Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 64
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40 Hópurinn FÓTBOLTI Veðurspáin fyrir föstudag- inn 15. nóvember bendir til þess að hiti gæti orðið um frostmark og þó nokkur vindur. Lars Lagerbäck telur að veðrið gæti mögulega hjálpað okkar mönnum lítillega en þó þýði lítið að spá í það. „Króatar spila víða um Evrópu og eru vanir ýmsum skilyrðum. Ég held að veðrið verði ekki aðalatriði þegar út á völlinn verður komið,“ sagði Svíinn. Hann minntist þess þegar hann stýrði sænska landsliðinu á Laugar- dalsvelli í eitt skipti og afar hvasst var í veðri. „Nokkrir leikmenn kvörtuðu en þá þurfti ég bara að minna þá á að að- staðan væri sú sama fyrir bæði lið.“ Nauðsynlegt sé að eyða ekki orku í að hugsa um hluti sem ekki verði við ráðið. „Ef þú pælir í svona hlutum þá missirðu sjónar á því sem skiptir máli.“ - ktd Veðrið er algjört aukaatriði 22 klárir í slaginn gegn Króatíu FÓTBOLTI Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í gær hvaða leikmenn muni spila í umspilsleikjunum mikilvægu gegn Króatíu. Fátt kom á óvart í valinu en Sölvi Geir Ottesen er aftur mættur í slaginn. Markmenn ■ Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik ■ Hannes Þór Halldórsson, KR ■ Haraldur Björnsson, Fredrikstad Varnarmenn ■ Birkir Már Sævarsson, Brann ■ Ragnar Sigurðsson, FC Kaupmanna- höfn ■ Kári Árnason, Rotherham ■ Eggert Gunnþór Jónsson, Belenenses ■ Ari Freyr Skúlason, OB ■ Hallgrímur Jónasson, Sønderjyske ■ Kristinn Jónsson, Breiðablik ■ Sölvi Geir Ottesen, FC Ural Miðjumenn ■ Aron Einar Gunnarsson, Cardiff ■ Emil Hallfreðsson , Hellas Verona ■ Helgi Valur Daníelsson, Belenenses ■ Jóhann Berg Guðmundsson, AZ ■ Birkir Bjarnason, Sampdoria ■ Rúrik Gíslason, FC Kaupmannahöfn ■ Ólafur Ingi Skúlason, Zulte Waregem ■ Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham ■ Guðlaugur Victor Pálsson, NEC Sóknarmenn ■ Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge ■ Kolbeinn Sigþórsson, Ajax FC ■ Arnór Smárason, Helsingborg ■ Alfreð Finnbogason, Heerenveen - ktd SPORT OLÍS-DEILD KARLA FH - AKUREYRI 23-17 FH - Mörk (skot): Einar Rafn Eiðsson 6 (8), Magnús Óli Magnússon 6 (12), Ásbjörn Friðriks- son 4/3 (9/3), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2). Varin skot: Daníel Andrésson 16 (32/2, 50%) Akureyri - Mörk (skot): Bjarni Fritzsson 6/3 (12/4), Vladimir Zejak 5 (10), Sigþór Heimisson 3 (5), Þrándur Gíslason 1 (2), Valþór Guðrúnar. 1 (3), Varin skot: Jovan Kukobat 7 (21/1, 33%), Tomas Olason 7 (16/2, 44%), HAUKAR - HK 29-21 Haukar - Mörk (skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (8/2), Einar Pétur Pétursson 4 (5), Adam Haukur Baumruk 4 (7), Þröstur Þráinsson 3 (3), Árni Steinn Steinþórsson 3 (7), Elías Már Halldórsson 2 (2), Jón Þorbjörn Jóhannsson 2 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 2 (6), Varin skot: Giedrius Morkunas 15 (24, 63%), Einar Ólafur Vilmundarson 2 (14, 14%), HK - Mörk (skot): Jóhann Reynir Gunnlaugsson 10 (14), Atli Karl Bachmann 4 (6), Davíð Ágústs- son 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (3), Tryggvi Þór