Fréttablaðið - 08.11.2013, Blaðsíða 16
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Farsímanotendur tékka á sím-
anum sínum 150 sinnum á sólar-
hring samkvæmt könnun á vegum
Nokia-símafyrirtækisins. Það er
um það bil sjöttu hverju mínútu ef
gert er ráð fyrir átta klukkustunda
svefni. Börnum er farið að finnast
eins og þau fái ekki næga athygli
frá foreldrum sínum.
„Mamma talar og talar og talar
í símann og pabbi er alltaf í Star-
craft,“ sagði skólastúlka í viðtali
við fréttamann Stöðvar 2 á dög-
unum þegar hún var spurð að því
hvort foreldrar hennar notuðu
mikið síma og tölvu.
„Ég á það til að skrolla í snjall-
símanum mínum á meðan ég held
á litla barninu mínu og gef því að
drekka úr pela. Þetta er auðvitað
ekki eins og það á að vera. Þessa
stund á maður að vera með hugann
við barnið sitt,“ sagði ung móðir í
spjalli við Fréttablaðið.
Norski sálfræðingurinn Bettina
Sunde segir í viðtali á vef norska
ríkisútvarpsins að ákjósanlegast
sé að hafa slökkt á farsímanum
þegar maður er með börnunum
sínum. „En ég hef skilning á því
að það getur verið ómögulegt fyrir
marga. Fyrir flesta er það hræði-
lega erfitt.“
Sálfræðingurinn tekur það fram
að börn þoli alveg þótt kveikt sé
á farsímanum. Þau þurfi ekki allt-
af að fá alla athyglina. „Oft hafa
þau gott af því að bíða eftir því
að röðin komi að þeim, til dæmis
ef foreldrarnir eru í miðju sam-
tali í símanum. Það er hins vegar
vandamál ef þetta gerist þegar
þess er vænst að foreldrarnir veiti
börnunum sínum athygli.“
Upplifi börnin sí og æ að for-
eldrarnir fylgist ekki almenni-
lega með þegar börnin þeirra
taka þátt í keppnum eða sýning-
um þá bregðast sum við með því
að vekja sérstaka athygli á sér en
önnur gefast upp í samkeppninni
við farsímann, að því er sálfræð-
ingurinn segir. „Þá halda foreldr-
arnir áfram eins og áður þar sem
börnin eru hætt að þrasa. Þetta
verður slæmur vítahringur,“
segir sálfræðingurinn.
Hæfileiki tveggja ára barna til
að læra nýtt orð minnkaði greini-
lega þegar hringt var í foreldrið á
meðan það var að tala við barnið
sitt og kenna því orðið. Þetta eru
niðurstöður rannsóknar sem vís-
indamaðurinn Benjamin Kenward
við Háskólann í Uppsölum hefur
greint frá.
ibs@frettabladid.is
Ertu oft í farsímanum þegar
þú ert með barninu þínu?
Farsímanotendur tékka á símanum sínum sjöttu hverju mínútu. Börnum finnst þau stundum afskipt. Ákjósan-
legast er að slökkva á símanum þegar börnin eiga að njóta athyglinnar, segir norskur sálfræðingur.
Þegar kennslustundum í tónlist
var fjölgað urðu nemendurnir
ánægðari með árangur sinn í
skólanum auk þess sem sjálfs-
traust þeirra jókst. Þetta eru nið-
urstöður finnskrar samanburðar-
rannsóknar sem tók til yfir eitt
þúsund nemenda, níu og tólf ára,
víðsvegar í Finnlandi. Mikill
munur reyndist vera á ánægju
þeirra sem fengu aukna tónlist-
arkennslu og hinna sem fengu
jafnmarga tíma og áður. Rann-
sakendur, sem eru doktorsnem-
ar við Háskólann í Jyväskylä í
Finnlandi, benda á að tengsl séu á
milli ánægju nemenda og starfs-
ánægju kennara auk fjarvista
þeirra vegna veikinda.
Niðurstöður rannsóknar í finnskum skólum:
Tónlistarkennsla gerir nemendur
glaðari og eykur sjálfstraust
Hugmyndasmiðja fyrir börn hefur
verið opnuð á Kjarvalsstöðum.
Markmiðið með henni er að bæta
enn frekar aðgengi og áhuga hjá
yngri gestum safnsins á list og
listsköpun.
„Þetta er rými sem býður upp á
fjölbreytta möguleika til að upplifa
og fræðast. Þetta á ekki að líkjast
skólastofu, heldur höfum við feng-
ið innblástur frá arabískri setu-
stofu. Þarna eru til dæmis engin
borð,“ segir Guðfinna Mjöll Magn-
úsdóttir vöruhönnuður, sem hann-
að hefur hugmyndasmiðjuna.
Í hugmyndasmiðjunni er svo-
kallað innblástursbókasafn með
forvitnilegum bókum sem fjöl-
margir listamenn og hönnuðir
hafa sérstaklega mælt með til að
kveikja nýjar hugmyndir og inn-
blástur. Guðfinna segir að safninu
sé ætlað að örva ímyndunarafl
barnanna. Þarna eigi þau að geta
verið í ævintýraheimi og teiknað á
blað sínar eigin hugmyndir.
Í vetur verða meðal annars
haldnar svokallaðar örsmiðjur í
hugmyndasmiðjunni þar sem öll
fjölskyldan getur spreytt sig á
hinum ýmsum listformum undir
leiðsögn listamanna. - ibs
Nýjung fyrir gesti á Kjarvalsstöðum:
Hugmyndasmiðja fyrir
börn á öllum aldri
Á vef Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna, barnasattmali.is,
er að finna fróðleik, gagnvirk
verkefni og leiki um Barnasátt-
málann og mannréttindi barna.
Verkefnin eru bæði fyrir yngri
og eldri börn.
Meginmarkmið með vefnum er
að börn og fullorðnir
● þekki Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna og efni hans,
● viti að börn eiga sjálfstæð
réttindi,
● átti sig á að börn þurfa sér-
staka vernd og umönnun
umfram þá sem fullorðnir eru,
● viti að börn eiga rétt á að láta
skoðanir sínar í ljós og hafa
áhrif,
● skilji að Barnasáttmálinn
kveður á um jafnræði allra
barna.
Vefur Barnasáttmála SÞ:
Verkefni og
leikir um
réttindi barna
Hágæða Fissler pottar
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Fissler. Perfect every time.
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
ht.is
LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.
RÉTTINDI Börn eiga sjálfstæð réttindi,
að því er segir í Barnasáttmálanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
UPPTEKINN Börnin eru stundum í samkeppni við farsímann. NORDICPHOTOS/GETTY
Í TÓNMENNT Tónlistarkennsla í Aust-
urbæjarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Á KJARVALSSTÖÐUM Börn af leik-
skólanum Austurborg í hugmyndasmiðj-
unni. HILDUR KOLBRÚN ANDRÉSDÓTTIR