Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 2
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK Auk þess að sinna starfi sínu sem forstjóri Latabæjar er Magn- ús Scheving vinsæll fyrirlesari og líklega eftirsóttasti íslenski fyrir- lesarinn í útlöndum. Magnús er reglulega pantaður á ráðstefnur þar sem fjallað er um ýmislegt sem viðkemur viðskipt- um og leiðtogahæfni. Fyrirlestr- ana sitja forstjórar, markaðsstjór- ar og aðrir stjórnendur fyrirtækja. Hann hefur haldið fyrirlestra og verið á pallborðum með þekktum einstaklingum á borð við Colin Powell, fyrrverandi varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Paul Grugman, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Þá hefur Magnús talað fyrir þjóðarleiðtogum og kónga- fólki, til dæmis Filipusi, ríkisarfa Spánar, á góðgerðarsamkomu þar í landi. Nýlega kom hann svo fram á ársþingi hjartalækna í Róm – svo verkefnin eru fjölbreytt. Magnús er nýkominn heim frá Noregi og Mexíkó. Þangað var hann fenginn til að halda hvetjandi ræður á ráðstefnum og í háskólum um markmiðasetningu. „Markaðssamtök Noregs báðu mig um halda fyrirlestur á árlegri ráðstefnu sinni eftir að hafa horft á mig tala með Seth Godin á ráð- stefnu ÍMARK á Íslandi,“ segir Magnús. „Þá lá leiðin suður til Mexíkó þar sem ég talaði meðal annars á leiðtogaráðstefnu fyrir framan tvö þúsund yfirmenn í viðskiptalíf- inu,“ segir Magnús en ráðstefnan í Mexíkó er sú allra stærsta í Suður- Ameríku og margir heimsþekktir einstaklingar stíga þar á svið. „Í þetta sinn talaði ég ásamt Felix Baumgartner,“ segir Magn- ús, en Baumgartner vakti athygli heimsbyggðarinnar þegar hann rauf hljóðmúrinn í frjálsu falli úr 39 kílómetra hæð í fyrra. Þaðan hélt Magnús áfram ferð sinni um Mexíkó og hélt meðal annars ræður fyrir starfsmenn stórrar hótelkeðju þar í landi og hjá einum virtasta viðskiptahá- skóla í Mexíkó, Monterey School of Technology. Í næstu viku heldur Magnús til Rússlands þar sem hann á að tala fyrir fréttamenn og sjónvarpsfólk þar í landi og eftir áramót er fyr- irlestur í Washington DC í Banda- ríkjunum á döfinni, sem er liður í samstarfi Magnúsar og Michelle Obama – að gera Ameríku heilsu- samlegri. Aðspurður segist Magnús ekki getað annað eftirspurn. „Ég hef gert þetta í tuttugu ár og undan- farin fimm ár hafa þetta verið um tíu ráðstefnur á ári – meira kemst nú ekki fyrir í dagskránni hjá mér vegna anna við annað,“ segir Magnús. olof@frettabladid.is Heldur ræður fyrir kóngafólk og forstjóra Magnús Scheving er eftirsóttur fyrirlesari og heldur hvatningarræður um allan heim, stundum með heimsþekktu fólki á borð við Felix Baumgartner ofurhuga. Magnús segist ekki anna eftirspurn. Næst á dagskrá er heilsuefling í Washington DC. GETUR EKKI ANNAÐ EFTIRSPURN Magnús er vinsæll fyrirlesari, en hann hefur um tveggja áratuga reynslu af því að halda ræður og fyrirlestra um allan heim. WOBI/SCHEVING Í pallborði með fyrirmennum Magnús hefur haldið fyrirlestra og verið á pall- borðum með þekktum einstaklingum á borð við Colin Powell, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Paul Grugman, Nóbelsverð- launahafa í hagfræði. REYKJAVÍK „Þetta hefur auðvitað tekið sinn tíma en okkur miðar vel í heildina. Við stefnum að því að vera búin um næstu mánaðamót en umferð verður hleypt um gatnamót Vitastígs og Hverfisgötu á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykja- víkurborgar. Framkvæmdir hafa staðið yfir á Hverfisgötu frá því í sumar en unnið er að endurnýjun götukaflans á milli Klapparstígs og Vitastígs. „Hverfisgatan er hægt og bítandi að rísa upp úr jörðu og í sína endan- legu mynd.“ - ka Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við Hverfisgötu: Verklok ætluð í lok mánaðarins MENN AÐ STÖRFUM Verslunareigendur við Hverfisgötu geta brátt tekið gleði sína á ný því lok framkvæmda við götuna eru í augsýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Drífa, var þetta bara error? „Þetta var tölvuvírus.“ Drífa Hjartardóttir er sveitarstjóri Rangár- þings ytra. Þar voru keyptar tölvur án útboðs fyrir grunnskólann á Hellu fyrir þrjú hundruð þúsund krónur umfram leyfilegt hámark. ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra segir undirbúning skuldaaðgerða ríkis- stjórnarinnar á áætlun. