Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir ■ FJÖRUFERÐ Fjörur landsins eru vanmetin náttúru- paradís og ævintýraland fyrir fróðleiks- fúsa krakka. Þar má safna kuðungum, skrifa í sandinn og pota í ýmislegt mið- ur kræsilegt. Ekki sakar að taka með gott nesti, til dæmis heitt kakó. ■ FERÐ Í DÝRABÚÐ Langflest börn elska dýr. Höfuðborgar- búar, sem ekki hafa aðgang að sveit, þurfa þó ekki að leita langt eftir dýrum. Dýrabúðir geta verið prýðis áfanga- staður í helgarrölti fjölskyldunnar. Fiskar, hamstrar, kanínur og páfagauk- ar gleðja geðið. ■ NÝTUM BÓKASÖFNIN Bókasöfn eru heillandi staður bæði fyrir börn og fullorðna. Þar má kúra sig niður með góða bók. Einnig má athuga á vefsíðum bókasafnanna hvort þau bjóði upp á sögustund um helgina. ■ GÖNGUTÚRINN KLIKKAR EKKI Útivera göfgar manninn og ekki síður krakkana. Sama hvort gengið er innan- bæjar eða ekið út fyrir bæinn þá hressir góður göngutúr alla við. Þegar heim er komið mætti síðan bjóða upp á kræsingar. ■ SPILAÐ Á SPIL Þegar veðrið býður ekki upp á annað en inniveru er tilvalið að grípa í spil. Ólsen ólsen og veiðimaður standa fyrir sínu en þeir sem eiga borðspil sem henta fjölskyldunni ættu endilega að nýta sér þau. ■ BÖKUNARSTUND Mörg börn hrífast af eldamennsku og vilja ekkert fremur en hjálpa mömmu og pabba við hana. Því getur verið gaman að baka með þeim brauð eða kökur sem auðvelt er að eiga við. ■ HEIMSÓKNARTÍMI Svo má alltaf skella sér í heimsókn til vina og ættingja enda lyftir það geði allra að eiga góð samskipti. FRÍTT FJÖLSKYLDUFJÖR Helgarfrí er framundan og fjölskyldan getur átt gæðastundir saman. Ýmislegt er hægt að bralla saman sem kostar lítið sem ekkert. FJÖRUFERÐ Strendur landsins eru vanmetin náttúruperla og útivistarparadís. NORDICPHOTOS/GETTY Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og raddþjálfi, er með námskeiðið Konur á tímamótum í Skálholti um helgina. „Námskeiðið hefst í kvöld og er ætlað konum sem standa á tímamótum og vilja öðlast tól og tæki til að tengja sig við líkama og rödd,“ útskýrir Þórey. „Ég er að tengja raddþjálfun og líkama til að styrkja konur að koma fram og tjá sig. Þess utan gefst tækifæri til að slappa af, njóta fallegrar náttúru og borða hollan og ljúffengan mat,“ segir Þórey. Lögð verður áhersla á að konur geti með þessu námskeiði styrkt nærveru sína í gegnum einfalda hugleiðslu, önd- unaræfingar, vinnu með orku raddarinn- ar og líkamsæfingar. „Þetta er tækifæri til að tengja sig og þjálfa í samskiptum. Við munum opna röddina í gegnum rétta öndun en æfingarnar eru einfaldar. Einnig verður gestafyrirlesari, Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og leiðbein- andi hjá Lausninni, sem útskýrir hvað það er sem hamlar manni þegar tekist er á við nýjar eða krefjandi aðstæður í líf- inu. Hvernig maður geti látið rödd sína heyrast í amstri dagsins, hvort sem þarf að standa frammi fyrir fólki, koma fram í fjölmiðlum eða í fag- eða persónulegu lífi. Einnig fjallar hún um meðvirkni. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir fjallar um mataræði og fléttar fróðleik um jurtir saman við. Kolbrún hefur stúderað mataræði og lífsstíl. Hún ræðir einnig breytingaskeið kvenna og fjallar um það á víðan hátt,“ segir Þórey. „Hópurinn á námskeiðinu verður ekki stór þannig að allar konurnar ættu að fá mikið út úr því.“ Þórey hefur ekki áður haldið slíkt námskeið en hún segir að það verði vel séð um konurnar. „Þetta verður dásam- leg helgi og ég vonast til að geta haldið fleiri svona námskeið. Ég hlakka mikið til helgarinnar,“ segir hún. KONUR STYRKJA SIG Í SKÁLHOLTI GÆÐAHELGI Konur ætla að efla hug, anda og rödd í Skálholti um helgina á sérstöku námskeiði sem nefnist Konur á tímamótum. Námskeiðið er ætlað öllum konum. EFLA ANDANN Þórey Sigþórsdóttir leik- kona stýrir námskeiðinu í Skálholti. MYND/GVA Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Ný búð opnar 20% afsláttur af öllum vörum til 9. nóvember Opnunar- tilboð Finndu þinn eigin stíl Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Lyon Save the Children á Íslandi Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.