Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 54
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 „Þetta er í fyrsta sinn sem CAPUT hópurinn flytur verk eftir John Speight,“ segir Eydís Franzdótt- ir, óbóleikari hópsins. „Hann hefur einhvern veginn alveg orðið útundan hjá okkur þannig að það er okkur mikil ánægja að heiðra hann með portretttónleikum. Verk hans eru afar litrík, sönghæf og falleg og því sérstakt tilhlökkun- arefni hjá hópnum að takast á við þau og leika fyrir áheyrendur,“ segir Eydís. Tónleikarnir hefjast á nýju verki; Canto Doloroso til minn- ingar um Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið er samið fyrir einleiksóbó og verður þetta frumflutningur þess. Þá verður fluttur lagaflokk- urinn The Lady in White frá 1997 við ljóð Emily Dickinson, Verses and Cadenzas fyrir klarínettu, fagott og píanó frá 1979, Out of a Gothic North fyrir fiðlu, selló og píanó frá 1996 og loks frumflutn- ingur verksins Cantus V – saxó- fónkonsert fyrir tenórsaxófón og kammersveit. Lokaverk tón- leikanna verður svo kraftmikið kammerverk, Proud Music of the Storm, fyrir flautu, klarínettu og strengjakvartett frá 1995. Einleikari er Ólafur Jónsson tenórsaxófónleikari, Eydís Franz- dóttir óbóleikari frumflytur verk- ið Canto Doloroso, einsöngvari er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran en stjórnandi Guðni Franzson. - fsb Heiðra John Speight CAPUT hópurinn heldur tónleika til heiðurs tónskáldinu John Speight í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 15:15. CAPUT HÓPURINN „Það er okkur mikil ánægja að heiðra John Speight með portretttónleikum,” segir Eydís Franzdóttir. BÆKUR ★★★★★ Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson BJARTUR Nýjasta skáldsaga Jóns Kal- mans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, ber undirtitil- inn Ættarsaga. Þar er sögð saga ættar sem á uppruna sinn aust- ur á Norðfirði og þó einkum eins lauks þeirrar ættar, rithöfundar- ins og bókaútgefandans Ara. Ari er alinn upp í Keflavík, „svart- asta stað á Íslandi“ þar sem höf- uðáttirnar eru þrjár, „vindurinn, hafið og eilífðin“. Öðrum þræði er þetta uppvaxtarsaga Ara en þetta er líka breið ættarsaga og tímaplönin í henni eru mörg, við fylgjumst með unglingsárum Ara og hjónabandsvandræðum í nútímanum, en jafnframt er sögð saga ættingja hans austur á Norðfirði og í Keflavík eftir að stór hluti fjölskyldunnar er fluttur þangað. Fortíðarkaflarn- ir eru margir hverjir gullfalleg- ir, en jafnframt átakanlegir, ekki síst ástarsaga afa hans og ömmu, skipstjórans og útgerðamanns- ins Odds og eiginkonu hans Mar- grétar. Sagan er sögð af sögumanni sem stendur Ara nærri, en er annars nokkuð dularfull persóna. Kannski er hann hliðar sjálf Ara sjálfs. Hann á það í það minnsta til að tala í fleirtölu og minnir þá mjög á sögumannsröddina í Vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans sem hófst með Himnaríki og hel- víti. Sögumaður á það líka til að bresta í vangaveltur um lífið og dauðann, um sögur og örlög í nútíð og fortíð. Rétt eins og í fyrri bókum Jóns Kalmans dansa þessar vangaveltur oft og tíðum á mörkum tilfinningaseminnar. Það er vandasöm jafnvægislist að hætta sér á þessi djúp, en það er list sem Jón Kalman hefur náð fullkomnum tökum á í síðustu bókum sínum. Þetta er bók sem hrífur og getur gert harðgerustu lesendur klökka á köflum, en hún er aldrei yfirdrifin eða væmin. Það er ekki langt síðan Jón Kalman hélt erindi við Háskóla Íslands sem ol l i pínulit lu fjaðrafoki í íslensk- um bókmenntaheimi. Þar talaði Jón meðal annars gegn ofur- áherslu á söguþráð sem hann taldi til greinilegra hnign- u n a r merkja á skáldsögum sam- tímans. Það er þess vegna nokk- uð merkilegt að lesa þessa nýj- ustu skáldsögu hans sjá lfs . Þótt hún sé öðrum þræði breið ættarsaga sem spannar megnið af tuttugustu öldinni þá þéttist hún í lokin um örlög Ara sjálfs, ákvarðanir sem hann hefur tekið, það sem hann hefur gert og það sem hann hefur látið ógert. Og lokasnúningur- inn er býsna snjöll og áhrifarík söguflétta sem lokar bókinni og gefur henni, nokk- uð óvænt, tals- verðan (kynja) pólitískan slag- kraft. Jón Kalman heldur áfram að þróa og þroska hæfileika sína og tækni sem skáld- sagnahöfundur í þessari bók. Því er ekki að neita að sá sem þetta ritar opnaði bókina með blöndu af tilhlökkun og kvíða eftir stórbrot- inn Vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans. Kvíðinn reyndist óþarfur, þetta er mögnuð skáldsaga og hún er margbrotnari en fyrri verk Jóns Kalmans. Hér má finna allt það sem lesendur þekkja frá hendi höfundarins, magnaðan stíl og sterkar tilfinningar en líka ákveðna og beitta samfélagsrýni sem fellur fullkomlega að stíl og anda sögunnar. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Mögnuð skáldsaga sem sýnir meistaratök höfundar á formi skáldsögunnar. Vindurinn, hafið og eilífðin RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA JBL Cinema SB200 59.990 VERÐ HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu TÓNSKÁLDIÐ Hildi- gunnur segist hafa haft sérlega gaman af því að takast á við Magnificat sem fjölmörg önnur tónskáld hafa samið tónlist við. Tónlistardögum Dómkirkjunnar lýkur á laugardaginn þegar Dóm- kórinn frumflytur glænýtt kórverk í tólf köflum eftir Hildigunni Rún- arsdóttur á tónleikum í Dómkirkj- unni. Einnig verða flutt nokkur íslensk lög eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur, Báru Grímsdóttur og fleiri. „Þetta er Magnificat með texta beint úr Biblíunni og snýst um boðun Maríu,“ útskýrir Hildigunn- ur. „Þau komu til mín frá Dómkórn- um fyrir um ári síðan og báðu mig að gera þetta og ég varð að sjálf- sögðu við því. Þetta er kórverk án undirleiks og hægt að flytja kaflana hvern í sínu lagi þannig að þetta eru í raun tólf ný kirkjuleg verk.“ Hildigunnur segist oft hafa samið kirkjuleg tónverk áður, sem sé raunar dálítið skrítið þar sem hún sé trúlaus. „En það skiptir engu, ég vinn að þessu af heilind- um og með opnum hug og fannst sérlega gaman að takast á við þetta verkefni. Það hafa mjög margir samið Magnificat og frægast er að sjálfsögðu verk Bachs. Þetta er nú ekki alveg jafnlangt og það en næstum því,“ segir Hildigunnur og hlær. Dómkórinn hefur í um 30 ár staðið fyrir tónlistardögum kirkj- unnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð og af því tilefni hafa á hverju ári verið frum- flutt ný tónverk sem samin eru sér- staklega fyrir kórinn eða organ- istann. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti. - fsb Í raun tólf ný verk Dómkórinn frumfl ytur á laugardaginn nýtt íslenskt tónverk, Magnifi cat eft ir Hildigunni Rúnarsdóttur. JÓN KALMAN STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.