Tryggvason 1 (3), Garðar Svansson 1 (5) Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 9 (30/2, 30%), Helgi Hlynsson 2 (10, 20%), FRAM - ÍR 26-23 Fram - Mörk (skot): Garðar B. Sigurjónsson 7/3 (7/3), Stefán Stefánsson 6 (8), Elías Bóasson 4 (9) Varin skot: Stephen Nielsen 20 (41/2, 49%) ÍR - Mörk (skot): Sturla Ásgeirsson 6/2 (9/2), Björgvin Hólmgeirsson 5 (13), Guðni Már Kristins- son 3 (4), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3 (5) Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 6 (19/2, 32%), Arnór Freyr Stefánsson 5/1 (18/3, 28%), DOMINOS-DEILD KARLA STJARNAN - HAUKAR 94-79 Stjarnan: Marvin Valdimarsson 32, Justin Shouse 27, Matthew James Hairston 17/11 frák, Fannar Freyr Helgason 8/14 frák/8 stoð, Dagur Kár Jóns- son 8, Tómas Þórður Hilmarsson 2. Haukar: Terrence Watson 29/18 frák/4 varin, Haukur Óskarsson 10, Davíð Páll Hermannsson 10, Sigurður Þór Einarsson 8, Emil Barja 7/6 frák. KEFLAVÍK - ÞÓR Þ. 97-88 Keflavík: Michael Craion 22/14 frák, Darrel Lewis 19, Guðmundur Jónsson 17, Valur Orri Valsson 12, Gunnar Ólafsson 10, Arnar Jónsson 8/10 stoð. Þór Þ.: Nemanja Sovic 30/16 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 22/16 fráköst/4 varin, Þor- steinn Már Ragnarsson 11, Mike Cook Jr. 9. ÍR - VALUR 99-92 ÍR: Terry Leake Jr. 26/9 fráköst/7 varin, Sveinbjörn Claessen 25/, Matthías Sigurðarson 22/13 frák/12 stoð, Hjalti Friðriksson 8, Björgvin Ríkharðsson 7. Valur: Rúnar Ingi Erlingsson 23, Chris Woods 16, Oddur Ólafsson 15, Birgir Björn Pétursson 12/10 frák, Gunnlaugur H. Elsuson 9. Ólafía Arndís er byrjuð að blogga og hlífir engum! FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var kvefaður en kok- hraustur þegar hann tilkynnti fjölmiðlamönnum 22 manna leik- mannahóp fyrir landsleikina mik- ilvægu gegn Króötum. Fyrri leik- urinn fer fram föstudagskvöldið 15. nóvember en sá síðari í Zagreb fjórum dögum síðar. Fátt kom á óvart í vali Svíans og aðstoðarmanns hans, Heimis Hallgrímssonar, sem nýttu tímann frekar í að velta fyrir sér styrk- leika andstæðinganna og spá í spil- in. „Þetta er áhugaverð staða. Við erum komnir í umspil fyrir HM og hlökkum til,“ sagði Svíinn í upp- hafi fundarins. Hann leit yfir far- inn veg og benti á að skipst hefðu á hæðir og lægðir í undankeppninni. Liðið hefði hins vegar fært sig upp á skaftið eftir sumarið og farið á kostum ef frá er talinn fyrri hálf- leikurinn í 4-4 jafnteflinu gegn Sviss. Endurkoman í Sviss hafi gefið liðinu mun meira en eitt stig. Sjálfstraustið hafi aukist og nú viti menn að allt sé hægt. „Síðan þá hefur leikur okkar stórbatnað. Við töpuðum hins vegar of mörgum leikjum á heima- velli til að eiga möguleika á að vinna riðilinn.“ Heimir hefur legið yfir upptök- um af leik Króata sem hafa verið í fremstu röð í heiminum um árabil. „Þeir eru svona stríðsþjóð með gríðarlegan metnað,“ sagði Heimir um þá rauð- og hvítklæddu. Lars þekki vel til nýs þjálfara liðsins, Niko Kovac, sem geti komið sér vel. Sömuleiðis sú staðreynd að hann hafi stýrt sænska liðinu gegn Króötum og þekki vel til liðsins og aðstæðna í Zagreb. „Króatar hafa verið á meðal tíu efstu á styrkleikalista FIFA síðastliðin fjögur ár. Það er fyrst núna sem aðeins hefur dregið af þeim,“ sagði Heimir um stöðug- leika Króata sem sitja í dag í 18. sæti listans. „Á sama tíma hefur gengi Íslands verið meira eins og línurit hjá hjartasjúklingi,“ sagði Heim- ir og uppskar hlátur nærstaddra. „Bilið á milli þjóðanna er alltaf að minnka og við förum óhræddir í þennan bardaga gegn þeim.