Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 28

Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 28
FÓLK|FERÐIR SKEMMTUN Góð stund í Baar. Sigríður Inga til hægri ásamt systur sinni, Þórhildi, og börnum sínum, Hildi Björgu, Leifi Má og Hauki Frey. HÖLLGROTTEN Merkilegir dropasteins- hellar hjá Zug. Áður en þau hjónin fluttu til Sviss bjuggu þau í Danmörku í tvö ár og höfðu áður búið í Þýskalandi og eru því komin með mikla reynslu af búsetu í útlöndum. Sigríður var spurð hvernig það væri að búa í Sviss en í Baar búa um 25 þúsund manns og þar af er um fjórð- ungur útlendingar. Sigríður og fjöl- skylda hafa búið þar í tvö og hálft ár. Er gott að búa og starfa á þessum slóðum? Já, ekki síst vegna þess að Sviss er mjög miðsvæðis og stutt í allar áttir. Veðurfarið er líka afar gott. Við hvað starfar þú? Ég er heimavinnandi húsmóðir en skrifa viðtöl og greinar fyrir tímaritið Í boði náttúrunnar í fjarvinnu. Eftir að ég flutti út notaði ég tímann til að ljúka við BA-ritgerð í þjóðfræði, sem hafði setið á hakanum í mörg ár. Þá er ég á samtalsnámskeiði í þýsku einu sinni í viku. Skólakerfið hér í Sviss gerir það að verkum að erfitt er fyrir báða foreldra að vera útivinnandi og það kemur oftast í hlut okkar kvenna að vera heima að sinna börnum og búi. Hvað er mest spennandi fyrir ferðamenn að skoða í bænum? Höllgrotten en það eru merkilegir dropasteinshellar sem eiga fáa sína líka í heiminum. Zug er stutt frá Baar, þar er fallegur miðbær sem vert er að skoða. Síðan má sigla um Zuger-vatn á ferju eða hjólabát en hér er mikil nátt- úrufegurð. Skammt frá Baar er vatns- rennibrautagarðurinn Alpamare sem hentar fjölskyldufólki. Stórborgirnar Zürich og Luzern eru í hálftímafjar- lægð og þar er ótalmargt að skoða. Þá er stutt að fara upp í Alpana á skíði eða í fjallgöngur. Hvað hefur komið þér á óvart í Baar? Hvað þetta er mikil sveit. Hér eru bóndabæir inni í miðjum bæ þar sem sjá má kýr á beit og oft mæti ég hest- vögnum í umferðinni. Það kom mér líka á óvart hvað það er mikið logn hérna. Einnig tók tíma að venjast því hvað Svisslendingar eru skipulagðir og plana allt langt fram í tímann. Ég er til dæmis búin að fá lista yfir skólafrí barnanna minna til ársins 2018. Er gott að vera með börn á þessum stað? Já, mjög svo, enda Baar rólegur og vinalegur bær. Hér eru góðir skólar, tónlistarskóli og fjölbreytt íþróttalíf. Er hagstætt að kaupa í matinn og lifa í þessari borg? Nei, matvara er ótrúlega dýr, ekki síst fiskur og kjöt, og því fer ég oft yfir til Þýskalands til að gera stórinn- kaup. Almennt er dýrt að lifa í Sviss en launin eru líka góð. Færðu heimþrá? Já, stundum og ég kann líka betur að meta Ísland eftir að hafa búið í útlöndum. KÝR Á BEIT OG HEST- VAGNAR Á FERÐ GOTT AÐ BÚA Sigríður Inga Sigurðardóttir blaðamaður býr ásamt eiginmanni sinum, Jóni Áka Leifssyni, og þremur börnum í Baar í Sviss. Eiginmaður Sig- ríðar starfar hjá Actavis en hún er heimavinnandi. VETUR Skíðaparadís er skammt undan. „Myndina tók Hörður Þórhallsson vinur okkar.“ GAMALDAGS Oft má sjá hestvagn á ferð innan um bíla og aðra umferð í Baar. handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is Barnaheillum Jól með AUÐVELT AÐ VERA MEÐ www.jolapeysan.is Kemur út 26. nóvember Atli Bergmann atlib@365.is S. 512 5 457 897 9144 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is S. 512 5432 694 9150 Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is S. 5 12 5447 663 4055 Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is S. 512 5 434 695 4999 Ívar Ö rn Hansen ivarorn@365.is S. 512 5429 615 4349 Bókið auglýsingar tíma ln ega: Meðal efnis í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir, jólagjafir og venjur. JÓLAGJAFAHANDBÓK FRÉTTABLAÐSINS Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.