Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 28
FÓLK|FERÐIR SKEMMTUN Góð stund í Baar. Sigríður Inga til hægri ásamt systur sinni, Þórhildi, og börnum sínum, Hildi Björgu, Leifi Má og Hauki Frey. HÖLLGROTTEN Merkilegir dropasteins- hellar hjá Zug. Áður en þau hjónin fluttu til Sviss bjuggu þau í Danmörku í tvö ár og höfðu áður búið í Þýskalandi og eru því komin með mikla reynslu af búsetu í útlöndum. Sigríður var spurð hvernig það væri að búa í Sviss en í Baar búa um 25 þúsund manns og þar af er um fjórð- ungur útlendingar. Sigríður og fjöl- skylda hafa búið þar í tvö og hálft ár. Er gott að búa og starfa á þessum slóðum? Já, ekki síst vegna þess að Sviss er mjög miðsvæðis og stutt í allar áttir. Veðurfarið er líka afar gott. Við hvað starfar þú? Ég er heimavinnandi húsmóðir en skrifa viðtöl og greinar fyrir tímaritið Í boði náttúrunnar í fjarvinnu. Eftir að ég flutti út notaði ég tímann til að ljúka við BA-ritgerð í þjóðfræði, sem hafði setið á hakanum í mörg ár. Þá er ég á samtalsnámskeiði í þýsku einu sinni í viku. Skólakerfið hér í Sviss gerir það að verkum að erfitt er fyrir báða foreldra að vera útivinnandi og það kemur oftast í hlut okkar kvenna að vera heima að sinna börnum og búi. Hvað er mest spennandi fyrir ferðamenn að skoða í bænum? Höllgrotten en það eru merkilegir dropasteinshellar sem eiga fáa sína líka í heiminum. Zug er stutt frá Baar, þar er fallegur miðbær sem vert er að skoða. Síðan má sigla um Zuger-vatn á ferju eða hjólabát en hér er mikil nátt- úrufegurð. Skammt frá Baar er vatns- rennibrautagarðurinn Alpamare sem hentar fjölskyldufólki. Stórborgirnar Zürich og Luzern eru í hálftímafjar- lægð og þar er ótalmargt að skoða. Þá er stutt að fara upp í Alpana á skíði eða í fjallgöngur. Hvað hefur komið þér á óvart í Baar? Hvað þetta er mikil sveit. Hér eru bóndabæir inni í miðjum bæ þar sem sjá má kýr á beit og oft mæti ég hest- vögnum í umferðinni. Það kom mér líka á óvart hvað það er mikið logn hérna. Einnig tók tíma að venjast því hvað Svisslendingar eru skipulagðir og plana allt langt fram í tímann. Ég er til dæmis búin að fá lista yfir skólafrí barnanna minna til ársins 2018. Er gott að vera með börn á þessum stað? Já, mjög svo, enda Baar rólegur og vinalegur bær. Hér eru góðir skólar, tónlistarskóli og fjölbreytt íþróttalíf. Er hagstætt að kaupa í matinn og lifa í þessari borg? Nei, matvara er ótrúlega dýr, ekki síst fiskur og kjöt, og því fer ég oft yfir til Þýskalands til að gera stórinn- kaup. Almennt er dýrt að lifa í Sviss en launin eru líka góð. Færðu heimþrá? Já, stundum og ég kann líka betur að meta Ísland eftir að hafa búið í útlöndum. KÝR Á BEIT OG HEST- VAGNAR Á FERÐ GOTT AÐ BÚA Sigríður Inga Sigurðardóttir blaðamaður býr ásamt eiginmanni sinum, Jóni Áka Leifssyni, og þremur börnum í Baar í Sviss. Eiginmaður Sig- ríðar starfar hjá Actavis en hún er heimavinnandi. VETUR Skíðaparadís er skammt undan. „Myndina tók Hörður Þórhallsson vinur okkar.“ GAMALDAGS Oft má sjá hestvagn á ferð innan um bíla og aðra umferð í Baar. handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is Barnaheillum Jól með AUÐVELT AÐ VERA MEÐ www.jolapeysan.is Kemur út 26. nóvember Atli Bergmann atlib@365.is S. 512 5 457 897 9144 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is S. 512 5432 694 9150 Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is S. 5 12 5447 663 4055 Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is S. 512 5 434 695 4999 Ívar Ö rn Hansen ivarorn@365.is S. 512 5429 615 4349 Bókið auglýsingar tíma ln ega: Meðal efnis í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir, jólagjafir og venjur. JÓLAGJAFAHANDBÓK FRÉTTABLAÐSINS Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.