“ Óvissa ríkir um það hver muni manna stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Birkis Más Sævarsson- ar sem tekur út leikbann. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni þótt lík- legast megi telja að það komi í hlut Hallgríms Jónassonar, Ólafs Inga Skúlasonar eða Rúriks Gíslasonar. „Króatarnir hafa eyru,“ sagði Heimir og vildu þeir félagar ekk- ert gefa upp um væntanlegt útspil sitt. kolbeinntumi@frettabladid.is Óhræddir við Króata Ísland á möguleika gegn Króötum en ómögulegt er að fullyrða um hve miklir þeir eru að sögn Lars Lagerbäck. Ekkert gefi ð upp um hægri bakvarðarstöðuna. SAMVINNA Gagnkvæm virðing lýsir vel samskiptum þjálfaranna Lars og Heimis sem ná vel saman. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Átta leikmenn Íslands eru einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann í undankeppn- inni. Fái þeir gult spjald í fyrri leiknum á Laugardalsvelli er ljóst að þeir missa af síðari leiknum í Zagreb. „Það hafa alltof margir leik- menn okkar verið í banni í und- ankeppninni,“ segir Lars Lag- erbäck. Jafn lítið land og Ísland megi ekki við því að margir leik- menn fari í leikbann. „Agi leikmanna í undanförnum leikjum hefur þó verið til fyrir- myndar,“ segir Svíinn og tölfræði lýgur ekki. Liðið hefur fengið fjögur gul spjöld í síðustu fjórum leikjum en átján gul og eitt rautt í leikj- unum sex á undan. Birkir Már Sævarsson verður níundi leik- maðurinn sem tekur út leikbann hjá Íslandi í undankeppninni. Sví- inn segir gulu spjöldin ekki munu hafa áhrif á liðsvalið í leiknum á Laugardalsvelli. „Við munum velja besta liðið í fyrri leikinn óháð spjöldunum. Það er mikilvægt að að vinna fyrri leikinn heima. Til þess þarftu þitt sterkasta lið til að stjórna leiknum. Það væri líka yndislegt ef Króatar myndu ekki skora.“ Heimir Hallgrímsson, aðstoð- armaður Svíans, minnti á að gul spjöld væru ekki aðeins áhyggju- efni Íslendinga. „Þeir eru með ellefu leikmenn á gulu spjaldi þannig að við getum ekki grátið yfir þessu,“ segir Heimir. Nítján leikmenn eru því á hættusvæði í fyrri leiknum. Lagerbäck fagnar því að dóm- ari leiksins, Alberto Undiano, er í hæsta gæðaflokki. Í fyrsta skipti í undankeppninni verður maður- inn með flautuna úr hæsta styrk- leikaflokki dómara. - ktd Þeir eru á hættusvæði ■ Aron Einar Gunnarsson ■ Sölvi Geir Ottesen ■ Gylfi Þór Sigurðsson ■ Alfreð Finnbogason ■ Kári Árnason ■ Eggert Gunnþór Jónsson ■ Emil Hallfreðsson ■ Kolbeinn Sigþórsson Nítján leikmenn á hættusvæði Íslensku landsliðsmennirnir hafa bætt sig mikið varðandi spjaldasöfnun. PASSA SIG Gylfi er á gulu spjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KOLBEINN SIGÞÓRSSON. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.