Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 6
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Til hvaða hafna íhuga eigendur Norrænu að sigla? 2. Hvaða eitur fannst í líkamsleifum Arafats? 3. Hvaða Íslendingur var tökustjóri hjá One Direction? SVÖR: 1. Til Eskifjarðar eða Reyðarfjarðar. 2. Geislavirka efnið pólon. 3. Magni Ágústsson. VEISTU SVARIÐ? DÓMSMÁL Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hefði brotið lög með því að fjár- magna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. Hann var einn af tíu sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Persson var á stjórnarfundi Kaup- þings í London 28. september 2008. Saksóknari spurði Persson, sem talaði frá Stokkhólmi, hvort hann hafi vitað að kaupin höfðu verið fjármögnuð af bankanum sjálfum og svaraði hann því neitandi. „Við höfðum ekki þessar upplýsingar. Ég er sannfærður um að ef við hefðum fengið að vita hvernig í málum lá hefðum við gripið til aðgerða,“ sagði hann. Saksóknari spurði þá hvers vegna og svaraði hann: „Vegna þess að þetta var ekki löglegt.“ Fram kom í vitnisburði Perssons og annarra fyrrverandi stjórnar- manna að þeir hefðu á sínum tíma talið viðskiptin við Al Thani vera góð fyrir bankann, enda markmið- ið að laða að fleiri erlenda fjárfesta. Verjandi Hreiðars Más Sigurðs- sonar, fyrrverandi forstjóra Kaup- þings, spurði Persson hvort einstök lánamál eða hlutabréfaviðskipti hafi almennt verið rædd á stjórnarfund- um og sagði hann svo ekki vera. - fb Stieg Persson, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, tjáði sig um lán bankans til Al Thani: Kaupþing braut lög með fjármögnun sinni ■ Tíu báru vitni í gær. Skýrslutaka yfir Bjarka Diego tók lengstan tíma, en stystan yfir Ásgeiri Thoroddsen, um þrjár mínútur. ■ „Ég held að það hafi verið fyrir mistök. Það gengur ekki upp að leyna láni upp á 12,5 milljarða,“ sagði Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlanda hjá Kaupþingi, um lán til félagsins Gerland sem var í eigu Ólafs Ólafssonar. ■ Gunnar Páll Pálsson, sem var í stjórn Kaupþings og lánanefnd stjórnar, sagðist mjög ósáttur við sérstakan saksóknara fyrir að hafa haldið sér í stöðu sakbornings í mörg ár. Hann kvaðst hvergi fá vinnu vegna þessa. Dagur 4 í Al Thani-málinu HEILBRIGÐISMÁL 125 einstakling- ar voru á biðlista eftir hjúkrunar- rými á höfuðborgarsvæðinu í lok september, þar af 85 frá Reykja- vík. Þetta kemur fram í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn frá Björk Vilhjálmsdóttur, þing- manni Samfylkingarinnar. Með- albiðlisti á höfuðborgarsvæðinu fyrir lok mars, júní og september var hins vegar 121 í samanburði við 100 einstaklinga árið 2012. Miðað við mannfjöldaspá höf- uðborgarsvæðisins og áætlaða fjölgun hjúkrunarrýma er búist við því að biðlistinn styttist í 78 einstaklinga fyrir árið 2015 en að listinn muni síðan lengjast tölu- vert. Árið 2020 er gert ráð fyrir um 270 einstaklingum á biðlista og árið 2025 verða þeir orðnir 576. Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem tekin hafa verið í notkun í ár er gert ráð fyrir að hjúkrunar- rýmum fjölgi um 76 á árinu 2015. Á þessu ári hafa að jafnaði 47 sjúklingar beðið á Landspítalan- um eftir hjúkrunarrými á höfuð- borgarsvæðinu á degi hverjum. Síðar í þessum mánuði verða 40 hjúkrunarrými á Vífilsstöðum tekin í notkun. - skó Um 576 einstaklingar verða á biðlista eftir hjúkrunarrými árið 2025: Biðlistar lengjast í framtíðinni MARGIR BÍÐA Á þessu ári hafa að jafn- aði 47 sjúklingar beðið á Landspítalan- um eftir hjúkrunarrými á höfuðborgar- svæðinu á degi hverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARASAMNINGAR „Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir því hvort rík- isstjórnin vildi koma að gerð kjara- samninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda standi til þess,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hitti forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra á fundi í stjórnarráðinu í gær. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni hafa undanfarna daga kallað mjög eftir því að ríkisstjórn- in gerði grein fyrir því hver efna- hagsstefnan ætti að vera til lengri tíma litið. Ekki fengust svör við því á fund- inum en verkalýðshreyfingin kynnti áherslur sínar. Hún reifaði hugmyndir sínar hvað varðar jöfn- un lífeyrisréttinda, húsnæðismál, gengis- og vaxtamál og varðandi skattabreytingar. „Mér fannst menn vera að kalla eftir loforði um að við tækjum sam- tal um mikilvæg mál eins og þróun húnsnæðismarkaðarins, um skatta- pólitík til næstu ára og hvers sé að vænta eftir afnám hafta í peninga- málum,“ sagði Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra. Hann segist skynja að ástandið sé gríðarlega viðkvæmt en þrátt fyrir það hafi menn í höndunum tækifæri til ná kaupmáttarsamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra segir að ríkis stjórnin sé ekki beinn aðili að kjaraviðræðum. „Það eru atvinnurekendur og launþegahreyfingin sem eru að semja sín í milli. Menn komast ekki hjá samningum þótt aðstæður séu erfiðar,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að ekki sé hægt að velta ábyrgðinni af samningsgerðinni yfir á stjórn- völd. Aðkoma stjórnvalda sé að skapa stöð- ugleika þannig að menn viti við hvaða aðstæð- ur þeir eru að semja en stjórn- völd hafi tak- markað svigrúm til að koma með bein fjárfram- lög inn í samningagerðina. Hvað varðar skattabreytingar segir Bjarni að það hafi verið búið til sérstakt skattþrep fyrir þá sem eru með lægri laun en 240 þúsund á mánuði og skattar þeirra hafi verið lækkaðir. Persónuafsláttur- inn sé verðtryggður en þeir sem sitji eftir sé millitekjufólkið, þeir sem eru með laun yfir 240 þúsund- um. Aðgerðir stjórnvalda að þessu sinni beinist að þeim. Sigmundur Davíð forsætisráð- herra segir að stjórnvöld hafi velt fyrir sér hækkun persónuafsláttar. „Ég er ekki frá því að það sé þess virði að skoða það betur,“ segir for- sætisráðherra og bætir við að menn séu að skoða ýmsar leiðir í þessu sambandi. johanna@frettabladid.is Ráðherra vill skoða hærri persónuafslátt Forsætisráðherra segir að menn verði að semja þó aðstæður séu erfiðar. Fjármála- ráðherra segist skynja að staðan á vinnumarkaði sé afar viðkvæm. Forseti Alþýðu- sambandsins telur að ríkisstjórnin hafi vilja til að koma að gerð kjarasamninga. FYRSTI FUNDUR Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hittu ráðherra ríkisstjórnarinnar á fundi í gær. Fundurinn markaði ákveðin tímamót þar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa kallað stíft eftir því síðustu daga að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að koma að gerð kjarasamninga. FRETTABLAÐIÐ/VILHELM GYLFI ARNBJÖRNSSON BJARNI BENEDIKTSSON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.