Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.11.2013, Qupperneq 8
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Rauðir dagar 18.-22. nóvember Hvað tekur langan tíma að læra á Netbankann og Íslandsbanka Appið? Komdu í útibúið þitt og lærðu á Netbankann og Íslandsbanka Appið. Alla daga vikunnar kl. 12.15-12.45 Við bjóðum góða þjónustu 2 mínútur 6 mínútur 15 mínútur30 mínútur www.hi.is Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. – FYRIRTÆKI VERÐUR TIL – Vísindi og nýsköpun í augsýn Risk, Oculis og Oxymap Í fimmta erindi fyrirlestraraðarinnar Fyrirtæki verður til rannsóknum í augnlækningum. Fyrirtækin eru Risk, Oculis . Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, kemur við sögu við stofnun fyrirtækjanna þriggja en hann er mikilvirkur vísindamaður á sviði augnlækninga. Einar hefur beitt sér sérstaklega í nýsköpun og stofnun sprotafyrirtækja sem byggjast á vísindalegum grunni. Hann mun fara yfir tilurð fyrirtækjanna og ræða um tengsl vísinda og nýsköpunar. Risk ehf. þróar áhættureiknivél sem metur áhættu sykursjúkra á augnsjúkdómum og sjónskerðingu. Oculis ehf. vinnur með nanóagnir í augndropum til að bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum. Oxymap ehf. þróar tækjabúnað sem getur metið blóðþurrðarsjúkdóma í augnbotnum með stafrænni myndvinnslu. Miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 12.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands. verður fjallað um þrjú fyrirtæki sem öll hafa sprottið úr frjóum jarðvegi Háskóla Íslands og tengjast og Oxymap Nánari upplýsingar má finna á hi.is/fyrirtaeki_verdur_til PIPA R \ TBW A SÍA 133397 FÉLAGSMÁL Góður árangur í forvarn- arstarfi í grunnskólum hefur skil- að góðum árangri, en vandinn er sá að aðeins hefur tekist að seinka neyslunni, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. „Áfengisneyslan hefur snar- minnkað í grunnskólunum síðustu ár, en vandinn er sá að það er búið að seinka neyslunni þar til krakk- arnir fara í framhaldsskóla,“ segir Viðar. Hann m u n h a l d a erindi um for- varnir á for- eldradegi Heim- ilis og skóla sem haldinn verð- ur á föstudag í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann segir að þeir sem unnið hafi gott forvarnarstarf í grunn- skólum landsins á undanförnum árum og áratugum þurfi nú í aukn- um mæli að beina kröftunum að ungu fólki á framhaldsskólaaldri. „Viðhorf foreldranna breyt- ast mikið þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla. Þeir líta frek- ar svo á að það sé í lagi að drekka áfengi þegar krakkarnir eru komn- ir í menntaskóla,“ segir Viðar. Hann segir börnin skynja þessa viðhorfsbreytingu foreldra sinna og hún hafi áhrif á þau. „Þegar þau koma í framhaldsskóla koma þau inn í nýjan veruleika þar sem þetta virðist vera í lagi.“ Hann segir þörf á viðhorfs- breytingu til ungs fólks í fram- haldsskólum. „Þó krakkarnir fari í framhaldsskóla eigum við ekki að gefa okkur að allt breytist, og að þetta sé tímapunkturinn sem þetta sé orðið í lagi,“ segir Viðar. Hann segir að góður árang- ur hafi náðst í að seinka því að grunnskólakrakkar byrji að drekka áfengi, og nú sé verkefnið að seinka því að framhaldsskóla- nemar byrji að drekka. Rann- sóknir sýni að því eldra sem fólk sé þegar það byrji að drekka áfengi, því minni líkur séu á því að það lendi í vandræðum með neysluna. brjann@frettabladid.is Áfengisneyslu seinkað fram í framhaldsskóla Eftir góðan árangur af forvörnum í grunnskólum þarf að beina sjónum að áfengis- neyslu í framhaldsskólum, segir félagsfræðingur. Viðhorf foreldranna breytast þegar börn fara í framhaldsskóla. Tímapunktur sem allt breytist hjá krökkunum. VIÐAR HALLDÓRSSON Rannsóknir á áhrifum íþróttaiðkunar á áfengisneyslu ungs fólks benda til þess að það sé ekki íþróttaiðkunin sem slík sem hefur forvarnargildi, heldur velti það á skipulagi íþróttastarfseminnar, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. Forvarnaráhrifin koma eingöngu af skipulögðu félagsstarfi þar sem hefðir, saga, reglur, þjálfarar og foreldrastarf vinna saman, segir Viðar. Hann segir að þeir sem eru í óskipulögðum íþróttum séu jafnvel líklegri en jafnaldrarnir til að neyta áfengis. Dæmi um óskipulagðar íþróttir eru ferðir á líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði eða bara á körfuboltavöll með vinunum þar sem ekki er formleg umsjón með íþróttaiðkuninni. Save the Children á Íslandi FLÓRÍDA, AP Rannsóknarfarinu Maven var skotið út í geiminn áleiðis til plánetunnar Mars í gær. Farinu er ætlað að svipta hulunni af leyndardóminum á bak við lofts- lagsbreytingar plánetunnar. Áætlað er að Maven lendi á Mars næsta haust eftir að hafa ferðast yfir sjö hundruð milljón kílómetra. Vísindamenn vilja komast að því hvers vegna loftslagið á Mars fór úr því að vera hlýtt og rakt fyrstu eitt þúsund milljón árin, yfir í það að vera kalt og þurrt eins og það er í dag. „Við viljum vita hvað gerðist,“ sagði Michael Meyer, vísinda- maður hjá bandarísku geimferða- stofnuninni, NASA. Rannsóknar- farið verður á sporbaug um Mars og mun eyða einu ári í að rannsaka lofthjúpinn eftir að það nær áfanga- stað 22. september á næsta ári. Þetta er í 21. sinn sem NASA sendir rannsóknarfar á Mars síðan ferðirnar hófust á sjöunda áratugnum. Þetta er aftur á móti fyrsta farið sem er eingöngu sent til að rannsaka loftslagið á plánet- unni. - fb NASA rannsakar loftslagsbreytingar á Mars: Rannsóknarfarinu Maven skotið á loft MAVEN Rannsóknarfarinu Maven var skotið á loft í gær. NORDICPHOTOS/AFP ➜ Ekki íþróttirnar sem hafa forvarnaráhrif

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.