ÞÓRUNN ÍVARSDÓTTIR BLOGGARI „Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáan- legar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengi- legar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lág- marki. Sjálfur segist Palli vera sjálf- stæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verk- efni. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“ - fb Páll Óskar gerir tilraun með endurútgáfu Páll Óskar endurútgefur sex plötur sínar sem margar hafa verið ófáanlegar í langan tíma. Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spenn- andi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa verið bókaðir Major Lazer, Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og fleiri. Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykja- vík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svip- að og í dag. „Það er ljóst að markað- ur fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferða- iðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlist- arbransanum á meðal gesta. - fb Sónar verði ein sú besta í Evrópu Björn Steinbekk hefur háleit markmið varðandi hátíðina Sónar Reykjavík. BJÖRN STEINBEKK Hátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í annað sinn í febrúar á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁLL ÓSKAR Palli í góðu stuði í Fjalls- árlóni. Hann ætlar að endurútgefa sex plötur sínar. MYND/LALLI SIG „Ég hef tekið þátt í samsýning- um bæði í Stokkhólmi og ann- ars staðar í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin sem ég held hér. Um er að ræða sýningu í einu fremsta hönnunargalleríi í Sví- þjóð, Designgalleriet heitir það. Stefan Nilsson á og rekur galleríið, en hann er einn helsti trendgúrú landsins,“ segir iðnhönnuðurinn Sigríður Heimisdóttir. Hún opn- aði einkasýningu í Designgalleriet í Stokkhólmi í gær þar sem gler- líffæri hennar verða sýnd. „Við Stefan kynntumst fyrir nokkrum árum og í fyrra ákváð- um við að setja upp sýningu í kringum glerið sem ég hef verið að vinna fyrir CMOG, stærsta glerlistasafn heims.“ Sigga hefur framleitt líffærin frá árinu 2007 og í línunni eru meðal annars hjörtu, lungu, blóðkorn, risa vaxið auga og tennur. „Eitt verkið samanstendur af tveimur ljósbláum lungum og glæru hjarta, því fylgir hljóðverk þar sem hjarta heyrist slá. Þetta verk er innblásið af súrefninu og loftinu sem við öndum að okkur. Næsta mál á dagskrá er að gera manneskju úr glæru gleri, með líf- færi í lit,“ útskýrir hún. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á nauðsyn líffæragjafa og var fjölmennt á opnun sýning- arinnar í gær. „Helstu glerhönn- uðir Svía mættu sem og menn- ingarmálaráðherra Svíþjóðar og blaðamenn helstu hönnunartíma- ritanna.“ Sigga býr á Íslandi en starfar aðallega erlendis. Hún kveðst ekki ætla að halda frekari sýningar í nánustu framtíð enda sé dýrt að flytja líffærin á milli landa. „Það er fáránlega dýrt hobbí að blása gler og flytja það á milli heims- álfa. Það dugir mér að blása til glerveislu einu sinni á ári,“ segir hún að lokum. - sm Sýnir líff æri í Svíþjóð Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður opnaði sína fyrstu einkasýningu í Svíþjóð í gær. Hún sýnir í Designgalleriet, einu fremsta hönnunargalleríi í Stokkhólmi. SÝNIR Í SVÍÞJÓÐ Sigríður Heimisdóttir sýnir glerlíffæri sín í einu helsta hönnunargalleríinu í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Næsta sólóplata Palla kemur út fyrir jólin 2014. Fyrsta lagið er væntanlegt snemma á næsta ári. LÍFFÆRI Glerauga frá Siggu Heimis. ➜ Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna. Fiskikóngurinn Stærð 30/40 Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Roðlausir og beinlausir L E I Ð S Ö G N Í M Á L I O G M Y N D U M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.