Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 44
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og Helgarmaturinn.
Hvern faðmaðir þú
síðast?
Manninn minn þegar ég fór
af stað í vinnuna í morgun.
En kysstir?
Faðmlaginu fylgdi koss.
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig?
Yngstu strákarnir mínir koma
mér sífellt á óvart þessa dag-
ana. Þeir eru 20 mánaða og
gera nýja hluti daglega. Þeir
bræða mann alveg.
Hvaða galla í eigin fari
ertu búin að umbera
allt of lengi?
Ég plana of langt fram í tím-
ann, jafnvel ómerkilegustu
hluti. Er að æfa mig að lifa
í núinu.
Ertu hörundsár?
Nei, en stundum get ég
móðgast mikið fyrir hönd
annarra.
Dansarðu þegar enginn
sér til?
Já, heldur betur og líka
þegar fólk sér til. Ég elska
að dansa.
Hvenær gerðirðu þig síð-
ast að fífli og hvernig?
Mér finnst ég alltaf vera að
gera mig að fífli en samt
man ég ekki eftir neinu í
augnablikinu. Ég er þá
greinilega ekkert að dvelja
við það.
Hringirðu stundum í
vælubílinn?
Ójá, reglulega. Sérstaklega
þegar ég kvefast.
Tekurðu strætó?
Ég er alltaf á leiðinni. Er
komin með appið. Það er
byrjunin.
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á dag?
Alltaf minni og minni.
Ferðu hjá þér þegar þú
hittir fræga eða heils-
arðu þeim?
Ég er óttalegur heilsari.
Heilsa fólki bara þvers og
kruss hvort sem ég þekki
það eða ekki. Frægum sem
ófrægum. Mér finnst það
notalegt.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig?
Ég get brostið í grát í tíma
og ótíma yfir sjónvarpi. Ex-
treme makeover Home Edit-
ion er t.d. nokkurra vasaklúta
þáttur. Ég lifi mig kannski
fullmikið inn í þetta.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina?
Detoxa.
Katrín
Júlíusdóttir
ALDUR: 38 ára
STARF: Alþingiskona
...SPJÖ
RU
N
U
M
Ú
R
Kjúklingabringur
Hvítlaukur, u.þ.b. einn
fyrir hverja bringu
Kjúklingakrydd
Olía
Havarti-ostur með
kryddi
Aðferð
Saxa hvítlauk og
steikja í olíunni
en passa að
hann brún-
ist ekki.
Steikja kjúklingabringurnar létt til
að loka þeim í hvítlauksolíunni. Því
næst er allt af pönnunni sett í eld-
fast mót og inn í 180 gráðu heit-
an ofn í 20-25 mín.
Osturinn er rifinn og settur
yfir þegar ca. 10 mínútur eru
eftir af matreiðslutímanum.
Hvítlauksbrauð
Bagettubrauð klofið í tvennt
og penslað með olíu og
kryddað með hvítlauks-
kryddi. Rifinn ostur settur
HELGARMATURINN HAVARTI-KJÚKLINGUR
Anna Ólafsdóttir er eigandi
og framkvæmdastjóri
PAK ehf. ( snati.is ).
Eldamennska og bakst-
ur er eitthvað sem hún
hefur gaman af, sérstak-
lega ef margir eru til að
njóta. Hér er hún með
uppskrift að Hav-
arti-kjúklingi með
hvítlauksbrauði.
yfir og inn í ofn í ca. 10 mín.
Berið fram með hýðishrísgrjónum
og góðu salati.
Verði ykkur að góðu.