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í gær. Von er á tillögum frá sérfræðinga- hópi um höfuðstólslækkun lána í lok þessa mánaðar. Þegar er hafin vinna við gerð frumvarps um málið. „Þó að tillögurnar séu ekki full- kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þann- ig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að til- lögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,“ segir Sigmundur. Stjórnarand- staðan gagn- rýndi ráðherra fyrir innihalds- lausa skýrslu. Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórnina ekki ætla að efna kosningaloforð um skuldaleið- réttingu. „Það eru ekki bara nefnd- ir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, tók í sama streng og sagði skýrslu forsætisráðherra svo ómerkilega að ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins hafi ekki nennt að sitja undir henni. „Formaður Sjálfstæð- isflokksins, Bjarni Benediktsson, yfirgaf húsið klukkan hálf tólf og er ekki viðstaddur umræðuna. Fjar- vera formanns Sjálfstæðisflokksins við þessa umræðu er auðvitað hróp- andi,“ sagði hann. Sigmundur segir þó ekkert óvenjulegt við fjarveru ráðherra Sjálfstæðisflokks. „Það er ekkert nýtt að ráðherrar sem ekki eru að taka þátt í tiltekinni umræðu séu ekki viðstaddir. Ráðherrar eru oft að vinna á nokkrum stöðum sam- tímis og því á þetta ekki að koma á óvart,“ segir Sigmundur. - hks Forsætisráðherra flutti á Alþingi skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavandans: Segir vinnu við skuldaaðgerðir á áætlun SIGMUNDUR DAVÍÐ VÍSINDI Kúfskelin sem fannst við norðurströnd Íslands árið 2006 er mun eldri en talið var í fyrstu. Vísindamenn hafa nú komist að því að kúfskelin er í raun 507 ára gömul og ekki 405 ára eins og áður var haldið fram. Skelin er langlífasta dýr jarðar og þegar hún drapst árið 2006 fékk hún viðurkenn- ingu þess efnis í Heimsmetabók Guinness. Aldur skeljarinnar er reiknaður með því að telja hringi hennar, líkt og þekkist með tré, en var vitlaust reiknaður í upphafi þar sem árhring- irnir voru það þétt saman að erfitt var að greina nákvæman aldur. „Við höfðum rangt fyrir okkur í byrjun og vorum kannski örlítið fljótfærir þegar við birtum niðurstöðurnar fyrir nokkrum árum. En nú erum við alveg viss um að við erum búin að komast að hinum rétta aldri,“ segir Paul Butler, einn þeirra vísindamanna sem rannsakað hafa kúfskelina. Kúfskelin var síðar nefnd Ming, eftir Mingveldinu í Kína, en skelin vaknaði til lífsins á svipuðum tíma og keisaraættin komst til valda. Vísindamennirnir segja að með hjálp kúfskelj- anna sé einnig hægt að komast að því hvernig hita- stig sjávar hafi þróast síðustu árhundruð. - ka Kúfskelin sem fannst við norðurströnd Íslands er eldri en raun bar vitni: Íslenska kúfskelin er 507 ára ELSTA DÝR JARÐAR Halldór Pálmar Halldórsson líffræðingur hefur rannsakað kúfskelina. Skelin er 507 ára en ekki 405 ára eins og áður var talið. MYND/HALLDÓR PÁLMAR HALLDÓRSSON GRIKKLAND, AP Gríska óeirða- lögreglan rýmdi eldsnemma í gærmorgun höfuðstöðvar gríska ríkisútvarpsins ERT í Aþenu. Starfsemi stöðvarinnar var lögð niður í sumar. Fyrrverandi starfsmenn stöðv- arinnar lögðu húsið undir sig í júní ásamt velunnurum sínum ýmsum. Þeir höfðu haldið áfram að senda út efni á netinu, þar á meðal fréttir og heimildarþætti. Enn eru fyrrverandi starfs- menn ERT að senda út efni á net- inu á nokkrum stöðum í Grikk- landi, þar sem útvarpið var með smærri starfsstöðvar. - gb Starfsmenn fjarlægðir: Óeirðalögregla rýmdi húsnæði DANMÖRK Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga fína bíla. Það upplifði miðaldra maður einn í smábæ á Norður-Sjálandi í vik- unni. Hann settist út í Ferrari-bíl sinn í rólegu hverfi, en ekki vildi betur til en svo að rafbúnaður í sætum bilaði með þeim afleiðingum að sætið þrýstist fram og negldi manninn fastan upp við stýrið. Þar sat maðurinn fastur í hálfa aðra klukkustund þar til nágranni varð loks var við neyðaróp hans og gat gert lögreglu viðvart. Manninum varð annars ekki meint af. - þj Óheppinn bíleigandi: Fastur í Ferrari í á annan tíma SPURNING DAGSINS Verður haldinn laugardaginn 9. nóvember frá kl. 13 - 16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar kökur. Þá verða bútar af Héðinsfjarðartrefli til sölu. Kaffisala. Verið velkomin. Ágóði af sölunni rennur til Fjölskyldumiðstöðvar sem rekin er af Rauða krossinum í Reykjavík með aðkomu Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytisins. Nánari upplýsingar á raudikrossinn.is/reykjavik Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.